Fréttablaðið - 19.09.2008, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 19.09.2008, Blaðsíða 44
24 19. september 2008 FÖSTUDAGUR timamot@frettabladid.is Japanir minnast dvalar hins íslenska rithöfundar Nonna í landinu 1937 til 1938. Í næsta mánuði verður sett upp sýning um hann og haldið málþing. Fjöldi bóka hans hefur verið gefinn út í japanskri þýðingu. Fyrirhuguð er sýning um íslenska rithöfundinn Jón Sveinsson, Nonna, í Japan í næsta mánuði. Yfirskrift hennar er: „Seinni ferð Nonna til Jap- ans. 70 ára afmæli heimsóknar Nonna til Japans 1937-1938.“ Hún verður haldin á milli 14. og 18. október og 15. október verður haldið málþing um ís- lenskar bókmenntir og barnamók- menntir Nonna. Motokatsu Watanabe, fyrrverandi sendifulltrúi við japanska sendiráðið á Íslandi, er einn þeirra sem standa að sýningunni, ásamt Japansk/íslenska félaginu. Hann segir að Nonni eigi enn erindi við Japani. „Ég vil kynna hinn mikla íslenska rithöfund Jón Sveins- son, Nonna, á ný fyrir japönsku þjóð- inni, því hann getur heillað japönsk börn á ný, líkt og hann gerði endur fyrir löngu, og brúað bilið á milli ís- lensku og japönsku þjóðarinnar,“ segir Watanabe. Hann segir Ísland hafa verið óþekkt í Japan þegar Nonna bar þar að garði, en hann hafi vakið áhuga Japana á landinu. „Með fyrirlestrum sínum og bókum kynnti hann heimaland sitt fyrir Japönum og kveikti þannig fyrstu áhugabylgj- una á Íslandi. Síðan hefur önnur bylgja áhuga á landinu vaknað og áhugi á íslenskri tón- list, bókmenntum, hönnun, friðarmál- um og umhverfis- og orkumálum er nokkur. Sýning okkar um Nonna er táknræn fyrir þann áhuga.“ Nonni dvaldi í Japan 1938 til 1939. Hann fylgdi í kjölfar jesúít- ans og kristniboðans Francisco de Xavier sem dvaldi þar á 16. öld, en það hafði lengi verið draumur Nonna. Við komuna þangað sagði hann: „Jules Verne ferð- aðist um heiminn á áttatíu dögum, ég kynnist honum áttatíu ára. Hinn gamli draumur minn um að sjá Japan hefur nú ræst.“ Nonni flutti yfir fimmtíu fyrirlestra meðan á dvöl hans í land- inu stóð, skrifaði í blöð og tímarit og flutti erindi í útvarp. Þá gaf hann út þrjár bækur á japönsku. Meira en fimmtán bækur Nonna hafa verið gefnar út á japönsku. Sú fyrsta kom út árið 1937, en sú nýjasta árið 1995. Sýningin verður haldin í Tókýó og hefst 14. október. Hún byggist á minningarsýningum um Nonna sem haldnar voru á Akureyri, Reykjavík og í Köln í Þýskalandi á 150 ára af- mæli Nonna í fyrra. kolbeinn@frettabladid.is Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettab- ladid.is eða hringja í síma 512 5000. NONNI Í JAPAN Rithöfundurinn Jón Sveinsson, Nonni, ferðaðist um alla heimsbyggðina. Hann náði hylli í Japan á fjórða áratugnum og nú verður haldin sýning um hann þar. NONNI Á JAPÖNSKU JÓN SVEINSSON: JAPANIR MINNAST DVALAR NONNA Í LANDINU 1937-1938 Seinni ferð Nonna til Japans LEIKARINN MATTHEW L. PERRY FÆDDIST ÞENNAN DAG ÁRIÐ 1969. „Þegar ég var lítill vildi ég verða atvinnumaður í tennis. En ég var ekki nógu góður svo ég varð leik- ari í staðinn. Síðan hef ég gert fátt annað en að kyssa fallegar konur. Hugsið nú aðeins um það, litlu tennis- spilarar.“ Leikarinn Matthew Perry er einna best þekktur fyrir að leika hin góðkunna Chandler í sjónvarpsþáttunum Friends. MERKISATBURÐIR 1667 Gullskipið Het Wapen van Amsterdam strandar á Skeiðarársandi og farast þar um 140 manns. 1874 Blaðið Ísafold kemur út í fyrsta sinn. 1905 Brú á Jökulsá í Öxnafirði er vígð. Þetta er hengibrú og um sjötíu metrar milli stólpa. 1978 Fatlaðir efna til kröfugöngu í Reykjavík og leggja áherslu á jafnrétti. 