Fréttablaðið - 12.09.2008, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 12.09.2008, Blaðsíða 52
32 12. september 2008 FÖSTUDAGUR > BARN Í VÆNDUM? Keira Knightley kveðst íhuga að eignast barn, bara svo fólk hætti að spyrja hana hvort hún sé með átröskun. Leikkonan hefur fengið gagnrýni fyrir afar grannt holdafar og kveðst dauðleið á spurningum varðandi það. „Það er góð ástæða til að eignast barn. Þá hættir fólk að segja að ég sé með anorexíu,“ segir leikkonan. folk@frettabladid.is Myndin Journey to the Center of the Earth var frumsýnd í Laugarásbíói á miðvikudagskvöld. Mynd- in er byggð á sögu Jules Verne, Leyndardómar Snæfellsjökuls, og skartar íslensku leikkonunni Anitu Briem í einu aðalhlutverka. Anita mætti að sjálfsögðu á frumsýninguna og naut myndarinnar ásamt fjöl- skyldu og kærasta. Anita frumsýnir kærastann Aníta brosti sínu blíðasta ásamt föður sínum, Gunnlaugi Briem, systurinni Katrínu Briem og kærastanum Dean Paraskevopoulos. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Afi Anítu og amma, þau Gunnlaugur Eggert og Hjördís Briem, létu sig ekki vanta á frumsýninguna. Edda Arnljótsdóttir og Jóhann G. Jóhannsson leikarar voru brosmild ásamt sonum Jóhanns, þeim Krumma Kaldal og Jóhanni Kaldal. Óli Hjörtur Ólafsson og Ýr Þrastardóttir voru glöð í bragði. „Ég er fullur tilhlökkunar,“ segir Þórarinn Hannesson, sem ætlar í óvenjulega tónleikaferð í kvöld þegar hann spilar á þrennum tónleikum í þremur byggðarlögum. Með honum í för verða hljóðfæraleikararnir Guito Thomas frá Brasilíu og Daníel Pétur Daníelsson. „Ég fæ svolítið geggjaðar hug- myndir og ég er einn af þeim sem reyna að láta þær verða að veru- leika,“ segir Þórarinn, sem er uppalinn á Bíldudal en búsettur á Siglufirði. „Ég átti eitthvað af lögum í trúarlegum anda sem mig langaði að koma frá mér og þetta spratt út frá því.“ Tónleikaferðin ber yfirskriftina Ástin - Trúin - Lífið og verða fyrstu tónleikarnir í Ólafsfjarðarkirkju klukkan 19.30. Eftir það liggur leiðin í Knappstaðakirkju í Fljótum, elstu timburkirkju landsins, og dagskránni lýkur síðan með miðnæturtónleikum í Siglufjarðarkirkju klukkan 23.30. „Ef vel tekst til er aldrei að vita nema við höldum þessu áfram og förum í nærsveitirnar. Þetta er dagskrá sem á við alla; ástin, trúin og lífið í gleði og sorg,“ segir Þórarinn, sem á að baki þrjátíu ára tónlistar- feril. „Ég byrjaði þrettán ára gamall vestur á Bíldudal í skólahljómsveit. Síðustu tíu til fimmtán árin hef ég verið að koma eigin efni frá mér og flytja það og hef gefið út þrjá diska með eigin efni,“ segir hann. Aðgangseyrir á tónleikana í kvöld er 1.000 krónur og munu þeir félagar spila í um klukkutíma á hverjum stað. - fb Í þremur bæjum á einu kvöldi FULLIR TILHLÖKKUNAR Frá vinstri: Daníel, Þórarinn og Guito sem ætla að halda þrenna tónleika í þremur byggðarlögum á einu kvöldi. Verður Arnold Schwarzenegger í nýju Terminator-myndinni, sem kemur út næsta sumar? Hann hefur alltént sést á tali við Christian Bale á tökustað myndarinnar og hefur það vakið grunsemdir manna á Empire og zimbio.com. Flestir telja kappann þó fara með lítið hlutverk. Helst grunar menn að hann sjáist í feluhlut- verki, eða „cameo“, eða í honum heyrist yfir einhverju mynd- skeiðanna. Kannski vantaði Bale bara góð ráð. Langaði Arnold bara í heimsókn á kunnuglegar slóðir? Ekkert hefur verið staðfest í þessum efnum en menn geta séð umræddan atburð á youtube og ályktað sjálfir hvað ríkisstjórinn er að gera. - kbs Á tökustað UPPRUNALEGI TERMINATOR Arnold lætur sjá sig á tökustað Terminator 4. Áratugur er nú liðinn síðan gamanmynd Coen-bræðra, The Big Lebowski, kom út. Síðan þá hefur myndin notið sívaxandi fylgis og má segja að hálfgerður sértrúarsöfnuður hafi myndast í kringum hana. Fjöldi Lebowski-hátíða hefur verið haldinn víða um heim þar sem fólk hefur mætt í skemmti- legum bún- ingum, keppt í keilu, horft á myndina og drukkið Hvítan Rússa, uppáhalds- drykk aðal- söguhetj- unnar The Dude. Hér á landi hafa tvær Lebow- ski-hátíðir hafa verið haldnar í Keiluhöll- inni í Öskju- hlíð og á þá síðustu, sem var hald- in í mars, mættu fimmtíu manns. Annað kvöld verður haldin þriðja hátíðin, og sú önnur á þessu ári, á Bar Uno í Kópavogi. „Þetta er minni útgáfa núna og er haldin vegna fjölda áskorana,“ segir skipuleggjandinn Svavar Helgi Jakobsson. „Við vorum að spá í að hafa tvær stórar hátíðir á hverju ári en fannst það kannski fullmikið. Þessi er svona rétt til að svala þorstanum núna.“ Svo skemmtilega vill til að önnur hátíð í anda Big Lebowski verður haldin í kvöld. Þá munu laganemar í Háskóla Reykjavík- ur halda keilukvöld í Öskjuhlíð, þar sem afslappaður andi The Dude mun vafalítið svífa yfir vötnum. - fb Big Lebowski-helgi THE DUDE Áratugur er síðan Jeff Bridges lék The Dude, aðal persónu The Big Lebowski, á eftirminnilegan hátt. AÐDÁENDUR Svavar Helgi Jakobsson (til vinstri) og Ólafur Sverrir Jakobsson, skipuleggjendur hátíðarinnar í Kópavogi, bregða sér í hlutverk lata friðarsinnans The Dude. Í tilefni af eins árs afmæli plötufyrirtækisins Kimi Records ætlar það að gefa áhugasömum lagið Paul Is Dead af plötunni Montana með hljómsveitinni Retro Stefson sem kemur út hjá fyrirtækinu í næsta mánuði. Hægt er að nálgast lagið á síðunni kimirec- ords.net fram yfir helgi. Kimi Records, sem er með bækistöðvar sínar á Akureyri, hefur gefið út fimm plötur hér á landi síðan það var stofnað og á næstu mánuðum er von á tveimur í viðbót. Dreifingar- armur fyrirtækisins hefur stækkað með hverjum deginum og næst á dagskrá er platan Lettuce and Tomato með Hungry and the Burger, sem verður gefin út í takmörkuðu upplagi. Það er þó hægt að kaupa skífuna á síðunni kimi. grapewire.net á rafrænu formi í endalausu upplagi. Frítt lag á árs- afmæli Kimi KIMI RECORDS Plötufyrirtækið Kimi Records var stofnað fyrir einu ári.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.