Fréttablaðið - 19.09.2008, Blaðsíða 53
FÖSTUDAGUR 19. september 2008 33
Vinahópurinn Someone Else, sem
samanstendur af fjórum plötusnúð-
um og aðstoðarmönnum þeirra,
heldur sitt fyrsta partí á skemmti-
staðnum Q Bar á laugardagskvöld.
Hópurinn ætlar að vera duglegur
við skemmtanahald á næstunni og
lofar mikilli skemmtun þetta fyrsta
kvöld. Plötusnúðarnir sem munu
þeyta skífum nefnast DJ Karíus og
Baktus, DJ Shaft og Yamaho og
spila þeir latin-, teknó-, og neo-
sálartónlist.
„Someone Else byrjaði þannig að
við héldum Studio 54-kvöld á Q Bar
sem heppnaðist rosalega vel. Þeir
sem reka staðinn vildu halda fleiri
svona kvöld og þá sáum við að þetta
væri eitthvað sem vantaði í skemmt-
analífið,“ segir Hildur Sif Krist-
borgardóttir, sem sér um almanna-
tengsl fyrir hópinn.
Someone Else hefur á stefnu-
skránni að flytja inn erlenda plötu-
snúða og jafnvel spila erlendis en
þær hugmyndir eru enn á vinnslu-
stigi. Partíið á Q Bar á laugardag
hefst klukkan 22 og er frítt inn. - fb
Snúðar með partí
SOMEONE ELSE Efri röð frá vinstri:
Agatha, Hildur Sif, Birna Sif og Natalie.
Neðri röð frá vinstri: Skapti, Heimir, Raffi
og Óli Hjörtur.
Cheryl Cole, eiginkona fótbolta-
mannsins Ashley Cole, er nú loks
farin að skarta giftingarhring
sínum aftur. Þau hjúin komust í
fréttirnar fyrr á árinu eftir að
breskir fjölmiðlar afhjúpuðu
ítrekað framhjáhald Ashleys.
Cheryl, sem sjálf er þekkt úr
hljómsveitinni Girls Aloud, fór
frá honum um tíma, en ákvað
síðar að gefa honum og hjóna-
bandinu annað tækifæri.
Cheryl skartar hringnum í
viðtalsþættinum Friday Night
with Jonathan Ross, þar sem hún
talar einnig um álagið sem fylgir
því að vera undir smásjá fjöl-
miðla. „Það er ekki til neitt
einkalíf í þessum bransa. Ég hef
talað opinskátt um hjónaband
mitt í fortíðinni, sem mér hegnist
fyrir núna. Ég er búin að læra að
maður á ekki að gera það,“ segir
Cheryl, sem kveðst halda að
almenningur trúi því ekki að
„fræga fólkið“ hafi tilfinningar.
„Fólk þarf að slaka aðeins á og
átta sig á því að við erum líka
mannleg,“ segir hún.
Ashley lærir
af mistökum
GENGUR BETUR Cheryl Cole hefur aftur
sett upp giftingarhringinn, svo eitthvað
virðist hjónaband hennar og Ashley
Cole ganga betur.
Pete Wentz, bassaleikari í
sveitinni Fall Out Boy og
eiginmaður Ashlee Simpson,
getur ekki sofið án aðstoðar
svefnlyfja. Wentz þjáist af
svefnleysi, kvíða, athyglisbresti
og þunglyndi og getur ekki sofið
lengur en í klukkutíma án
aðstoðar lyfja.
„Ef ég tek ekki Ambien [töflu],
sef ég í klukkutíma. Með Ambien
get ég sofið frá 2 til 7. En ef
maður sofnar ekki af lyfinu fer
maður að sjá ofsjónir. Fyrir um
fjórum mánuðum tók ég Ambien
og kveikti næstum því í húsinu,“
segir tónlistarmaðurinn í nýlegu
viðtali við tímaritið Playboy.
Þar sem Ashlee ber nú fyrsta
barn þeirra hjónakorna undir
belti fer hún töluvert fyrr í bólið,
sem gerir Pete nokkuð einmana.
„Hún fer upp í rúm klukkan
átta... svo þá er ég bara einn með
hundunum. Þú getur ekki
ímyndað þér hvað spjallað er um
þá,“ segir Wentz.
Rokkari háður
svefnlyfjum
Tökur á nýrri auglýsingu fyrir drykkinn Actimel frá
franska mjólkurvöruframleiðandanum Danone fóru
nýverið fram við gatnamót Austurstrætis og
Pósthússtrætis.
Íslenska fyrirtækið Á ís, sem einnig kallast On the
Rocks, sá um framleiðsluna en auglýsingin er ætluð
fyrir þýskan markað. „Þetta gekk allt rosalega vel.
Allir útlendingarnir og kúnnarnir fóru mjög ánægðir
af landi brott,“ segir Pétur Sigurðsson hjá Á ís.
Þrátt fyrir töluverða gjólu við tökurnar var notuð
vindvél, sem er frekar sjaldgæft hér á landi. „Við
vorum með stærstu gerðina. Þau vildu hafa brjálað
rok og rigningu til að minna fólk á að taka þennan
drykk fyrir haust- og vetrarveðrið því hann á að
styrkja ónæmiskerfið.“
Pétur reiknar með að auglýsingin verði frumsýnd
í Þýskalandi um næstu mánaðamót. Leikstjóri
hennar er Þór Ómar Jónsson og með aðalhlutverkið
fer Þórunn Lárusdóttir. - fb
Íslenskt óveður í auglýsingu
ROK OG RIGNING Sérstök vindvél var notuð við tökur á aug-
lýsingunni, sem verður sýnd í Þýskalandi á næstunni.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI