Fréttablaðið - 12.09.2008, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 12.09.2008, Blaðsíða 62
42 12. september 2008 FÖSTUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 LÁRÉTT 2. hugga, 6. hætta, 8. grein, 9. espa, 11. guð, 12. frækorns, 14. sýna elli- glöp, 16. í röð, 17. skjön, 18. ennþá, 20. grískur bókstafur, 21. velta. LÓÐRÉTT 1. fnæs, 3. hvort, 4. flutningaskip, 5. temja, 7. áleitinn, 10. skel, 13. angan, 15. heimsálfa, 16. húðpoki, 19. nudd. LAUSN LÁRÉTT: 2. sefa, 6. vá, 8. fag, 9. æsa, 11. ra, 12. sæðis, 14. kalka, 16. hi, 17. mis, 18. enn, 20. pí, 21. snúa. LÓÐRÉTT: 1. hvæs, 3. ef, 4. farskip, 5. aga, 7. ásækinn, 10. aða, 13. ilm, 15. asía, 16. hes, 19. nú. LÖGIN VIÐ VINNUNA „Það væri nærri lagi að spyrja hvað ég hlusta á þegar ég læri. Familjen, Aeroplane, Fred Falke, Gui Boratto og margt fleira er í uppáhaldi hjá mér. Annars var ég að horfa á Lost in Translation og mundi eftir því hversu æðisleg hljómsveit mér þykir My Bloody Valentine vera. Hún hefur mikið verið á fóninum síðan.“ Jónas Margeir Ingólfsson laganemi. VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á síðu 8 1 Ingimundur Sigurpálsson. 2 Við Ísafjörð í Skutulsfirði. 3 Mike Pollock. „Ekkert í þessu kemur á óvart. Ríkissjónvarpið hefur stundað lengi að stilla fram einhverju til höfuðs dagskrá okkar. En sjálf- sagt kann Þórhallur [Gunnarsson] einhverjar skýringar á þessu aðrar,“ segir Pálmi Guðmundsson, sjónvarpsstjóri Stöðvar 2. Stöð 2 hefur auglýst hraustlega að undanförnu eitt sitt helsta tromp í vetrardagskránni sem er Dagvaktin, framhald Nætur- vaktarinnar sem naut fádæma vinsælda í fyrra. Frumsýning 1. þáttar verður 21. september og er sýningartíminn sá sami og var á Næturvaktinni: Upp úr klukkan átta á sunnudagskvöldum. Nú spyrst að RÚV ætli að spila einu sínu helsta trompi hvað varðar innlenda dagskrárgerð – spennu- þáttaröðinni Svörtum englum – á nákvæmlega sama tíma dags og viku og er frumsýning fyrsta þáttar 21. september. „Hversu augljóst getur þetta orðið?“ spyr Pálmi sem segist geta nefnt ýmis dæmi máli sínu til stuðnings en segir þetta blasa nú við. „Þórhallur er að stilla þessu fram til höfuðs okkar efni. Ríkissjónvarpið er að skipuleggja dagskrá sína eins og sjónvarpsstöð sem er í bullandi samkeppni og lifir á auglýsingum einum saman eins og þetta dæmi sannar. En ekki eins og ríkissjón- varp í eigu allra landsmanna sem vill að innlend dagskrárgerð njóti sín sem best,“ segir Pálmi. „Já, er Dagvaktin á dagskrá á sunnudagskvöldum?“ spyr Þór- hallur Gunnarsson, dagskrárstjóri innlendrar dagskrár Ríkissjón- varpsins. Hann segir af og frá að skipulagning dagskrár RÚV taki mið af dagskrá Stöðvar 2. „Alltaf hefur staðið til að sýna þetta svona. Engin breyting. Við höfum alltaf verið með íslenska og danska þætti á þessum tíma. Strax á eftir Evu Maríu.“ Þórhallur segir jafn- framt að það stefni í að sunnu- dagskvöld verði gæðasjónvarps- kvöld og óttast ekki samkeppnina. „Ég óttast enga samkeppni og vona að þetta verði skemmtilegur vetur fyrir alla þá sem horfa á sjónvarp,“ segir Þórhallur sem séð hefur Svarta engla og segir þetta dúndurþætti, frábærlega leiknir og útfærðir af Óskari Jónassyni sem leikstýrir en þætt- irnir byggjast á samnefndum krimma Ævars Arnar Jósepssonar. „Svo verða menn að athuga að það er fullt af fólki sem ekki nær Stöð 2. Við tökum ekki tillit til þess í dagskrársetningu hvað Stöð 2 er að gera.“ jakob@frettabladid.is PÁLMI GUÐMUNDSSON: DAGSKRÁ RÚV TIL HÖFUÐS STÖÐ 2 SVARTIR ENGLAR Á DAGVAKT STÆRSTU ÞÆTTIRNIR Á SAMA TÍMA Gamanþættirnir Dagvaktin á Stöð 2 og sakamálaþættirnir Svartir englar í Ríkissjónvarpinu verða sýndir á sama tíma á sunnudagskvöldum. Pálmi Guðmundsson sjónvarpsstjóri Stöðvar 2 segir þessa ákvörðun RÚV gerða til að bregða fæti fyrir innlenda dagskrárgerð Stöðvar 2. Þórhallur Gunn- arsson dagskrárstjóri RÚV segir alltaf hafa staðið til að Svartir englar yrðu sýndir á sunnudagskvöldum. Niðurstöður síðasta málverkaupp- boðs Foldar í Súlnasalnum leiða í ljós nokkurt verðfall á íslenskri list. Tryggvi P. Friðriksson stóð vaktina með hamarinn í hönd og sló verk undir mati meðal annars eftir Sverri Haraldsson sem sam- kvæmt uppboðsskrá var ómerkt. Verkið var metið á 120 þúsund en fyrsta boð var 20 þúsund krónur. Tryggva þótti það lélegt grín en var bent á að myndin væri ómerkt. Tryggvi sagði viðkomandi að sá gæti farið til Péturs í Borg og fengið hana merkta. Voru fremur dræmar undirtektir við þessu hráslagalega gríni en myndin var slegin á 50 þúsund og kom það kaupanda þægilega á óvart að sjá að mynd- in var merkt. Samkeppnisaðili Foldar, Pétur Þór Gunnarsson hjá Gallerí Borg, mun ekki hafa látið grátt gaman Tryggva P. Friðrikssonar á sig fá en stefnir þess í stað á að halda upp á fimmtugs- afmæli sitt og konu sinnar, Ernu Flyg- enring, í kvöld í Gallerí Borg en þar mun stíga á svið Rúnar Júlíusson. Tónleikaferð Barða Jóhannssonar og Bang Gang um Evrópu hófst í Sviss í gærkvöldi. Leikið verður á fjölda tónleika en hápunkturinn verður um miðjan október þegar Barði hitar upp fyrir Air í Frakk- landi. - jbg/fb FRÉTTIR AF FÓLKI Tónlistarhátíðin London Airwaves fer fram þar í borg 19. september næstkomandi. Þar kemur fram fjöldi erlendra hljómsveita auk íslensku sveitanna FM Belfast og Steed Lord. Þorsteinn Stephen- sen, eigandi Hr. Örlygs, segir undirbúning ganga vel. „Þetta fer langleiðina í að verða uppselt,“ segir Þorsteinn, en til sölu eru um fjögur þúsund miðar. Hann segir hátíðina hafa hlotið mikla umfjöll- un í breskum fjölmiðlum. „Það þykir forvitnilegt að einhverjir frá Íslandi geri svona og mér sýn- ist þetta bara lofa góðu,“ segir hann. Sara María Eyþórsdóttir og samstarfsfólk hennar í Nakta apanum mun halda til London í kringum hátíðina og kynna Breta fyrir apavarningi. „Við ætlum að sýna Lundúnabúum hvernig á að klæða sig,“ segir Sara og hlær við. „Við verðum með boli á borð við þá sem við höfum gert fyrir Iceland Airwaves. Ég hef verið í samstarfi við Jónsson & Le‘Macks í því. Siggi Odds, sem er grafísk- ur hönnuður hjá þeim, og var ein- mitt að vinna hjá mér í fyrra, hannaði lógóið sem er notað fyrir London Airwaves. Það er rosa- lega flott og það eru allir mjög spenntir fyrir þessu,“ útskýrir Sara, en bolirnir eru nú í fram- leiðslu. Sara verður einnig með nýja boli fyrir Iceland Airwaves í október og hyggst láta framleiða þá fyrir sig líka. Hingað til hafa þeir allir verið handprentaðir. „Iceland Airwaves gekk næstum af mér dauðri í fyrra. Ég missti alveg af hátíðinni, því við vorum að prenta boli fram til fimm á nóttunni alla dagana,“ segir hún og hlær við. „Í ár látum við þess vegna framleiða hluta þeirra fyrir okkur, en verðum svo með handprentaða boli í takmörkuðu upplagi,“ segir hún. - sun Íslensk hönnun á London Airwaves NAKTI APINN TIL LONDON Sara María og samstarfsfólk hennar í Nakta apanum heldur til London í kringum London Airwaves, en þar verða sérstakir hátíðarbolir til sölu. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Nýlegar auglýsingar í Fréttablaðinu og á Vísir. is um Kynlífsbiblíuna sem Vaka-Helgafell gefur út særðu blygðunarkennd margra sem þær sáu. Kvörtunum rigndi yfir fyrirtækið 365 og var auglýsingunni á Vísir.is kippt snarlega út eftir aðeins eina og hálfa klukkustund í loftinu. „Fólki finnst að það sé verið að birta alltof mikið af beru holdi,“ segir útgefandinn Jóhann Páll Valdimarsson. „Þetta eru að mínu viti mjög sakleysislegar myndir og ekkert verri en sjást af fólki á sólarströndum.“ Í heilsíðuauglýsingu Fréttablaðsins sáust ber kvenmannsbrjóst, sem virðast hafa farið fyrir brjóstið á mörgum, en á Vísir.is voru lesendur spurðir út í kynlífshjálpartæki og nærbuxnaát, sem féll jafnvel enn verr í kramið. „Í auglýs- ingunni var spurt: „Hefur þú borðað nærbux- ur?“, sem hefur víst að gera með tilvísun í bókina um að verið sé að framleiða buxur úr lakkrísefnum. Ég er ekki mjög vel að mér í innihaldi bókarinnar en þýðand- inn, Bergsteinn Sigurðsson, kann betri skil á því,“ segir Jóhann Páll, sem er ekki undrandi á þessum hörðu viðbrögðum. „Það hefur sýnt sig í gegnum tíðina þegar við höfum gefið út bækur um kynlífstengd efni og bækur Hugleiks Dagssonar að það fer iðulega allt á hliðina á miðlunum vegna kvartana úti í bæ. Ég hef grun um að þetta sé ákaflega fámennur en hávær hópur sem stendur að baki þessu. En hann linnir ekki látum og má helst ekki sjá kvenmannsbrjóst,“ segir hann. Til stuðnings þessu má nefna að Kynlífsbiblían rauk beint á metsölulista þegar hún kom út og því ljóst að meirihluti Íslendinga tekur nýjum fræðibókum um bætt og lostafullt kynlíf algjörlega opnum örmum. - fb Djarfar auglýsingar valda usla JÓHANN PÁLL VALDIMARSSON Jóhann Páll er síður en svo undrandi á hörðum við- brögðum vegna Kynlífsbiblíunnar. Löggildir rafverktakar Rafmagnsvandamál Talaðu þá við okkur Uppl. síma 8604507 / 8494007 islagnir@islagnir.is www.islagnir.is Auglýsingasími – Mest lesið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.