Fréttablaðið - 19.09.2008, Blaðsíða 58
38 19. september 2008 FÖSTUDAGUR
FRAM 4-1 FH
1-0 Björn D. Sverrisson, sjm (44.)
2-0 Paul McShane (51.), 3-0 Sam
Tillen, víti (54.), 4-0 Ívar Björnsson
(61.), 4-1 Dennis Siim 868.)
Laugardalsv., áhorf.: 508, Þóroddur Hjal. (4)
TÖLFRÆÐIN
Skot (á mark) 11–21 (7–7)
Varin skot Hannes 4 – Gunnar 2
Horn 8–10
Aukaspyrnur fengnar 13–11
Rangstöður 11–2
Fram 4–5–1 *Hannes Þór Halldórsson 7
- Daði Guðmundsson 7, Auðun Helgason 7, Reynir
Leósson 7, Sam Tillen 7 - Ingvar Ólason 5, Paul
McShane 6 (62., Heiðar Geir Júlíusson 5), Halldór
H. Jónsson 6, Joseph Tillen 7, Hjálmar Þórarinsson 7
(85., Örn K. Hauksson -), - Ívar Björnsson 6.
FH 4–3–3 Gunnar Sigurðsson 3 - Ásgeir G.
Ásgeirsson 6, Tommy Nielsen 3, Dennis Siim 4,
Hjörtur Logi Valgarðsson 4 - Davíð Þór Viðarsson 4,
Björn D. Sverrisson 3 (56. Atli Guðnason 4), Matthí-
as Vilhjálmsson 3 (56., Guðmundur Sævarsson 4),
Tryggvi Guðmundsson 4, - Matthías Guðmundsson
4, Atli Viðar Björnsson 3.
Kópavogsv., áhorf.: 427
HK Grindavík
TÖLFRÆÐIN
Skot (á mark) 12–19 (1–6)
Varin skot Gunnleifur 4 – Zankarlo 1
Horn 6–5
Aukaspyrnur fengnar 11–9
Rangstöður 0–5
GRINDA. 5–3–2
Zankarlo Simunic 6
Bogi Rafn Einarsson 7
Zoran Stamenic 7
*Eysteinn Hauks. 7
Marinko Skaricic 7
Aljosa Gluhovic 6
Orri Freyr Hjaltalín 5
(90., Alexander Þóra. -)
Jóhann Helgason 5
Jósef Jósefsson 6
Scott Ramsay 7
(90., Emil Símonar. -)
Gilles Ondo 5
(66., T. Stolpa 4)
*Maður leiksins
HK 4–4–2
Gunnleifur Gunnlei. 7
Damir Muminovic 5
(46., Stefán Eggert. 6)
Erdzan Beciri 6
Ásgrímur Albertsson 6
Hörður Árnason 6
Hörður Magnússon 6
Finnur Ólafsson 4
(46., G. Brajkovic 6)
Almir Cosic 4
Aaron Palomares 3
(70., Rúnar Sigurjó. 4)
Iddi Alkhag 3
Sinisa Kekic 7
0-1 Aljosa Gluhovic (10.)
0-2 Gilles Ondo (30.)
0-2
Kristinn Jakobsson (6)
FÓTBOLTI Framarar kjöldrógu FH-
inga, 4-1, í Laugardalnum á
miðvikudag.
Það var ekki að sjá á leik FH að
liðið væri að berjast um Íslands-
meistaratitilinn. Aftur á móti var
engu líkara en að Framarar væru
í fallbaráttuleik eins og síðustu ár
því þeir voru mun grimmari og
uppskáru eins og þeir sáðu.
Keflvíkingar eru því komnir með
aðra höndina á bikarinn og geta
orðið meistarar um helgina. - hbg
FH steinlá í Laugardalnum:
Von FH er veik
Arsenal
Tottenham
28.–30. október
Verð á mann í tvíbýli:
72.900 kr.
Innifalið: Flug með sköttum og
öðrum greiðslum, gisting með
morgunverði í 2 nætur.
Chelsea
Sunderland
31. okt. –2. nóv.
Verð á mann í tvíbýli:
69.900 kr.
Innifalið: Flug með sköttum
og öðrum greiðslum, miði á
leikinn, gisting með morgun-
verði í 2 nætur.
Boltinn
er hjá okkur!
Enski boltinn er farinn að rúlla og hörkuleikir í boði í
allan vetur. Við bjóðum frábært úrval leikja og getum
útvegað miða á alla leiki í Ensku úrvalsdeildinni.
Fótboltaferðir
Nánar á expressferdir.is
eða í síma 5 900 100
Man Utd.
West Ham
28.–30. október
Verð á mann:
47.900 kr.
Innifalið: Flug með sköttum og
öðrum greiðslum, miði á leikinn.
TILBOÐ!Flug og miðiá leikinnFíto
n
/
S
Í
A
F
I
0
2
7
1
5
2
FÓTBOLTI HK-ingar komust í hóp
með fjölmörgum liðum Lands-
bankadeildar karla sem hefur ekki
tekist að brjótast í gegnum varn-
armúr útivallarútgáfu liðs Grind-
víkinga. Grindvíkingar fögnuðu
sínum sjöunda útisigri í átta leikj-
um þegar þeir unnu HK 2-0 á
Kópavogsvellinum í gær.
HK-ingum mistókst að nýta
yfirburði sína úti á vellinum og
fundu fáar leiðir framhjá mann-
margri vörn Grindvíkinga sem
hélt hreinu í fimmta sinn á útivelli
í sumar. Það reyndi sem dæmi
nánast ekkert á Zankarlo Simunic
í marki Grindavíkur.
HK-menn voru meira eða minna
með boltann allan tímann en réðu
ekki við skyndisóknir Grindvík-
inga, sem alltaf gátu leitað til Scott
Ramsay þegar þurfti að skapa eitt-
hvað upp úr engu í sóknarleikn-
um.
Scott Ramsay hafði verið ólíkur
sjálfum sér í síðustu leikjum en
HK-inga fengu þó að kynnast snilli
Skotans í gær. Það var þó varnar-
línan sem sá til þess að HK-liðið
komst lítið áleiðis.
„Eins og ég er búinn að vera
hrikalega óánægður með liðið í
tveimur af síðustu þremur leikj-
um þá er ég ánægður með að menn
voru tilbúnir að fylgja því sem
Janko lagði upp með í dag, sem
var að fara út og berjast. Það skil-
aði sér,“ sagði Eysteinn Hauksson,
sem stjórnaði Grindavíkurvörn-
inni eins og herforingi. „Ég held
að hver einasti fjölmiðill hafi ekki
bara spáð okkur neðsta sætinu því
því langneðsta. Við erum tveimur
leikjum á undan áætlun og ég er
stoltur af liðinu,“ sagði Eysteinn.
Hann segir að breytingar Milans
Stefáns Jankovic á vörninni hafi
gengið upp.
„Við vorum búnir að fá átta
mörk á okkur í síðustu þremur
leikjum og Janko var ekki sáttur
við það þannig að hann setti upp
þriggja manna vörn. Það gekk vel
í dag og er kannski eitthvað sem
við getum byggt á,“ sagði Eysteinn
að lokum.
„Þeir múruðu fyrir teiginn hjá
sér og við fundum ekki leið. Við
fundum enga lausn og fengum
ekki færi í leiknum,“ sagði Gunn-
leifur Gunnleifsson, fyrirliði HK,
sem varði meðal annars þrisvar
sinnum frá Grindvíkingi sem var
sloppinn einn í gegn. „Við byrjuð-
um á því að pressa eins og við
höfum gert í undanförnum leikj-
um og við ætluðum að setja á þá
mark. þeir skoruðu úr sínum
færum á meðan við fáum engin
færi,“ sagði Gunnleifur.
HK-ingar geta þakkað sigri
Fjölnis á Fylki að þeir eru ekki
fallnir en staðan er engu að síður
mjög slæm. „Við gefumst aldrei
upp hérna í HK. Við förum í fýlu
yfir þessum leik í kvöld en svo
byrjuðum við að undirbúa Fjölnis-
leikinn. Það er stutt í næsta leik og
við getum ekki verið að grenja
þetta eitthvað,“ sagði Gunnleifur.
ooj@frettabladid.is
Þeir múruðu fyrir teiginn
Grindavík vann sinn sjöunda útisigur í átta leikjum og gulltryggði endanlega
sætið í Landsbankadeildinni með sigri á HK sem á enn veika von um að halda
sæti sínu. HK var með boltann en Grindavík fékk færin í leiknum og skoraði.
