Fréttablaðið - 19.09.2008, Blaðsíða 38
föstudagur FYLGIRIT FRÉTTABLAÐSINS 19. SEPTEMBER 2008
KLINGENBERG SPÁIR
Elín Hirst fjölmiðlakona
Elín Hirst er fædd 04.09. 1960. Þegar
fæðingardagur hennar er lagður saman
kemur út talan 29 sem er jafnt og 11
sem gerir 2 þegar tölurnar eru plúsaðar saman. „Elín Hirst er
nýbúin að eiga afmæli. Þegar við eigum afmæli þá eru okkar
áramót. Þið skulið skoða vel í kringum ykkur hvað gerist mest
í kringum ykkar eigin afmælisdag. Elín er búin að vera á ári
fjarkans sem framkallar erfiðleika og álag í öllum þáttum lífs-
ins. Ár fjarkans á það til að senda manni veikindi, álag í vinnu
og álag í kringum skyldmenni. Ástin gæti líka verið brösótt
á þessum tímum. Ástæðan fyrir því að þetta liggur svona er
til þess að líf manns taki allsherjar breytingum. Ár fjarkans
er þar af leiðandi að senda manni nýtt líf. Lífsskútan hennar
Elínar Hirst hefur tekið 180 gráðu beygju. Þetta er henni til
góðs þó það gæti verið að hún muni ekki skynja það alveg
strax. Hún er alger vinnuþjarkur en í gegnum tíðina hefur hún
reynt að aðskilja vinnu og sitt eigið líf eftir bestu getu. Elín
mun taka sér smáfrí, læra pínulítið meira og það er ný vinna
að banka á gluggann hjá henni. Hún þarf bara að hlusta vel
eftir bankinu. Hún þarf líklega að teygja aðeins út hend-
ina og hleypa orkunni inn. Elín Hirst á eftir að
verða ofsalega ánægð með þessar breyting-
ar því innst inni var hún líklega búin að óska
þeirra. Hún á eftir að fá frábært starf. Núna á
hún eftir að hafa nógan tíma til að hlæja því
hún er að fara á frábært fjögurra ára tímabil,“
segir Sigríður Klingenberg. www.klingenberg.is
FRÁBÆR
FÖSTUDAGUR
Birgir Örn Steinarsson
tónlistarmaður
VERTU MEÐ Í VISTAKSTRI
www.landvernd.is/vistakstur
Námskeið á vegum Landverndar – tilvalið fyrir vinnustaðim
in
n
i m
e
n
g
u
n
–
fæ
rri s
ly
s
–
m
in
n
i k
o
s
tn
a
ð
u
r!
4
1
2
3
5
Ég byrja daginn á því
að kveikja á sjón-
varpinu og sé að
Barack Obama
er að fara með
þakkar ræðu sína.
Á leiðinni í hljóðverið mitt heyri
ég í útvarpsfréttum að allir trúar-
leiðtogar séu búnir að stofna
þing, ekki ósvipað Sameinuðu
þjóðunum.
Ég mæti í hljóðverið og sé að
undirleikssveit Nicks Cave er
tilbúin fyrir litla djammið okkar.
Ég hendi saman ein-
hverjum flottum
hljómum úr tóm-
inu og úr verður
ódauðlegur slag-
ari sem á svo
eftir að tryggja
mér nægilegar
tekjur til þess að
komast af –
alla ævi.
Ég fer heim og fjölskyldan er
búin að undir búa veisluhöld. Ég
og Lúkas litli semjum nokkrar
sprellvísur sem ég spila á
gítarinn á meðan hann syngur
og dansar.
Allur þessi æsingur hefur komið
konunni minni af stað, og dóttir
mín er loksins á leið í heiminn.
Við förum upp á spítala og
stúlkan skýst út eins og tappi úr
kampavínsflösku. Fæðingin er
sársaukalaus fyrir konuna mína
og stúlkubarnið heilbrigt og
fallegt eins og
móðir hennar.