Fréttablaðið - 17.09.2008, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 17.09.2008, Blaðsíða 22
„Nornir aðhyllast wikka sem er heiðin náttúrutrú. Mig langaði að kynnast þessum hlutum og fór ásamt vinkonum og dóttur á sam- komu á Þingvöllum.“ Það er Rakel Dögg Óskarsdóttir, nemi sem starf- ar auk þess við höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð, sem segir frá. „Við vinkonurnar mættum í sjoppuna og þaðan var haldið í fal- legan lund þar sem sest var í hring og norn útskýrði fræðin. Ég hef alltaf haft áhuga á öllu dulrænu og þetta var góð stund þarna í náttúr- unni. Nornirnar hafa einn guð og eina gyðju og halda í heiðri gamlar alþýðuhefðir eins og að tigna ork- una sem fylgir fullu tungli, sólstöð- um og jafndægrum sem allt minnir okkur á hina eilífu hringrás.“ Rakel segir börnin hafa þegið andlitsmálun og horft leikþátt um sólina og mánann svo dóttir henn- ar hafi verið ánægð. „Eftir grill var dansað og kyrjað við brennu en þá var ég farin heim með þá stuttu,“ lýsir hún. „Fólk setti jurtir og fleira á altarið. Svo var dansað- ur spíraldans, jurtirnar settar á bálið og kyrjað. Þá var verið að sýna náttúrunni virðingu og lotn- ingu.“ Allt sem fram fór þótti Rakel harla athyglisvert. „Það er mis- jafnt hvernig fólk lítur á nornatil- veruna,“ segir hún. „Sumir telja hana trúarbrögð og aðrir lífsstíl en ég held mig við mína kristnu trú.“ gun@frettabladid.is Góð stund í náttúrunni Samkvæmt ævintýrum og sögum eru nornir ólíkindatól sem hafa örlög manna í hendi sér. Rakel Dögg Óskarsdóttir nemi sá auglýsta nornaferð fyrir fjölskyldur á Þingvöll og forvitnin dró hana af stað. Nornin var skartbúin og stendur hér við nokkurs konar altari þar sem fólk setti ýmsar jurtir þegar á leið samkomuna. Sú stutta undi sér vel. „Ég held mig við mína kristnu trú,“ segir Rakel Dögg. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI FERÐAMÁLASTOFA heldur úti heimasíðunni www.icetourist.is, sem er upp- lýsingabrunnur um ferðalög um Ísland. Þar er að finna upplýsingar sem geta nýst Íslendingum við að skipuleggja ferðir um landið. Meðal ann- ars er fræðsla um áhugaverð svæði, náttúrufar, gönguleiðir og fleira. Alþjóðleg fræðsla og samskipti Er skiptinemadvöl eitthva› fyrir flig? Fjölmörg lönd í bo›i. Ársdvöl, hálfsársdvöl, 3 mána›a dvöl og 4-6 vikna dvöl. Haf›u samband! Hvalaskoðun Reykjavík www.elding.is sími: 555 3565 Öðruvísi og skemmtileg upplifun! Mánudaga og mmtudaga

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.