1985 Yfir þrjátíu þúsund manns farast í jarðskjálfta í Mexíkó- borg. 1991 Nokkrir þýskir ferðamenn finna ísmanninn Ötzi á landamærum Austurríkis og Ítalíu. 2006 Taílenski herinn steypir for- sætisráðherranum Thaksin Shinawatra af stóli. Ástkær faðir okkar, stjúpfaðir, tengdafaðir og afi, Níels Krüger skipasmiður, Byggðavegi 136 a, Akureyri, lést miðvikudaginn 10. september. Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju mánudaginn 22. september kl. 13.30. Kristjana Krüger Níelsdóttir Sigurður Pálmi Randversson Haraldur Krüger Bryndís Benjamínsdóttir Þorsteinn Krüger Guðrún Heiða Kristjánsdóttir Auður Stefánsdóttir Herbert B. Jónsson og afabörnin. Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Kristín Gestsdóttir Goðabraut 22, Dalvík, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri sunnu- daginn 14. september. Útförin hennar fer fram frá Dalvíkurkirkju laugardaginn 20. september kl. 13.30. Friðþjófur Þórarinsson Þorsteinn Friðþjófsson Harpa Sigfúsdóttir Björn Friðþjófsson Helga Níelsdóttir Atli Viðar, Silja, Kristinn Þór, Andri Freyr, Rúnar Helgi og Daníel. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og stórfrænka, Kristín E. Jónsdóttir læknir, sem lést sunnudaginn 7. september sl. á Landspítalanum við Hringbraut, verður jarðsungin frá Háteigskirkju þriðjudaginn 23. september kl. 13.00. Fyrir hönd annarra aðstandenda, Bergljót Elíasdóttir Ester Auður Elíasdóttir Snorri Hrafnkelsson Nicolas Ragnar Muteau Móðir okkar og tengdamóðir, Sigríður Ingibjörg Kristinsdóttir Grund, Hringbraut 50, lést miðvikudaginn 17. september. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 24. september kl. 11.00. Sölvi Þór Þorvaldsson Kristín Kristjánsdóttir Valur Steinn Þorvaldsson Guðrún Sigurðardóttir Þorvaldur Þorvaldsson Gróa Kristjánsdóttir Haukur Þorvaldsson ömmu- og langömmubörn. AFMÆLI VÍGLUNDUR ÞORSTEINS- SON, stjórn- arformaður BM Vallár, er 65 ára. AGNES BRAGA- DÓTTIR blaða maður er 56 ára. ÞÓRÓLFUR SVEINSSON, formaður Lands- sambands Kúabænda, er 59 ára. JÓHANN JÓHANNS- SON tónlist- armaður er 39 ára. Greg Louganis er allra þekktastur fyrir að hafa orðið tvöfaldur heimsmeistari í dýfingum. Þenn- an dag árið 1988 hlaut Louganis alvarlega höfuðáverka í undankeppni fyrir Ólympíu- leikana í Seúl í Kóreu. Þrátt fyrir áverkana hélt Louganis sínu striki og vann gullið á Ólympíuleikunum þetta ár fyrir dýfingar. Sjónvarpsstöðin ABC útnefndi Lougan- is íþróttamann ársins 1988, þá 28 ára að aldri. Þegar Louganis var aðeins sex- tán ára gamall tók hann þátt í sumar ólympíuleikunum sem voru haldnir í Montreal í Kanada og lenti þar í öðru sæti. Tveim- ur árum seinna tókst honum að vinna sinn fyrsta heimsmeist- aratitil. Louganis kom út úr skápn- um árið 1994 og árið 1995 tilkynnti hann að hann væri HIV-smitaður. Eftir að hafa tilkynnt sjúkdómsgreiningu sína drógu allir hans styrktar- aðilar, nema Speedo, styrki sína til baka. Tilkynningin kom rétt fyrir útgáfu ævi- sögu hans, „Breaking the Surface“, þar sem Louganis greinir frá því að fyrrverandi sambýlismaður hans hafi bæði misnotað hann og nauðgað honum og þar með smitað hann af HIV-veirunni. Bókin var síðar gerð að bíómyndinni: „Breaking the Surface: The Greg Louganis Story“. Eftir að Louganis hætti í dýfingum hefur hann stigið á svið á litlum leik- sviðum í Bandaríkjunum. Árið 2006 endaði hann sjö ára sam- band sitt við Steve Kmetko sem vinnur hjá sjónvarpsstöðinni E! ÞETTA GERÐIST: 19. SEPTEMBER 1988 Vann gullið þrátt fyrir höfuðáverka
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.