SÁ GAMLI SEIGUR Sinisa Valdimar Kekic skilaði sínu fyrir HK og spilaði vel en það
dugði Kópavogsliðinu ekki til sigurs í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
N1-deild karla
Víkingur-Valur 29-34 (15-14)
Mörk Víkings (skot): Sverrir Hermannsson 8/3
(14/4), Davíð Georgsson 7 (7), Pálmar Sigurjóns-
son 4 (4), Hjálmar Þór Arnarson 4 (7), Sveinn
Þorgeirsson 3 (11), Þröstur Þráinsson 2 (3), Sig-
urður Örn Karlsson 1 (1), Hreiðar Haraldsson (2)
Varin skot: Björn Viðar Björnsson 11/1 (34/2
32,4%), Árni Gíslason 4 (15/2 26,7)
Hraðaupphlaup: 7 (Pálmar 3, Þröstur 2, Davíð,
Sverrir)
Fiskuð víti: 4 (Brynjar, Davíð, Pálmar, Sveinn)
Utan vallar: 10 mínútur
Mörk Vals (skot): Sigfús Páll Sigfússon 8 (10),
Baldvin Þorsteinsson 7/1 (8/1), Arnór Malmquist
Gunnarsson 7/2 (9/2), Ingvar Árnason 3 (3), Orri
Freyr Gíslason 3 (4), Hjalti Pálmason 2 (7), Sigfús
Sigurðsson 1 (3), Heimir Örn Árnason 1 (3/1),
Sigurður Eggertsson 1 (4), Elvar Friðriksson 1 (5)
Varin skot: Ólafur H. Gíslason 5 (24/2 20,8%),
Pálmar Pétursson 9/1 (19/2 47,4%)
Hraðaupphlaup: 7 (Arnór 3, Ingvar, Elvar,
Baldvin) Fiskuð víti: 4 (Orri, Sigfús Páll, Heimir,
Sigurður) Utan vallar: 8 mínútur
Akureyri-FH 26-31 (14-13)
Mörk Akureyrar (skot): Jónatan Magnússon
12/7 (14), Árni Þór Sigtryggsson 6 (15), Hörður
Fannar Sigþórsson 2 (2), Andri Snær Stefánsson
2 (5), Rúnar Sigtryggsson 2 (5), Þorvaldur Þor-
valdsson 1 (1), Oddur Grétarsson 1 (2).
Varin skot: Hafþór Einarsson 12/40 30%, Jesper
Sjögren 0/3 0%
Hraðaupphlaup: 0
Fiskuð víti: 6 (Andri 2, Rúnar 2, Oddur, Árni,
Hörður)
Utan vallar: 6 mínútur
Mörk FH (skot): Ólafur Guðmundsson 9 (16),
Aron Pálmarsson 7 (13), Ásbjörn Friðriksson
4 (8), Guðmundur Pedersen 4 (9), Sigurður
Ágústsson 3 (3), Ari Þorgeirsson 2 (2), Jón H.
Jónsson 1 (1), Hjörtur Hinriksson 1 (1).
Hraðaupphlaup: 2 (Guðmundur, Sigurður)
Fiskuð víti: 0
Utan vallar: 14 mínútur
Varin skot: Daníel Andrésson 10/18 56%,
Magnús Sigmundsson 7/25 28%
ÚRSLIT
HANDBOLTI Nýliðar FH byrjuðu vel í
N1-deildinni er þeir lögðu Akur-
eyri norðan heiða. Hinir nýliðarnir,
Víkingur, töpuðu á sama tíma fyrir
Valsmönnum á heimavelli.
Víkingar leiddu í hálfleik og
jafnræði var með liðunum framan
af síðari hálfleik en er um stundar-
fjórðungur var eftir af leiknum
skildu leiðir og Valsmenn sigu
framúr.
Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari
Vals, var að vonum ánægður með
stigin tvö minnugur þess hve illa
Valsmenn hófu síðasta tímabil.
„Við vorum ekki góðir varnar-
lega. Fengum á okkur allt of mörg
mörk einum færri. Sóknarlega
erum við ryðgaðir. Við þurfum að
vera skynsamir. Við vorum það
ekki í fyrri hálfleik en vorum það í
seinni. Ég fagna tveimur stigum
þó að leikurinn hafi ekki verið upp
á marga fiska,“ sagði þjálfari
Vals.
Nýliðar FH fengu óskabyrjun í
N1-deild karla þegar þeir unnu
Akureyri 31-26. FH byrjaði betur
en svo jafnaðist leikurinn og stað-
an var 14-13 í hálfleik.
Síðari hálfleikur var æsispenn-
andi þar til nokkrum mínútum
fyrir leikslok þegar Daníel Ágústs-
son fór í mark FH og lokaði því.
Fimm marka sigur FH gaf þó ekki
alveg rétta mynd af spennandi
leik.
„Við erum í betra formi en flest
lið og með mikla snerpu. Við ákváð-
um bara að klára þetta á síðustu tíu
mínútunum. Svona erum við, við
erum ungir og graðir,“ sagði Aron
Pálmarsson FH-ingur. - gmi / - hþh
N1-deildin fór á fullt í gærkvöldi með tveim leikjum:
Sigrar hjá FH-ingum og Valsmönnum
STERKUR Sigfús Páll fór mikinn í liði Vals
í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN