Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.09.2008, Qupperneq 54

Fréttablaðið - 18.09.2008, Qupperneq 54
34 18. september 2008 FIMMTUDAGUR Leiklistarfólk sem á ættir sínar að rekja til Grinda- víkur vill koma þar í gang reglulegu leiklistarstarfi. Nýverið hófust æfingar á 21 manns saknað sem Grindvíska atvinnuleikhús- ið frumsýnir í lok október. Það eru Bergur Þór Ingólfsson, Víðir Guðmundsson og Guðmund- ur Brynjólfsson sem stofnuðu leik- félagið og semja verkið sem bygg- ir á ævi séra Odds V. Gíslasonar. 21 manns saknað verður sýnt í nýuppgerðu Flagghúsi í Grinda- vík. Um sögupersónu verksins sem er einleikur segja aðstandendur: Á seinni hluta 19. aldar var prestur í Staðarsókn í Grindavík sem ekki gat sætt sig við að Íslendingar stæðu utan við þá iðnbyltingu sem hafði átt sér stað í Evrópu, Oddur V. Gíslason. Hann gat heldur ekki sætt sig við það að á einni vetrar- vertíð yrðu tuttugu skipsskaðar og níutíu sjómenn týndust í hafi. Hann hafði samanburðinn vegna tíðra ferðalaga sinna til útlanda og ævi sína helgaði hann baráttunni við náttúruna, fátækt og Bakkus. Hann ferðaðist um landið endi- langt til að predika um nauðsyn þess að hafa um borð í bátum allan þekktan björgunar- og slysavarna- búnað. Jafnvel henti hann háset- um útbyrðis til að sýna þeim hversu nauðsynlegt það væri að læra að synda. Honum var lýst sem „mesta braskmenni sinnar samtíðar“ vegna fjölda verkefna sem hann hratt af stað: lýsis- bræðslu í Höfnum, brenni- steinsnámum í Krísuvík, kolanám- um við Hreðavatn: Hann tók saman fyrstu kennslubók í ensku fyrir landa sína. Aldrei hélst honum á peningum. Hann stóð að frægasta brúðarráni síðustu alda á Íslandi. Hann lagði grunninn að slysavörnum á Íslandi − dó síðan í sárri fátækt í landnemabyggðum Kanada. Í stefnuskrá hins nýja leikhúss segir: „Meginmarkmið félagsins er að taka þátt í þjóðfélagsumræð- um, … Til þess að ná markmiðum sínum hyggjast félagsmenn nú stofna FYRSTA ATVINNULEIK- HÚSIÐ Í GRINDAVÍK og skal það bera sama nafn og félagið. … GRAL skal setja upp leiksýningar í Grindavík sem standast þær bestu gæðakröfur sem gerðar eru til atvinnuleikhúss í landinu.“ Bergur Þór segir þá félaga hafa unnið lítinn þátt um Odd árið 2000 fyrir hvatningu og ábendingu Jónu Kristínar Þorvaldsdóttur, núver- andi bæjarstjóra. GRAL hafi síðan byrjað sem djók, en nú sé komin alvara í málið. Sýnt verði í Flagg- húsinu sem er uppgert pakkhús í Járngerðarstaðahvefinu. Þar kom- ist fyrir 30-40 gestir. Festi í Grinda- vík verði brátt rifin og sé því ekki framtíðarhúsnæði fyrir leiksýn- ingar. Líklega verði næst ráðist í barnaleikrit fyrir Grindvíkinga og nágranna. Þeir hafi þá augastað á gamla Kvenfélagshúsinu sem er fornt menningarsetur þar í bæ. „Þótt leikhús sé ekki steinsteypa stefnir GRAL að því að vera komið með fast húsnæði fyrir haustið 2012“, segir í stefnuskránni. Eitt hús er uppistandandi af verslunarhúsum Einars kaup- manns í Garðhúsum. Flagghúsið var áður íbúðarhús, byggt 1890 og síðar pakkhús við Einarsbúð. Það er upphaf skipulagðrar byggðar í Grindavík, enda öll húsnúmer frá því talin. Flagghúsið hefur verið íbúðarhús, verbúð, samkomustað- ur, beituskúr, pakkhús, salthús, veiðarfærageymsla og netaloft. Auk þess er þarna leiksvið kvik- myndarinnar Sölku Völku. pbb@frettabladid.is Hvalreki í Grindavík Á nýliðinni Art Fart, hátíð ungra leikhúslistamanna, var sýningin Ikea-ferðir í boði þeim fáu sem af henni vissu. Hún er nú sýnd á Eyjaslóð í hráu og óhentugu sýn- ingarhúsnæði og er hægt að nálg- ast miða á www.16lovers.blogspot. com. Það er leikflokkurinn 16 elsk- endur sem stendur fyrir sýning- unni. Sýningin er spaugilegur samsetningur þar sem rúsínan er stuttur leikþáttur um hina sígildu sögu af stofnanda og eiganda IKEA; þar er líka tvískiptur fyrir- lestur um tónlistarhúsið í Reykja- vík og áhorfendahópunum er deilt upp í smærri grúppur sem leiddar eru í lítil ferðalög á fjarlæga og nálæga staði. Hér er mikið leikið með aðföng úr ferðaiðnaði, klisjur úr kynning- um og fyrirtækjabæklingum. Allt er framreitt af titrandi tauga- veiklun þar sem hluti spaugsins er margvísleg mistök og glundroði. Amatörismi í flutningi er svo kær- komið hulstur þeim sem hefur ekki fyllileg tök á bærilegum og þjálfuðum flutningi. Örfáir gestir úr leikhúsbransanum voru á sýn- ingunni sem elskendurnir sextán voru svo næs að bjóða þessum gagnrýnanda á. Það liggur í hlutarins eðli að sýningum sem þessum er ekki ætlað að ná til margra áhorfenda. Þótt Reykjavíkurborg, Minningar- sjóður Margrétar Björgúlfsdóttur og Evrópa unga fólksins hafi styrkt þessa smíð sem hefur verið unnin síðan í júlí er hér allt með miklum frumstæðingsbrag – og vafalítið státa menn af því. Svo margt í listsköpun nú á tímum jaðrar við opinbera flekkun að það kemur ekki á óvart. Vænta má að þeir kraftar sem þarna sýndu sig fái bragðmeiri tækifæri í næstu för. Verst þau skyldu ekki hafa haft skopskyn til að bjóða upp á leikinn þar sem hann á heima – í IKEA. Páll Baldvin Baldvinsson Ferð í boði IKEA LEIKLIST Ikea-ferðir – styttu þér leið Höfundar og flytjendur: Aðalbjörg Árnadóttir, Davíð Freyr Þórunnarson, Eva Rún Snorradóttir, Friðgeir Einars- son, Karl Ágúst Þorbergsson, Ylfa Ösp Áskelsdóttir og Lovísa Elísabet Sigrúnardóttir. ★ Illa unnin en ágæt hugmynd. LEIKLIST Margir fræknir Suðurnesjamenn hafa farið á svið. Nú hefur Bergur Þór Ing- ólfsson ásamt fleirum stofnað atvinnuhóp með aðsetur í Grindavík. Nánari upplýsingar og skráning: sími 525 4444 endurmenntun.is EININGANÁMSKEIÐ SAMHLIÐA STARFI Menning og arfur (einnig í fjarnámi) Hefst 25. sept. Hagfræði (einnig i fjarnámi) Hefst 29. sept. Sölu- og markaðsmál (einnig i fjarnámi) Hefst 3. okt. Forysta og stjórnun (einnig i fjarnámi) Hefst 7.okt. Markaðssamskipti I Hefst 10. okt. Vinnuréttur (einnig i fjarnámi) Hefst 22. okt. Viðskipta- og tengslaauðurinn og þjónustuveitingin Hefst 25. okt. Mat á árangri (einnig i fjarnámi) Hefst 28. okt. Reikningshald og skattskil (einnig i fjarnámi) Hefst 8. nóv. Lögfræði (einnig i fjarnámi) Hefst 12. nóv. Hagnýt námskeið sem eru kjörin fyrir þá sem vilja auka menntun sína samhliða starfi og safna einingum í grunnnám á háskólastigi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.