Fréttablaðið - 19.09.2008, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 19.09.2008, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 FÖSTUDAGUR 19. september 2008 — 255. tölublað — 8. árgangur Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 Leikkonan Hanna María Karls dóttir ólst upp við fisk á borðum fimmsinnum í viku Hún s if rétti endar allt í einu fati “Hann M Saltfiskur fer vel í maga Hanna María Karlsdóttir leikkona, sem ólst upp við fisk á disk fimm daga vikunnar, lumar á góðri upp- skrift að ofnbökuðum saltfisk. Hún eldar réttinn oft enda uppáhaldsmaturinn hennar. Hanna María Karlsdóttir leikkona segir ofnbakaðan saltfisk herramannsmat. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR LEIKHÚSIN standa fyrir ýmsum fjölskylduvænum sýningum sem tilvalið væri að skella sér á um helgina. Þjóðleikhúsið sýnir fjölskylduverkin Einar Áskel og Skilaboðaskjóðuna og Borgarleik- húsið hefur tekið Gosa aftur til sýninga. Nánar á www.leikhusid. is og www.borgarleikhus.is. 6.490 kr. 4ra rétta tilboðtil 25. september · Léttreyktur lax með granateplum og wasabi sósu · · Humarsúpa, rjómalöguð með grilluðum humarhölum · · Lambahryggur með lambaskanka og rósmarínsósu ·· Banana- og súkkulaðifrauð með vanillusósu · Gjafabréf PerlunnarGóð tækifærisgjöf! Hægt er að panta 4ra rétta seðilinn með sérvöldu víni með hverjum rétti: 9.990 kr. Banfi kvöldverður26. september er á ný boðið upp á Banfi kvöldverð í Perlunni, þar sem andi Toscana héraðsins á Ítalíu svífur yfir vötnum. Í boði verður 4ra rétta seðill með eða án víns. Jazztríó Björns Thoroddsen spilar.Sjá nánar á perlan.is. Villibráðarhlaðborðið hefst 16. október. Aftur á dagskrá! VEÐRIÐ Í DAG HANNA MARÍA KARLSDÓTTIR Lumar á uppskrift að ljúffengum saltfiski • matur • helgin Í MIÐJU BLAÐSINS föstudagur SAMEINAKRA Dísa í World Class og Arnar Grant ræða um vinnuna, aldurinn og útlitið FYLGIRIT FRÉTTABLAÐSINS 19. september 2008 DÍSA OG ARNAR GRANT Sameinast í því að hjálpa fólki FÖSTUDAGUR FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG Nonni aftur í Japan Motokatsu Watanabe er einn þeirra sem kynna Nonna á ný fyrir japönsku þjóðinni. TÍMAMÓT 24 SAMGÖNGUMÁL Samkeppniseftirlitið hefur til rannsóknar hvort Íslands- póstur, sem er hlutafélag í eigu ríkisins, hafi brotið lög um fjár- hagslegan aðskilnað opinberra fyrirtækja vegna einkaleyfis- og samkeppnisrekstrar og hvort fyrirtækið hafi misnotað markaðs- ráðandi stöðu sína. Forstjóri Íslandspósts telur rannsóknina hluta af eðlilegu eftirliti. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir stofnunina fylgjast með aðstæð- um á póstmarkaði og þar starfi Íslandspóstur að hluta til í skjóli einkaréttar. Til að stuðla að eðli- legum starfsaðstæðum hafi sam- keppnisyfirvöld mælst fyrir um fjárhagslegan aðskilnað svo að einkaréttarstarfsemi skerði ekki samkeppni á öðrum mörkuðum. Fyrirtæki eins og Íslandspóstur geti verið í ráðandi stöðu og verði að gæta þess að misnota ekki þá aðstöðu. „Það sem Samkeppnis eftirlitið er að skoða hvað þetta varðar eru aðstæður á samkeppnis markaði með dreifingu fjölpósts þar sem þessi tvö atriði eru til skoðunar, eða hvernig lögbundinn fjárhags- legur aðskilnaður er framkvæmd- ur og hvort að öðru leyti er farið að samkeppnis lögum.“ Ingimundur Sigurpálsson, for- stjóri Íslandspósts, segir að frá eftirlitsstofnunum berist reglu- lega fyrirspurnir um rekstur fyrirtækisins. Hann segir að Íslandspósti hafi borist fyrirspurn frá Samkeppniseftirlitinu fyrir nokkru síðan og henni hafi verið svarað. Hann telur að um eðlilegt eftirlit sé að ræða á vegum sam- keppnisyfirvalda. Rannsóknin er gerð að frum- kvæði Samkeppniseftirlitsins en í því felst að stofnunin tekur mál til umfjöllunar án þess að um form- lega kvörtun sé að ræða. Spurður hvort fleiri atriði í rekstri Íslands- pósts séu til skoðunar segir Páll Gunnar að svo sé ekki. Hann segir að enginn