Fréttablaðið - 18.09.2008, Page 54

Fréttablaðið - 18.09.2008, Page 54
34 18. september 2008 FIMMTUDAGUR Leiklistarfólk sem á ættir sínar að rekja til Grinda- víkur vill koma þar í gang reglulegu leiklistarstarfi. Nýverið hófust æfingar á 21 manns saknað sem Grindvíska atvinnuleikhús- ið frumsýnir í lok október. Það eru Bergur Þór Ingólfsson, Víðir Guðmundsson og Guðmund- ur Brynjólfsson sem stofnuðu leik- félagið og semja verkið sem bygg- ir á ævi séra Odds V. Gíslasonar. 21 manns saknað verður sýnt í nýuppgerðu Flagghúsi í Grinda- vík. Um sögupersónu verksins sem er einleikur segja aðstandendur: Á seinni hluta 19. aldar var prestur í Staðarsókn í Grindavík sem ekki gat sætt sig við að Íslendingar stæðu utan við þá iðnbyltingu sem hafði átt sér stað í Evrópu, Oddur V. Gíslason. Hann gat heldur ekki sætt sig við það að á einni vetrar- vertíð yrðu tuttugu skipsskaðar og níutíu sjómenn týndust í hafi. Hann hafði samanburðinn vegna tíðra ferðalaga sinna til útlanda og ævi sína helgaði hann baráttunni við náttúruna, fátækt og Bakkus. Hann ferðaðist um landið endi- langt til að predika um nauðsyn þess að hafa um borð í bátum allan þekktan björgunar- og slysavarna- búnað. Jafnvel henti hann háset- um útbyrðis til að sýna þeim hversu nauðsynlegt það væri að læra að synda. Honum var lýst sem „mesta braskmenni sinnar samtíðar“ vegna fjölda verkefna sem hann hratt af stað: lýsis- bræðslu í Höfnum, brenni- steinsnámum í Krísuvík, kolanám- um við Hreðavatn: Hann tók saman fyrstu kennslubók í ensku fyrir landa sína. Aldrei hélst honum á peningum. Hann stóð að frægasta brúðarráni síðustu alda á Íslandi. Hann lagði grunninn að slysavörnum á Íslandi − dó síðan í sárri fátækt í landnemabyggðum Kanada. Í stefnuskrá hins nýja leikhúss segir: „Meginmarkmið félagsins er að taka þátt í þjóðfélagsumræð- um, … Til þess að ná markmiðum sínum hyggjast félagsmenn nú stofna FYRSTA ATVINNULEIK- HÚSIÐ Í GRINDAVÍK og skal það bera sama nafn og félagið. … GRAL skal setja upp leiksýningar í Grindavík sem standast þær bestu gæðakröfur sem gerðar eru til atvinnuleikhúss í landinu.“ Bergur Þór segir þá félaga hafa unnið lítinn þátt um Odd árið 2000 fyrir hvatningu og ábendingu Jónu Kristínar Þorvaldsdóttur, núver- andi bæjarstjóra. GRAL hafi síðan byrjað sem djók, en nú sé komin alvara í málið. Sýnt verði í Flagg- húsinu sem er uppgert pakkhús í Járngerðarstaðahvefinu. Þar kom- ist fyrir 30-40 gestir. Festi í Grinda- vík verði brátt rifin og sé því ekki framtíðarhúsnæði fyrir leiksýn- ingar. Líklega verði næst ráðist í barnaleikrit fyrir Grindvíkinga og nágranna. Þeir hafi þá augastað á gamla Kvenfélagshúsinu sem er fornt menningarsetur þar í bæ. „Þótt leikhús sé ekki steinsteypa stefnir GRAL að því að vera komið með fast húsnæði fyrir haustið 2012“, segir í stefnuskránni. Eitt hús er uppistandandi af verslunarhúsum Einars kaup- manns í Garðhúsum. Flagghúsið var áður íbúðarhús, byggt 1890 og síðar pakkhús við Einarsbúð. Það er upphaf skipulagðrar byggðar í Grindavík, enda öll húsnúmer frá því talin. Flagghúsið hefur verið