Fréttablaðið - 12.09.2008, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 12.09.2008, Blaðsíða 32
6 föstudagur 12. september núna ✽ lífið er verslunarferð… M anúela Ósk Harðar- dóttir kom fyrst fram á sjónarsviðið þegar hún varð Ung- frú Ísland árið 2002. Nú, sex árum síðar, er hún heimavinn- andi húsmóðir í Manchester og móðir þriggja ára drengs. Hún og eiginmaður hennar, Grétar Rafn Steinsson, fluttu þangað í byrjun ársins þegar hann fór að spila fótbolta með Bolton. Manúela hefur alla tíð verið með fata- dellu og fataskápur hennar ber þess merki að hún sé mikil smekkkona. Getur þú lýst eigin stíl? Ég held að hann sé mjög breytilegur og fari eftir skapi, stund og stað hverju sinni. Ég legg samt mest upp úr því að fötin passi mér vel, séu þægileg og vel sniðin. Það er ekkert verra en illa sniðin flík! Ætli ég sé ekki oftast klass- ísk, kvenleg og kasjúal – en á það þó reglulega til að verða mjög óklassísk og glamúrús – þegar það á við … Uppáhaldshönnuður? Þar sem ég er búsett erlendis finnst mér alltaf rosalega gaman að ganga í íslenskri hönnun. Það er bæði svo öðruvísi og skemmti- legt og svo get ég alltaf verið viss um að mæta ekki mann- eskju í nákvæmlega sömu flík! Ég held sérstaklega upp á Júni- form, hönnun Birtu Björns. Ég held að ég hafi aldrei labb- að tómhent og vonsvikin út frá henni! Uppáhaldsverslun? Ég versla langmest í Selfridges í Manchester. Hún er svo stór og með rosalega gott úrval. Hvað dreymir þig um að eignast fyrir veturinn? Mig dreymir um rúskinns Burberry- jakkann sem ég sá í Selfridges um daginn. Svo væri ég til í Gucci-sokkastígvél og risastóra svarta Balenciaga-tösku – þá er ég góð. Eru einhver tískuslys í fata- skápnum þínum? Það sem er í tísku í dag getur talist tískuslys eftir nokkur ár – þannig að það leynast ábyggilega nokkur slík í skápnum hjá mér! Mér detta helst í hug skærfjólubláar glans leggingsbuxur sem ég keypti í Ameri- can Apparel í New York. Mér fannst þær SVO flottar þá – en þær eru enn á sama stað í skápnum, með verðmiðanum og allt … Í hvað myndir þú aldrei fara? Ég myndi aldrei fara í eitthvað sem klæðir mig ekki … Hvert er skuggalegasta fata- tímabilið þitt? Ætli það sé ekki körfuboltaæðið mikla, 1993, þegar ég dressaði mig í Chicago Bulls-fatnaði frá toppi til táar. Derhúfa, jogginggalli og Jordan- skór var afar vinsæl múndering … Uppáhalds litapalletta? Svart, grátt, silfrað og gyllt – svo finnst mér líka oft gaman að ganga í fallegum stelpulitum, eins og bleiku, rauðu og fjólubláu … Ef þú værir á leið í verslunar- ferð, hvert færir þú? Ætli ég myndi ekki fara til Ítalíu, þá helst Flórens. Ég hef aldrei komið þangað en hef heyrt að það sé himneskt að vera þar fyrir kaupóðar konur! Svo er líka alltaf gott að fara í verslunar- ferð á veraldarvefinn – þar er að minnsta kosti langmesta og besta úrvalið! Bestu kaupin? Án efa UGG- skórnir mínir! Þeir eru bara svo yndislega þægilegir, hlýir og góðir! Ég á þá í öllum litum, stærðum og gerðum. Ég nota þá mikið í kuldanum og rigningunni í Bolton. Tískufyrirmyndir? Ég get ekki sagt að ég eigi mér tískufyrirmyndir. Ég skoða vissulega mikið af tísku- tímaritum og fylgist vel með en það er enginn sem ég tek mér sérstak- lega til fyrirmyndar. Ég verð samt að viðurkenna að mér þykir Cheryl Cole alltaf afskaplega smekkleg til fara. martamaria@365.is 1 Þessi kjóll er frá danska hönnuðinum Malene Birger. Skórnir eru frá Christian Louboutin. 2 Júniform-kjóll úr smiðju Birtu Björnsdóttur. 3 Bugari hringur sem hún keypti á Tenerife 4 Louis Vuitton í öllu sínu veldi. Manúela er nýbú- in að fjárfesta í þessari tösku. Hún féll fyrir henni vegna einfaldleikans og stærðarinnar. 5 Úr frá Marc & co. 6 Kjóll frá Karen Millen sem lítur út fyrir að vera skyrta og pils. 7 Burberry-kápan er í miklu uppá- haldi. Sonur minn gaf mér hana. Manúela Ósk Harðardóttir: DREYMIR UM BALENCIAGA- TÖSKU OG BURBERRY-JAKKA 1 2 3 5 4 7 6 FUNHEITUR ARMANI Hvern dreymir ekki um að eignast flík sem breytir öllum gömlu fötunum í ævintýraheim? Þessi ullarjakki er með því smartara sem sést hefur í vetrartískunni 2008. FULLKOMIÐ AUGNABLIK Settu traust þitt á úrval hársnyrtimeistaranna Sími: 568 5305 • Grandagarði 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.