lögbundinn tímarammi sé við rannsókn mála af þessu tagi og ekki sé hægt að áætla hvenær rannsókninni ljúki. Ef sannast að Íslandspóstur hafi brotið samkeppnislög getur Sam- keppniseftirlitið mælst til að úrbætur verði gerðar hjá fyrir- tækinu og ákvarðað stjórnvalds- sektir. - shá / sjá síðu 8 Samkeppniseftirlitið tekur Íslandspóst til rannsóknar Rannsókn stendur yfir af hálfu samkeppnisyfirvalda um hvort Íslandspóstur hafi brotið samkeppnislög við dreifingu fjölpósts og misnotað markaðsráðandi stöðu sína á póstmarkaði. Eðlilegt eftirlit, segir forstjóri. BJART EYSTRA Í dag verða suðvestan 8-15 m/s, hvassast með ströndum norðvestan til. Rigning eða skúrir en þurrt og bjart eystra. Hiti 10-15 stig. VEÐUR 4 10 12 13 1312 VIÐSKIPTI „Þetta er björgunar aðgerð í nafni almannaheilla og til að varð- veita stöðugleika fjármálakerfis- ins,“ segir Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra um samruna Lloyds og HBOS (Halifax) í Bret- landi í gær, en við hann varð til stærsti banki Bretlandseyja, með nær þriðjungs markaðshlutdeild. Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, hefur lýst því yfir að breska ríkisstjórnin muni beita sér fyrir því að yfirtökusamningnum verði hraðað í gegn án þess að til komi tímafrek athugun þarlendra samkeppnisyfirvalda. „Það er heimild fyrir þessu í breskum lögum og einnig í íslensk- um lögum, ef fjármálastofnun er á leið í þrot. Ef sambærilegar aðstæð- ur kæmu upp hér ábyrgðumst við slíkar aðgerðir með sama hætti,“ segir viðskiptaráðherra. Spurður um hvort athugun á sam- runa SPRON og Kaupþings hafi tekið of langan tíma, segir við- skiptaráðherra ólíku saman að jafna. „Þar er á ferðinni hefðbund- inn samruni en ekki neyðar- aðstoð.“ Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir að við athugun á samruna sé fyrir hendi svigrúm til að taka tillit til alvar- legra erfiðleika í rekstri einstakra fjármálafyrirtækja. „Það er að sjálfsögðu eitt af því sem litið er til við þær aðstæður sem nú eru.“ - bih / sjá síðu 18 Samkeppnislögum vikið til hliðar í risavöxnum bankasamrunum víða um heim: Heimild til að hraða samruna VISTAKSTUR Geir H. Haarde forsætisráðherra hleypti í gær af stað vistakstursátaki Landverndar með því að koma, sjá og sigra í vistaksturs- keppni í þar til gerðum aksturshermum á ráðstefnu um sjálfbærar samgöngur. Sigrún Pálsdóttir, verkefnisstjóri hjá Landvernd, og Magnús Kristinsson, stjórnarformaður Toyota, fylgjast hér með Geir undir stýri. Í ávarpi sínu sagði Ólafur Ragnar Grímsson forseti að Ísland ætti að vera „tilraunastofa framtíðarorkugjafa og fundarstaður þeirra sem vinna að vistvænum samgöngum“. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA MARGRÉT LÁRA VIÐARSDÓTTIR Miðlar af reynslu sinni Gefur út kennslumyndband í fótbolta FÓLK 42 Réttur smáþjóða „Heimurinn er miklu betur kominn með fjölda smáríkja en nokkur stórveldi,“ skrifar Hannes Hólm- steinn Gissurarson. Í DAG 20 ÍA fallið Skagamenn féllu úr Landsbankadeild karla í gær er þeir gerðu markalaust jafntefli við KR á heimavelli. ÍÞRÓTTIR 36 FÓLK Útvarpsmaðurinn Ólafur Páll Gunnarsson, betur þekktur sem Óli Palli, mun sjá um þætti um íslenska tónlist á útvarpsstöð Breska ríkis- útvarpsins, BBC, í Liver- pool í nóvember. „Ég á að vera þarna í hlut- verki íslensks sendiherra,“ segir Óli Palli. Uppátækið er hluti af menn- ingarhátíð í Liverpool, sem er menningarborg Evrópu í ár. Íslenskir listamenn verða áberandi í Liverpool af þessu tilefni. Til dæmis verða þrír myndlistamenn með sýningu, Langholtkirkjukórinn ætlar að troða upp upp og íslensk/ færeyskir jólatónleikar munu koma gestum í jólaskapið. - bj / sjá síður 16 og 42 Óli Palli í útrásarverkefni: Kynnir íslenska tónlist á BBC ÓLAFUR PÁLL GUNNARSSON Allir elska Abba Tuttugu atriði sem þú hélst að þú þyrftir ekki að vita um Agnethu, Björn, Benny og Fridu. FÓLK 30
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.