íbúðarhús, verbúð, samkomustað- ur, beituskúr, pakkhús, salthús, veiðarfærageymsla og netaloft. Auk þess er þarna leiksvið kvik- myndarinnar Sölku Völku. pbb@frettabladid.is Hvalreki í Grindavík Á nýliðinni Art Fart, hátíð ungra leikhúslistamanna, var sýningin Ikea-ferðir í boði þeim fáu sem af henni vissu. Hún er nú sýnd á Eyjaslóð í hráu og óhentugu sýn- ingarhúsnæði og er hægt að nálg- ast miða á www.16lovers.blogspot. com. Það er leikflokkurinn 16 elsk- endur sem stendur fyrir sýning- unni. Sýningin er spaugilegur samsetningur þar sem rúsínan er stuttur leikþáttur um hina sígildu sögu af stofnanda og eiganda IKEA; þar er líka tvískiptur fyrir- lestur um tónlistarhúsið í Reykja- vík og áhorfendahópunum er deilt upp í smærri grúppur sem leiddar eru í lítil ferðalög á fjarlæga og nálæga staði. Hér er mikið leikið með aðföng úr ferðaiðnaði, klisjur úr kynning- um og fyrirtækjabæklingum. Allt er framreitt af titrandi tauga- veiklun þar sem hluti spaugsins er margvísleg mistök og glundroði. Amatörismi í flutningi er svo kær- komið hulstur þeim sem hefur ekki fyllileg tök á bærilegum og þjálfuðum flutningi. Örfáir gestir úr leikhúsbransanum voru á sýn- ingunni sem elskendurnir sextán voru svo næs að bjóða þessum gagnrýnanda á. Það liggur í hlutarins eðli að sýningum sem þessum er ekki ætlað að ná til margra áhorfenda. Þótt Reykjavíkurborg, Minningar- sjóður Margrétar Björgúlfsdóttur og Evrópa unga fólksins hafi styrkt þessa smíð sem hefur verið unnin síðan í júlí er hér allt með miklum frumstæðingsbrag – og vafalítið státa menn af því. Svo margt í listsköpun nú á tímum jaðrar við opinbera flekkun að það kemur ekki á óvart. Vænta má að þeir kraftar sem þarna sýndu sig fái bragðmeiri tækifæri í næstu för. Verst þau skyldu ekki hafa haft skopskyn til að bjóða upp á leikinn þar sem hann á heima – í IKEA. Páll Baldvin Baldvinsson Ferð í boði IKEA LEIKLIST Ikea-ferðir – styttu þér leið Höfundar og flytjendur: Aðalbjörg Árnadóttir, Davíð Freyr Þórunnarson, Eva Rún Snorradóttir, Friðgeir Einars- son, Karl Ágúst Þorbergsson, Ylfa Ösp Áskelsdóttir og Lovísa Elísabet Sigrúnardóttir. ★ Illa unnin en ágæt hugmynd. LEIKLIST Margir fræknir Suðurnesjamenn hafa farið á svið. Nú hefur Bergur Þór Ing- ólfsson ásamt fleirum stofnað atvinnuhóp með aðsetur í Grindavík. Nánari upplýsingar og skráning: sími 525 4444 endurmenntun.is EININGANÁMSKEIÐ SAMHLIÐA STARFI Menning og arfur (einnig í fjarnámi) Hefst 25. sept. Hagfræði (einnig i fjarnámi) Hefst 29. sept. Sölu- og markaðsmál (einnig i fjarnámi) Hefst 3. okt. Forysta og stjórnun (einnig i fjarnámi) Hefst 7.okt. Markaðssamskipti I Hefst 10. okt. Vinnuréttur (einnig i fjarnámi) Hefst 22. okt. Viðskipta- og tengslaauðurinn og þjónustuveitingin Hefst 25. okt. Mat á árangri (einnig i fjarnámi) Hefst 28. okt. Reikningshald og skattskil (einnig i fjarnámi) Hefst 8. nóv. Lögfræði (einnig i fjarnámi) Hefst 12. nóv. Hagnýt námskeið sem eru kjörin fyrir þá sem vilja auka menntun sína samhliða starfi og safna einingum í grunnnám á háskólastigi.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.