Fréttablaðið - 19.09.2008, Blaðsíða 4
4 19. september 2008 FÖSTUDAGUR
STJÓRNMÁL Guðlaugur Þór Þórðar-
son heilbrigðisráðherra fullyrðir
að lyf muni lækka myndarlega í
verði eftir 1. október þegar ný
lyfjalög taka gildi.
Með lögunum verður póst-
verslun með lyf heimiluð og sala
nikótín- og flúorlyfja utan lyfja-
búða leyfð. Þá á að gilda sama
verð á lyfseðilsskyldum lyfjum
um allt land.
Guðlaugur sagði á fundi í gær
margt hafa áunnist í lyfjaverðs-
málum að undanförnu. Nefndi
hann lyfjalögin og áhrif þeirra í
því sambandi. Sagði hann að þegar
fyrir lá í vor að frumvarp hans
yrði samþykkt hafi Actavis lækk-
að verð um allt að 120 milljónir
króna og fleiri framleiðendur
fylgt í kjölfarið. „Síðan mun reyna
á 1. október þegar lögin taka gildi
hvort þetta mun hafa meiri áhrif.
Ég fullyrði að við munum ekki sjá
minni lækkanir á verði á lyfjum
nú í haust,“ sagði Guðlaugur, sem
hélt þó til haga að gengisþróunin
léki okkur grátt um þessar mundir.
Hún kynni að hafa áhrif á verð-
lagið.
Guðlaugur sagði lyfjaverð
lækka vegna opnunar markaðar-
ins, aukins gegnsæis og aukinnar
samkeppni. Hefði stefnu fylgis-
manna andstæðra sjónarmiða
verið fylgt þyrftu þeir sem nota
lyf að borga miklu hærra verð.
Á fundinum fjallaði Guðlaugur
einnig um fyrirkomulag lyfjamála
á Evrópska efnahagssvæðinu og
sagði það skelfilega óvilhallt
Íslendingum. Svæðið væri ekki
eitt markaðssvæði þegar kæmi að
lyfjum öfugt við það sem gildi um
aðrar vörur. Því þyrftu lyfjafram-
leiðendur að sækja um markaðs-
aðgang í hverju landi fyrir sig
með tilheyrandi vinnu og kostn-
aði. Þeir sæju sér ekki hag í að
ráðast í slíkt fyrir hinn fámenna
íslenska markað.
Guðlaugur sagðist hafa beitt sér
fyrir úrbótum og þegar sæist
árangur. Verið væri að stíga fyrstu
skrefin í átt að sameiginlegum
norrænum lyfjamarkaði – sam-
starf við Svía væri í höfn. Snýst
það um að ef fyrirtæki fær aðgang
að sænskum markaði geti það með
lítilli fyrirhöfn sótt um aðgang að
þeim íslenska. Sagði Guðlaugur að
eftir að hann hefði, fyrir tæpu ári,
gert embættismönnum Evrópu-
sambandsins grein fyrir að fyrir-
komulag lyfjamála væri óviðun-
andi hefði hafist vinna við að
breyta regluverkinu. Frekari tils-
lakana með tilheyrandi ávinningi
væri því að vænta.
bjorn@frettabladid.is
Lyfjaverð lækkar með
nýjum lögum í haust
Heilbrigðisráðherra segir lyfjaverð hafa lækkað um meira en 120 milljónir þegar
frumvarp um ný lyfjalög var til meðferðar í vor. Lögin taka gildi um næstu mán-
aðamót og fullyrðir hann að með því verði önnur og ekki minni verðlækkun.
