Fréttablaðið - 12.09.2008, Side 52

Fréttablaðið - 12.09.2008, Side 52
32 12. september 2008 FÖSTUDAGUR > BARN Í VÆNDUM? Keira Knightley kveðst íhuga að eignast barn, bara svo fólk hætti að spyrja hana hvort hún sé með átröskun. Leikkonan hefur fengið gagnrýni fyrir afar grannt holdafar og kveðst dauðleið á spurningum varðandi það. „Það er góð ástæða til að eignast barn. Þá hættir fólk að segja að ég sé með anorexíu,“ segir leikkonan. folk@frettabladid.is Myndin Journey to the Center of the Earth var frumsýnd í Laugarásbíói á miðvikudagskvöld. Mynd- in er byggð á sögu Jules Verne, Leyndardómar Snæfellsjökuls, og skartar íslensku leikkonunni Anitu Briem í einu aðalhlutverka. Anita mætti að sjálfsögðu á frumsýninguna og naut myndarinnar ásamt fjöl- skyldu og kærasta. Anita frumsýnir kærastann Aníta brosti sínu blíðasta ásamt föður sínum, Gunnlaugi Briem, systurinni Katrínu Briem og kærastanum Dean Paraskevopoulos. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Afi Anítu og amma, þau Gunnlaugur Eggert og Hjördís Briem, létu sig ekki vanta á frumsýninguna. Edda Arnljótsdóttir og Jóhann G. Jóhannsson leikarar voru brosmild ásamt sonum Jóhanns, þeim Krumma Kaldal og Jóhanni Kaldal. Óli Hjörtur Ólafsson og Ýr Þrastardóttir voru glöð í bragði. „Ég er fullur tilhlökkunar,“ segir Þórarinn Hannesson, sem ætlar í óvenjulega tónleikaferð í kvöld þegar hann spilar á þrennum tónleikum í þremur byggðarlögum. Með honum í för verða hljóðfæraleikararnir Guito Thomas frá Brasilíu og Daníel Pétur Daníelsson. „Ég fæ svolítið geggjaðar hug- myndir og ég er einn af þeim sem reyna að láta þær verða að veru- leika,“ segir Þórarinn, sem er uppalinn á Bíldudal en búsettur á Siglufirði. „Ég átti eitthvað af lögum í trúarlegum anda sem mig langaði að koma frá mér og þetta spratt út frá því.“ Tónleikaferðin ber yfirskriftina Ástin - Trúin - Lífið og verða fyrstu tónleikarnir í Ólafsfjarðarkirkju klukkan 19.30. Eftir það liggur leiðin í Knappstaðakirkju í Fljótum, elstu timburkirkju landsins, og dagskránni lýkur síðan með miðnæturtónleikum í Siglufjarðarkirkju klukkan 23.30. „Ef vel tekst til er aldrei að vita nema við höldum þessu áfram og förum í nærsveitirnar. Þetta er dagskrá sem á við alla; ástin, trúin og lífið í gleði og sorg,“ segir Þórarinn, sem á að baki þrjátíu ára tónlistar- feril. „Ég byrjaði þrettán ára gamall vestur á Bíldudal í skólahljómsveit. Síðustu tíu til fimmtán árin hef ég verið að koma eigin efni frá mér og flytja það og hef gefið út þrjá diska með eigin efni,“ segir hann. Aðgangseyrir á tónleikana í kvöld er 1.000 krónur og munu þeir félagar spila í um klukkutíma á hverjum stað. - fb Í þremur bæjum á einu kvöldi FULLIR TILHLÖKKUNAR Frá vinstri: Daníel, Þórarinn og Guito sem ætla að halda þrenna tónleika í þremur byggðarlögum á einu kvöldi. Verður Arnold Schwarzenegger í nýju Terminator-myndinni, sem kemur út næsta sumar? Hann hefur alltént sést á tali við Christian Bale á tökustað myndarinnar og hefur það vakið grunsemdir manna á Empire og zimbio.com. Flestir telja kappann þó fara með lítið hlutverk. Helst grunar menn að hann sjáist í feluhlut- verki, eða „cameo“, eða í honum heyrist yfir einhverju mynd- skeiðanna. Kannski vantaði Bale bara góð ráð. Langaði Arnold bara í heimsókn á kunnuglegar slóðir? Ekkert hefur verið staðfest í þessum efnum en menn geta séð umræddan atburð á youtube og ályktað sjálfir hvað ríkisstjórinn er að gera. - kbs Á tökustað UPPRUNALEGI TERMINATOR Arnold lætur sjá sig á tökustað Terminator 4. Áratugur er nú liðinn síðan gamanmynd Coen-bræðra, The Big Lebowski, kom út. Síðan þá hefur myndin notið sívaxandi fylgis og má segja að hálfgerður sértrúarsöfnuður hafi myndast í kringum hana. Fjöldi Lebowski-hátíða hefur verið haldinn víða um heim þar sem fólk hefur mætt í skemmti- legum bún- ingum, keppt í keilu, horft á myndina og drukkið Hvítan Rússa, uppáhalds- drykk aðal- söguhetj- unnar The Dude. Hér á landi hafa tvær Lebow- ski-hátíðir hafa verið haldnar í Keiluhöll- inni í Öskju- hlíð og á þá síðustu, sem var hald- in í mars, mættu fimmtíu manns. Annað kvöld verður haldin þriðja hátíðin, og sú önnur á þessu ári, á Bar Uno í Kópavogi. „Þetta er minni útgáfa núna og er haldin vegna fjölda áskorana,“ segir skipuleggjandinn Svavar Helgi Jakobsson. „Við vorum að spá í að hafa tvær stórar hátíðir á hverju ári en fannst það kannski fullmikið. Þessi er svona rétt til að svala þorstanum núna.“ Svo skemmtilega vill til að önnur hátíð í anda Big Lebowski verður haldin í kvöld. Þá munu laganemar í Háskóla Reykjavík- ur halda keilukvöld í Öskjuhlíð, þar sem afslappaður andi The Dude mun vafalítið svífa yfir vötnum. - fb Big Lebowski-helgi THE DUDE Áratugur er síðan Jeff Bridges lék The Dude, aðal persónu The Big Lebowski, á eftirminnilegan hátt. AÐDÁENDUR Svavar Helgi Jakobsson (til vinstri) og Ólafur Sverrir Jakobsson, skipuleggjendur hátíðarinnar í Kópavogi, bregða sér í hlutverk lata friðarsinnans The Dude. Í tilefni af eins árs afmæli plötufyrirtækisins Kimi Records ætlar það að gefa áhugasömum lagið Paul Is Dead af plötunni Montana með hljómsveitinni Retro Stefson sem kemur út hjá fyrirtækinu í næsta mánuði. Hægt er að nálgast lagið á síðunni kimirec- ords.net fram yfir helgi. Kimi Records, sem er með bækistöðvar sínar á Akureyri, hefur gefið út fimm plötur hér á landi síðan það var stofnað og á næstu mánuðum er von á tveimur í viðbót. Dreifingar- armur fyrirtækisins hefur stækkað með hverjum deginum og næst á dagskrá er platan Lettuce and Tomato með Hungry and the Burger, sem verður gefin út í takmörkuðu upplagi. Það er þó hægt að kaupa skífuna á síðunni kimi. grapewire.net á rafrænu formi í endalausu upplagi. Frítt lag á árs- afmæli Kimi KIMI RECORDS Plötufyrirtækið Kimi Records var stofnað fyrir einu ári.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.