Fréttablaðið - 12.09.2008, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 12.09.2008, Blaðsíða 58
38 12. september 2008 FÖSTUDAGUR sport@frettabladid.is Handknattleikskappinn og silfurdrengurinn Róbert Gunnars- son kom í talsvert breytt umhverfi hjá Gummersbach eftir Ólympíuleikana. Hinir þrír Íslendingarnir eru allir horfnir á braut og Róbert einn eftir. Guðjón Valur Sigurðsson gekk í raðir Rhein Neckar Löwen, Sverre Jakobsson fór til HK og Alfreð Gíslason tók við stjórnartaumunum hjá meistaraliði Kiel. „Þetta eru eðlilega talsverð viðbrigði. Verst af öllu var samt að missa Alfreð frá okkur enda frábær þjálfari. Nýi þjálfarinn sem kemur frá Bosníu er talsvert öðruvísi þjálfari en Alfreð. Frekar mikið af gamla skólanum og hann lætur okkur æfa mikið og þess utan lengi. Það liggur við að maður megi hreinlega þakka fyrir að sjá fjölskylduna,“ sagði Róbert léttur þar sem hann var farinn út að borða með fjölskyldunni. Gummersbach tapaði naumlega fyrir Flensburg á útivelli á miðvikudaginn. Miðað við þann leik verður Gummersbach í efri hluta deildarinnar enda að spila fínan handbolta og þar á meðal Róbert sem fór mikinn í leiknum. „Við köstuðum sigrinum frá okkur. Það var alveg ferlegt. Annars lítur þetta ágætlega út hjá okkur. Alfreð var búinn að versla vel inn áður en hann fór og við erum með hörkumannskap,“ sagði Róbert, sem er að klára samninginn sinn við Gummersbach í vetur og hefur ekki tekið neina ákvörðun um framhaldið. „Ég er bara nýkominn hingað í þetta nýja og breytta umhverfi. Ég mun taka mér drjúgan tíma í að skoða málin áður en ég tek einhverja ákvörðun um framhald- ið. Við höfum komið okkur vel fyrir hér í Köln og því kemur vel til greina að spila áfram með Gummers- bach,“ sagði Róbert. Engar samningaviðræður hafa átt sér stað um framhald en nýr þjálfari liðsins tekur eflaust ákvarðanir um slíkt þegar hann hefur verið einhvern tíma í starfinu. „Ég get eflaust fengið nýjan samning hér vilji ég það. Gummersbach er eitt af fimm til sex bestu lið- unum í deildinni og það er alveg klárt að ég ætla ekki að fara í lakara lið hér í Þýskalandi,“ sagði Róbert, sem útilokar ekki að fara til Spánar eða aftur til Danmerkur. RÓBERT GUNNARSSON: EINI ÍSLENDINGURINN Í GUMMERSBACH SAKNAR FÉLAGA SINNA NOKKUÐ Verst af öllu var að missa Alfreð frá okkur FÓTBOLTI Það vakti talsvert mikla athygli að landsliðsmaðurinn Grétar Rafn Steinsson skyldi gagnrýna KSÍ eftir tap Íslands gegn Skotum. Hann sagði í viðtöl- um að umgjörðin í kringum lands- liðið mætti vera fagmannlegri en nefndi engin dæmi máli sínu til stuðnings. Það vildi hann heldur ekki gera í gær þegar Fréttablaðið innti hann eftir svörum við því hvert hann væri nákvæmlega að fara með gagnrýni sinni. „Ég ætla ekkert að tjá mig frek- ar um þetta. Ég vildi koma boltan- um af stað og svo þarf að fara yfir þessa hluti. Við eigum eftir að ræða þetta betur og það er nægur tími til að laga þessa hluti fyrir næstu leiki. Annars kemur það öðru fólki ekkert við hvað það er sem þarf að laga,“ sagði Grétar Rafn, sem þó sá ástæðu til þess að hleypa málinu í loftið en kaus að fara aðeins með hálfkveðnar vísur. Fréttablaðið hafði samband við nokkra leikmenn landsliðsins í kjölfarið og spurði þá að því hvort þeir vissu hvað Grétar væri að tala um. Enginn þeirra sem Frétta- blaðið ræddi við hafði hugmynd um hvað Grétar væri að tala um. Einn minntist þess þó að hafa séð Grétar í hrókasamræðum við Gunnar Gylfason, yfirmann lands- liðsmála, í matartíma daginn fyrir leik. Gat hann sér þess til að þeir hefðu verið að ræða þau mál sem Grétar vitnar til. Landsliðsmennirnir sem Frétta- blaðið ræddi við höfðu þess utan ekki yfir neinu að kvarta er varð- ar umgjörð í kringum landsliðið og furðuðu sig því nokkuð á því að Grétar væri að gagnrýna. Sögðu að vel færi um þá er þeir væru undir verndarvæng KSÍ og að allur aðbúnaður væri í fínu lagi. Þeir hefðu þar af leiðandi ekki hugmynd um hvað Grétar væri að tala um. Ólafur Jóhannesson landsliðs- þjálfari hafði heldur ekki hug- mynd um hvert Grétar Rafn væri að fara. Hann hefði þó leitað svara við því hvað væri í gangi en hefði ekki enn fengið svör. „Ég fæ eflaust skýrslu frá ein- hverjum fljótlega um það hvað sé í gangi. Annars veit ég ekkert hvað Grétar er að tala um og hef ekki enn heyrt í honum með málið. Mun þó væntanlega heyra í honum fljótlega,“ sagði Ólafur við Frétta- blaðið í gær en hann hefur ekkert nema gott að segja um þá umgjörð sem KSÍ skapar landsliðinu. „Ég get sagt það að umgjörðin í kringum landsliðið er algjörlega frábær og það er ekki yfir neinu að kvarta. Það er nákvæmlega allt gert fyrir okkur sem hægt er að gera og við fáum allt sem við biðj- um um. Það er fjöldi manna sem stendur utan við liðið og þar eru allir að vinna frábæra vinnu,“ sagði Ólafur. henry@frettabladid.is Kemur fólki ekkert við Grétar Rafn Steinsson vill ekkert segja til um hvaða hluti þurfi að laga í um- gjörðinni hjá KSÍ. Leikmenn og landsliðsþjálfari hafa ekki hugmynd um hvað Grétar er að tala um. Þjálfarinn segir umgjörðina hjá KSÍ vera frábæra. ENGIN RÖK OG ENGIN DÆMI Grétar Rafn Steinsson vill ekkert segja hvað sé nákvæmlega að í umgjörðinni hjá KSÍ í kringum landsliðið. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON FÓTBOLTI Jamie Carragher fer ekki beint mjúkum höndum um mennina sem borga launin hans í ævisögu sinni. Carragher segir í bókinni að honum verði stundum flökurt að fylgjast með því hvernig Tom Hicks og George Gillett svíkja loforð og gera allt til þess að græða á félaginu. „Við seldum Liverpool til tveggja miskunnarlausra viðskiptajöfra sem sáu Liverpool sem tækifæri til þess að græða peninga,“ segir Carragher en talið er að hvor þeirra sé búinn að græða um 100 milljónir punda á fjárfestingunni. Bandaríkjamennirnir hafa ekki staðið við loforð um nýjan leikvang og ekki sett þá peninga í leikmannakaup sem talað var um. „Þeir ætluðu greinilega ekki að kasta á glæ peningunum sem þeir höfðu unnið sér inn á fimmtíu árum. Þeir keyptu Liverpool því plön um byggingu nýs leikvangs gáfu þeim tækifæri til að græða ógrynni peninga,“ segir Carragher meðal annars. - hbg Carra um eigendur Liverpool: Vilja græða á félaginu CARRAGHER Ekki hrifinn af vinnuveit- endum sínum. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES FÓTBOLTI Theo Walcott er eftirlæti Englendinga eftir að hann skoraði frábæra þrennu gegn Króötum. Walcott er aðeins nítján ára og varð yngsti leikmaður sögunnar til þess að skora þrennu með enska landsliðinu. Stjórinn hans hjá Arsenal, Arsene Wenger, reyndi að draga aðeins úr væntingum Englend- inga til Walcotts í gær og benti á að hann myndi ekki skora þrennu í hverjum leik. „Það sem gerðist verður að líta á sem undantekningu frá reglunni, þetta var einstakt og mun ekki gerast í hverjum leik. Jafnvel 25 eða 26 ára leikmenn skora aðeins þrennu einu sinni á landsliðsferlinum,“ sagði Wenger. - hbg Wenger um Walcott: Þetta var einstakt ÍÞRÓTTIR FATLAÐRA Eyþór Þrastar- son stórbætti árangur sinn í 400 metra skriðsundi á Ólympíuleik- um fatlaðra í gærmorgun og lauk keppni í áttunda sæti, sem er frábær árangur hjá Eyþóri. Hinn sautján ára gamli Eyþór keppir í flokki S-11 sem er skipaður alblindum keppendum. Eyþór synti á tímanum 5:11,54 mínútum í undanrásum, sem er mikil persónuleg bæting, en í úrslitasundinu synti hann á tímanum 5:15,63 mínútum. - óþ Ólympíuleikar fatlaðra: Eyþór áttundi FRÁBÆR Hinn sautján ára Eyþór lenti í áttunda sæti í 400 metra skriðsundi á ÓL fatlaðra. MYND/JÓN BJÖRN ÓLAFSSON og þú gefur 1.000 kr. og þú gefur 3.000 kr. og þú gefur 5.000 kr. Hringdu núna: 904 1000 I 904 3000 I 904 5000 Taktu þátt í landssöfnun sem miðar að því að lækning finnist við mænuskaða. Það gefur fjölda fólks um heim allan von um að ganga á ný. > 1. deildin í kvöld, kveðjuleikur Hlyns Næstsíðasta umferð 1. deildar karla í fótbolta fer fram í kvöld kl. 18. Baráttan á toppi og botni deildarinnar er hörð en ÍBV getur endanlega tryggt sér sæti í Landsbankadeild næsta sumar með sigri gegn KS/Leiftri á Siglufjarðarvelli. Baráttan um annað sætið er gríðarlega hörð á milli Selfoss og Stjörnunnar en Stjörnumenn eiga heimaleik gegn KA og Selfyssingar útileik gegn Fjarðabyggð. Það verður botnbaráttuslagur þegar Leiknismenn taka á móti Njarðvík en Njarðvíkingar, sem eru í fallsæti sem stendur, þurfa nauðsynlega á sigri að halda í leiknum til að eygja von um að halda sér í deildinni. Víkingsliðin frá Reykjavík og Ólafsvík mætast í Ólafsvík og Þór tekur svo á móti Haukum í kveðjuleik Hlyns Birgissonar á Akureyri og frítt er á völlinn að því tilefni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.