LYFJAVERÐ MUN LÆKKA Guðlaugur fjallaði um heilbrigðismál á breiðum grunni á
fundi með sjálfstæðismönnum í Valhöll í gær. Vék hann sérstaklega að lyfjamálum
og sagði verðlækkun fyrirsjáanlega. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
– með þér alla leið
VIÐ TÖKUM VEL Á MÓTI ÞÉR
V
ö
ru
m
er
ki
S
h
el
l e
ru
n
o
tu
ð
m
eð
le
yf
i S
h
el
l B
ra
n
d
s
In
te
rn
at
io
n
al
A
G
VEÐURSPÁ
Kaupmannahöfn
Billund
Ósló
Stokkhólmur
Gautaborg
London
París
Frankfurt
Friedrichshafen
Berlín
Alicante
Mallorca
Basel
Eindhoven
Las Palmas
New York
Orlando
San Francisco
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
16°
16°
10°
12°
17°
19°
19°
18°
20°
16°
31°
28°
21°
17°
26°
19°
30°
16°
8
Á MORGUN
5-13 m/s, hvassast með
ströndum landsins.
SUNNUDAGUR
8-13 m/s.
10
10
12
12
13
12
13
12
12
11
15
13
10
10
7
13
8
12
8
14
15
8
13
1210
10
10
8
7
9
8
HELGIN
Bestu veðurhorf-
urnar um helgina
verða á landinu
austanverðu. Þar
verður þurrt megnið
af helginni þó
það kunni reyndar
að vera nokkuð
brothætt um tíma
á morgun. Annars
staðar má búast
við rigningu eða
skúrum. Það verður
dálítill blástur um
helgina og hann er
heldur að kólna.
Sigurður Þ.
Ragnarsson
Veður-
fræðingur
LÖGREGLUMÁL Maður á þrítugsaldri
var handtekinn á Akureyri á
þriðjudagskvöld með stera og
kannabis í fórum sínum.
Samkvæmt upplýsingum frá
lögreglunni á Akureyri var
maðurinn með um 200 steratöflur
og um 200 sterahylki auk lítil ræðis
af kannabisefnum þegar hann var
handtekinn. Maðurinn, sem
ítrekað hefur komið við sögu
lögreglu áður, neitaði að segja
hvaðan hann fékk efnin. Kvað
hann þau vera til eigin neyslu og
mun magnið styðja þá frásögn að
mati lögreglu. Manninum var
síðan sleppt eftir yfirheyrslu og
telst málið upplýst. - gar
Góðkunningi á Akureyri:
Tekinn með
hass og stera
Á AKUREYRI Maður játaði fyrir lögreglu
að eiga stera.
EFNAHAGSMÁL Íslenska ríkið á
eftir að standa af sér samdrátt í
hvaða atvinnuvegi sem er. Þetta
segir alþjóðlega matsfyrirtækið
Moodys í rökstuðningi fyrir
óbreyttri lánshæfiseinkunn
íslenska ríkisins. Samdráttur í
hinum stóra fjármálageira er
meðal þess sem ríkið ætti að
standast, samkvæmt Moodys. Þó
er stærð og alþjóðavæðing
fjármálakerfisins talin vera
neikvæð stærð í rökstuðningnum.
Lánshæfiseinkunn ríkisins er
nú Aa1 fyrir langtímaskuldir og
P-1 fyrir skammtímaskuldir. - ikh
Lánshæfismat ríkisins óbreytt:
Á að standast
samdrátt banka
STJÓRNMÁL Einar Már Sigurðar-
son, fulltrúi Samfylkingar í
forsætisnefnd, telur fráleitt að
ekki liggi fyrir
hver launuð
störf þing-
manna séu.
Í drögum að
reglum um
skráningu á
fjárhagslegum
hagsmuna-
tengslum
þingmanna er
ekki gert ráð
fyrir að þingmenn greini frá
störfunum.
Einar Már segist jafnframt
fylgjandi því að þingmenn skrái
skuldir sínar, líkt og eignir.
Forsætisnefnd sendi drögin til
flokka fyrir rúmum átján
mánuðum og ítrekaði þau nýlega.
Einungis VG hefur svarað. - kóþ
Hagsmunatengsl þingmanna:
Fráleitt að skrá
ekki störfin öll
EINAR MÁR
SIGURÐARSON
IÐNAÐUR Skipulags- og byggingar-
ráð Hafnarfjarðar telur að umfang
fyrirhugaðra framkvæmda á lóð
álvers í Straumsvík rúmist innan
deiliskipulags og gerir ekki
athugasemdir við þær.
