Fréttablaðið - 18.09.2008, Side 58

Fréttablaðið - 18.09.2008, Side 58
38 18. september 2008 FIMMTUDAGUR maturogvin@frettabladid.is > SPARISALAT Gerðu salatið sparilegra með því að bæta út í það melónubitum og jafnvel dálitlum osti. Litríkt, girni- legt og gott. Þeir sem vilja vera duglegri að borða baunir geta byrjað á kjúklinga- baunum. Þeim má bæta út í súpur, salöt og hvers kyns rétti, en með smá kryddi henta þær alveg jafn vel sem meðlæti með öðrum réttum. Hér eru þær kryddaðar með kúmeni, túrmeriki og cayenne-pipar fyrir fram- andi og skemmtilegt bragð. 1 msk. olía 1 dós kjúklingabaunir 1 tsk. malað kúmen ½ tsk. túrmerik ¼ tsk. cayenne-pipar ¼ tsk. salt Hellið vökvanum af baununum, skolið þær og þurrkið. Hitið olíu á pönnu yfir miðlungshita, steikið baunirnar í um 1 mínútu og hrærið í. Bætið kryddum út í og eldið þar til baunirnar hafa sogað í sig vökvann, um 2 mínútur. Berið fram volgar eða kælið. Kryddaðar baunir Brieostur finnst mörgum ljúffeng- ur. Það er skemmtileg tilbreyting að hita hann í ofni og bera þá fram með brauði og grilluðum tómötum eins og í þessari uppskrift. 1 askja kirsuberjatómatar 2 msk. ólífuolía salt og pipar 3 msk. ósaltað, mjúkt smjör 6 stórar snittubrauðssneiðar 225 g brieostur, skorinn þunnt Hitið grillið í ofninum. Setjið tómat- ana á bökunarplötu, dreypið ólífu- olíu yfir þá og kryddið með salti og pipar. Grillið þar til þeir springa, takið út og setjið til hliðar. Smyrjið brauðið báðum megin, setjið nokkrar ostsneiðar á hverja sneið. Grillið þar til osturinn fer að krauma og er orðinn dálítið gullinn. Setjið tómata yfir hverja sneið og berið fram. Bakaður brieostur BRIE OG BRAUÐ Grillað brauð með brie- osti og tómötum er ljúffengur forréttur. NORDICPHOTOS/GETTY Kvöldskóli Kópavogs býður upp á nokkur matreiðslunámskeið á þessari önn, eins og undanfarin ár. Þar á meðal er námskeið að nafni Gómsætir, hollir suðrænir réttir frá Miðjarðarhafslöndunum, sem Petrína Rós Karlsdóttir kennir. „Ég hef verið að kenna í svona hátt í tíu ár, fikra mig áfram og reyni að skipta reglulega um mat- seðla,“ útskýrir Petrína, sem kennir nemendum sínum að gera marga þekktustu réttina frá svæðinu. „Ég er yfirleitt með Quiche Lorraine-böku, sem er sívinsæl, og sítrónutertu sem er líka mjög vinsæl. Svo er ég með alls kyns salöt, ýmiss konar pestó og fiskrétti og reyni að nota hrá- efni sem hentar íslenskum aðstæðum,“ bætir Petrína við. Hún bjó lengi í Suður-Frakk- landi, en einskorðar réttina þó ekki við það landsvæði, eins og nafn námskeiðsins gefur til kynna. „Við förum um Frakkland, Ítalíu, Spán og jafnvel Norður-Afríku,“ útskýrir Petrína, sem segir Mið- jarðarhafsmat í eðli sínu mjög heilsusamlegan. „Aðalatriðið er náttúrlega samsetning góðs hrá- efnis og hvað maður á að gera við það til að ná sem bestum matar- réttum út úr því,“ segir hún. Nánari upplýsingar um þetta námskeið og önnur má nálgast á síðunni kvoldskoli.kopavogur.is. Námskeið í Miðjarðarhafsmat LÉTT OG LEIKANDI Petrína Rós Karls- dóttir kennir nemendum að elda holla, suðræna rétti frá Miðjarðarhafslöndun- um. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Eyjólfur Kristjánsson tón- listarmaður, sem nýlega gaf út plötuna Sýnir með lögum Bergþóru Árnadóttur, eldar stundum nammifisk með fjölskyldu sinni. Rétturinn er í miklu uppáhaldi hjá dóttur hans, sem fann ein- mitt upp á nafninu. Uppskriftin að nammifiskinum er komin frá konu Eyjólfs, Söndru Lárusdóttur, en nafnið frá dóttur- inni Guðnýju. „Það er alltaf erfitt að fá ung börn til að borða mikinn fisk en þegar Sandra gerði þenn- an rétt í fyrsta sinn fannst dóttur minni þetta svo rosalega gott að hún kallaði þetta nammifiskinn, enda er þetta hið mesta sælgæti,“ segir Eyjólfur. Hann segir að hægt sé að nota bæði kjúkling og fisk í uppskriftinni. „Ég læt fisk- inn fylgja með núna því maður er fylgjandi því að fólk fari nú að draga úr offituvandanum og fari að borða svolítið hollt, þó að kjúklingur sé reyndar ágætur líka.“ Aleigan í mat og vín Eyjólfur viður- kennir að vera mikill matgæð- ingur því hann hafi rosalega gaman af því að borða hinn ýmsa mat. „Ég er ekki mat- vandur og ég er alltaf til í að smakka eitt- hvað nýtt. Ég ferðast mikið í mínu starfi sem tónlistarmaður og maður hefur reynt að fara á hina ýmsu staði og prófa ýmislegt. Ég veit að kunningjar mínir og vinir gera oft grín að mér fyrir það að ég sé mikill gourmet-kall bæði á mat og vín,“ segir hann en lætur það ekki á sig fá. „Ég er örugg- lega búinn að eyða aleigunni minni í að borða góðan mat og drekka góð vín og ég verð bara að súpa seyðið af því,“ segir Eyfi og hlær. Aðferð: Fiskurinn er skor- inn í hæfilega stóra bita og raðað í eld- fast mót, því næst er fiskurinn krydd- aður hæfilega með Provencale. Lauk- urinn, paprikan og sveppirnir skornir niður og steiktir á pönnu upp úr ólífu- olíunni. Síðan er rjómanum hellt út á og kraftinum bætt út í. Þetta er svo soðið niður og hellt yfir fisk- inn. Rifnum osti er svo stráð yfir og þetta er svo sett inn í ofn og bakað í um 25 mínútur við 200° C. Gott er að bera fram með þessu ferskt salat, hvítlauksbrauð eða ostabrauð. Mælt er sérstaklega með því að hvítvín sé drukkið með þessu, einna helst Pinot Grigio. freyr@frettabladid.is Nammifiskur í uppáhaldi Hvaða matar gætirðu síst verið án? Um þessar mundir eru það mandarínur. Besta máltíð sem þú hefur fengið? Jólamaturinn hjá mömmu og rjúpurnar hjá tengdó. Það er jafn best. Er einhver matur sem þér finnst vondur? Ég er ekki matvönd en súrmatur er ekki minn tebolli. Leyndarmál úr eldhússkápnum: Settu engifer og chili út í sojasósu og hvaða kjöt sem er verður frábært. Hvað borðarðu til að láta þér líða betur? Mér líður yfirleitt verr eftir að hafa borðað það sem ég held að láti mér líða betur. Hvað áttu alltaf til í ísskápnum? Parmesanost, lýsi og endalaust magn af sultum. Ef þú yrðir föst á eyðieyju, hvað tækirðu með þér? Þar yrði örugglega nóg af mat svo ég myndi taka með mér salt og pipar og kannski sojasósu. Hvað er það skrítnasta sem þú hefur borðað? Ég hef nú ekki borðað mikið af skrítnum mat, en mér fannst hreindýrasúpan sem ég fékk í pappamáli í Lapp- landi ekki góð. BAUNIR FYRIR ALLA Kryddaðar kjúklingabaunir eru ágætis meðlæti með mat. NORDICPHOTOS/GETTY EYJÓLFUR KRISTJÁNSSON Tónlistarmaðurinn Eyjólfur Kristjánsson er afskaplega hrifinn af nammifiskinum sem kona hans, Sandra Lárusdóttur, á heiðurinn að. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON MATGÆÐINGURINN ALEXÍA BJÖRG JÓHANNESDÓTTIR LEIKKONA Hreindýrasúpa í Lapplandi heillaði ekki NAMMIFISKUR SÖNDRU Fyrir 5 til 6 manns 850 g roðflett og beinhreinsuð ýsa 1 askja sveppir 1 laukur 1 gul paprika ¼ lítri rjómi Rifinn ostur Extra virgin ólífuolía Knorr Provencale-krydd 1 teningur oksekraft frá Knorr

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.