Breytingarnar felast helst í því
að rafstraumur verður aukinn á
kerskálum og framleiðslan um
leið, að sögn Lúðvíks Geirssonar,
bæjarstjóra í Hafnarfirði. Fram-
leiðslan eykst um 40.000 tonn, og
verður 220.000 á ári.
„Spennistöðin verður stækkuð,
en skálarnir ekki. Fyrirtækið
endur nýjar þurrhreinsibúnaðinn
og skilar þannig betri mengunar-
vörnum,“ segir Lúðvík. Að auki
hækki einn strompurinn. Lúðvík
treysti sér ekki til að svara því
hvort þetta þýddi að minni
mengun kæmi frá álverinu eftir
breytingarnar en nú er.
Breytingarnar hafi lengi komið
til greina, einnig þegar kosið var
um tvöföldun á svæði verksmiðj-
unnar í lok mars 2007.
Þá hótuðu talsmenn Alcans að
fyrirtækið hætti rekstri, fengi
það ekki umbeðna stækkun.
Spurður um þetta segir Lúðvík:
„Ég fagna því að menn eru að
treysta verksmiðjuna í sessi. Það
eru komnir nýir eigendur síðan í
atkvæðagreiðslunni og þeim
fylgja breyttar áherslur.“ - kóþ
Skipulags- og byggingarráð veitir Alcan jákvæða umsögn um aukna framleiðslu:
Meiri straumur í Straumsvík
EYKUR FRAMLEIÐSLU Aukningin verður
um 40.000 tonn og um leið verða
mengunarvarnir efldar. Alcan hótaði á
síðasta ári að hætta rekstri ef það fengi
ekki að tvöfalda verið. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI
DÓMSMÁL Tuttugu og fjögurra
ára gamall karlmaður var í gær
dæmdur í átta mánaða fangelsi
fyrir að reyna að ræna verslun á
Akureyri fyrr á árinu.
Ungi maðurinn réðst inn í búð-
ina, huldi andlit sitt með húfu og
ógnaði konu um fimmtugt, sem þar
var að störfum, með plaströri og
heimtaði að hún léti sig fá peninga.
Konan reif þá af honum húfuna og
bareflið og flúði hann þá út.
Maðurinn játaði brot sitt fyrir
dómi. Hann á að baki langan
sakarferil og var horft til þess við
ákvörðun refsingar en ekki þótti
hægt að skilorðsbinda hana.
Horft var til þess að maður-
inn hefði látið af neyslu fíkni-
efna og að hann væri einlægur í
að kúvenda lífi sínu til betri vegar
eftir margra ára fíkniefnaneyslu.
- kdk
Þjófur sem flúði dæmdur:
Réðst að konu
með plaströri
BANDARÍKIN Íslenska fyrirtækið
Icelandic Glacial tilkynnti í gær
að það ætlaði að gefa samtals
rúmlega sautján tonn af flösku-
vatni til fórnarlamba fellibylsins
Ike í nágrenni Galveston í Texas.
Í tilkynningu frá fyrirtækinu er
haft eftir Jóni Ólafssyni stjórnar-
formanni að fjöldi fólks hafi ekki
aðgang að hreinu drykkjarvatni
vegna óveðursins. Með því að
dreifa vatni til þeirra sem á þurfi
að halda geti fyrirtækið gert sitt
til að koma fórnarlömbunum til
hjálpar.
Alls verður tæplega 23 þúsund
750 millilítra flöskum dreift á
svæðinu. - bj
Fórnarlömb fellibylsins Ike:
Fá 17 tonn af
íslensku vatni
GENGIÐ 18.09.2008
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
177,2699
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
93,39 93,83
170,17 170,99
135,32 136,08
18,137 18,243
16,234 16,33
14,089 14,171
0,8934 0,8986
146,25 147,13
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR