Fréttablaðið - 19.09.2008, Blaðsíða 50
30 19. september 2008 FÖSTUDAGUR
tonlist@frettabladid.is
TÓNNINN GEFINN
Trausti Júlíusson
Enn er óvissan mikil hvað varðar útgáfu og dreifingu á tónlist. Sala á
geisladiskum hefur dregist saman og þó að sala á niðurhali fari
vaxandi og vínylplatan sé að koma aftur fer heildarsala á tónlist í
heiminum minnkandi. Plötuútgáfur, bæði stórar og smáar, hafa verið
að draga saman seglin, en á móti kemur að færst hefur í aukana að
tónlistarmenn gefi út sjálfir og selji jafnvel eingöngu í gegnum netið.
Plötufyrirtækin hafa legið undir miklu ámæli að undanförnu. Þeim
er fundið flest til foráttu: Þau eiga að hafa sukkað með fé, okrað á
neytendum og hlunnfarið tónlistarmenn. Og þau brugðust seint og illa
við þeim tæknibreytingum sem netið hafði í för með sér.
Mörg plötufyrirtæki voru stofnuð af eldhugum sem höfðu mikil og
góð áhrif á tónlistarsöguna. Atlantic á sjötta áratugnum, Stax á þeim
sjöunda, Rough Trade á þeim áttunda, Tommy Boy á níunda og Ninja
Tune á þeim tíunda eru bara örfá dæmi. Maður á erfitt með að ímynda
sér tónlistarsöguna án þeirra og þau gerðu manni lífið auðveldara.
Það mátti treysta merkinu.
Nú vilja hins vegar ýmsir halda því fram að tími plötufyrirtækj-
anna sé liðinn. Menn geta gefið út sjálfir og dreift. Eða hvað?
Tónlistin hefur aldrei verið aðgengilegri. Þú getur nálgast hvað sem
er á netinu. Strax. Það eru samt tvö stór vandamál sem fylgja öllu
þessu aðgengi. Í fyrsta lagi hefur reynst erfitt að finna leið til þess að
tónlistarmenn fái greitt fyrir tónlistina sína á netinu. Það er allt fullt
af ókeypis tónlist þannig að það þarf hreinlega enginn að borga
krónu. Í öðru lagi er framboðið svo gríðarlegt að það er erfitt að velja
það besta úr. Á Myspace eru til dæmis nokkrar milljónir tónlistar-
manna.
Án efa finnast lausnir á þessum vandamálum báðum, með eða án
þátttöku plötufyrirtækja. Það er fullt af fólki og fyrirtækjum að leita
nýrra leiða. Útflutningsskrifstofa íslenskrar tónlistar stendur fyrir
alþjóðlegri ráðstefnu um þessi mál á Hótel Sögu 15.-16. október
næstkomandi. Sú ráðstefna ber heitið You Are in Control og þar taka
til máls fjölmargir sérfræðingar, bæði innlendir og erlendir. Nánari
upplýsingar má finna á www.icelandmusic.is. Spennandi...
Þú hefur stjórnina
Blaðberinn
bíður þín
Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24
alla virka daga frá kl. 8-17.
óðar fréttir fyrir umhverfiðBlaðberinn...
> Í SPILARANUM
Metallica - Death Magnetic
Joan Baez - Day After Tomorrow
Travis - Ode to J. Smith
Johnny Flynn - A Larum
Kings of Leon - Only by the Night
METALLICA KINGS OF LEON
> Plata vikunnar
Ultra Mega Technobandið
Stefán - Circus
★★★★
„Einstök samsuða úr júrótrassi
og keyrslurokki með fíngerð-
um hljómborðsmelódíum og
pönkuðum söng.“
TJ
Nú ríkir Abba-fár sem aldrei
fyrr þótt liðin séu 25 ár frá
því að bandið hætti. Hér eru
tuttugu atriði sem þú vissir
(líklega) ekki um ABBA.
■ Á sjöunda áratugnum var Björn
Ulvaeus í þjóðlagabandinu The
Hootenanny Singers og Benny
Anders son í bítlagrúppunni The
Hep Stars. Böndin spiluðu stundum
saman og strákarnir kynntust í
samkvæmi 1966 og ákváðu að reyna
að semja lög saman. The Hep Stars
spiluðu það fyrsta, „Isn‘t It Easy to
Say“, inn á plötu sama ár.
■ Agnetha Fältskog var ekki nema
sautján ára þegar hún samdi lagið
„Jag var så kär“ um kærasta sem
hún var nýhætt með. Lagið fór á
topp vinsældalistans í Svíþjóð 1967.
■ Norðmaðurinn Frida (Anni-Frid)
Lyngstad gekk þrettán ára gömul í
fyrstu hljómsveitina sína. Hún
fluttist til Svíþjóðar með ömmu
sinni og var orðin þekkt sólóstjarna,
eins og Agnetha, fyrir ABBA.
■ Eftir að bæði The Hep Stars og
The Hootenanny Singers höfðu lagt
upp laupana ákváðu Björn og Benny
að gefa saman út plötuna Lycka árið
1970. Þar sungu kærusturnar
þeirra, Agnetha og Frida, bakraddir
í laginu „Hej gamle mand“. Það lag
markar upphaf ABBA.
■ Umboðsmaðurinn Stig Andersson
lagði áherslu á Eurovision. Benny
og Björn sendu því lag í sænsku
forkeppnina 1971, „Säg Det Med En
Sång“ sem Lena Andersson söng.
Það lenti í þriðja sæti.
■ Hljómsveitin reyndi aftur við
Eurovision tveimur árum síðar með
laginu „Ring Ring“. Það varð líka í
þriðja sæti í sænsku forkeppninni.
■ Frægðarför ABBA byrjaði af
hógværð. Lagið „People Need
Love“, sem stílað var á hið óþjála
hljómsveitarnafn „Björn & Benny,
Agnetha & Anni-Frid“ komst í 17.
sæti í Svíþjóð árið 1972. Lagið kom
út í Bandaríkjunum hjá smáfyrir-
tækinu Playboy Records og var þar
stílað á Björn & Benny (with
Svenska Flicka).
■ ABBA-nafnið var tekið upp 1973.
Sænska fiskvinnslufyrirtækið
ABBA gaf hljómsveitinni ABBA
leyfi til að heita ABBA af því fisk-
vinnslan var ekki í útflutningi á
afurðum sínum.
■ Björn og Agnetha eignuðust
dóttur árið 1973 og son árið 1977.
Fridu og Benny varð ekki barna
auðið saman.
■ Michael Trekow hafði mikil áhrif
á ABBA-sándið og má jafnvel segja
að hann sé fyrir ABBA það sama og
George Martin var fyrir Bítlana.
Michael tók „hljóðvegg“ Phils
Spector sér til fyrirmyndar.
■ Heimsfrægð ABBA varð ekki
eins skjót eftir Eurovision-sigurinn
1974 og sveitin hafði ímyndað sér.
Hljómsveitin fór í Evróputúr fljót-
lega eftir sigurinn en þurfti að
hætta við nokkra tónleika vegna
miðasölutregðu.
■ Bandið hélt áfram að dæla út
snilldarlögunum. Ástralir kveiktu
einna fyrstir á ABBA-perunni.
Englendingar tóku bandið snemma
upp á arma sína sem og aðrar Evr-
ópuþjóðir. Loks kveiktu Banda-
ríkjamenn á perunni og ABBA
urðu alheims stórstjörnur.
■ Árið 1976 eyddi pólska ríkis-
stjórnin öllum fjárheimildum
sínum til vestrænnar popptónlistar
í ABBA. Það var samt ekki nóg til
að anna eftirspurn.
■ Árið 2006 tilkynnti Universal-
útgáfan að ABBA hefði selt 370
milljón plötur á heimsvísu. Það ár
hafði safnplatan ABBA Gold selst í
26 milljón eintökum.
■ Frægðin setti sitt mark á hjóna-
böndin. Björn og Agnetha skildu
árið 1979 og Benny og Frida árið
1981. Samböndin höfðu lengi verið
stirð.
■ Sjaldgæfasta ABBA-platan er
smáskífa með laginu „Hovas
Vittne“. Lagið var samið og tekið
upp fyrir fimmtugsafmæli Stig
Andersson og gefið út í 200 eintök-
um á rauðum vínyl. Plötunni var
dreift til afmælisgesta.
■ ABBA hafa verið boðnar ótrú-
lega háar upphæðir fyrir að koma
saman aftur. „Við höfum aldrei
gert „kommbakk“,“ sagði Björn
við eitt slíkt tækifæri. „Eiginlega
allar aðrar hljómsveitir hafa gert
„kombakk“, það eru ákveðin skila-
boð fólgin í því.“
■ Benny Anderssons Orkester var
stofnuð 2001. Sveitin, sem er oft
allt að tuttugu manna, spilar gam-
aldags sveitaballatónlist og hefur
gert fjórar plötur. Benny spilar á
harmóníku í bandinu. Það spilar
ekki oft og jafnan er mikil eftir-
sókn í miða.
■ ABBA-safn verður opnað í Stokk-
hólmi áður en langt um líður. Búið
er að hanna margmiðlunarsýningu
og safna saman safngripum, en
húsnæði er enn ófundið.
■ Meðal ólíklegra ABBA-aðdáenda
eru Óttarr Proppé, Magga Stína og
Björk; Moby, Joey Ramone, Kurt
Cobain, Pete Townshend, Sid Vici-
ous, strákarnir í Kiss og Metallica
og golfstjarnan Tiger Woods!
Allir elska ABBA!
FYRSTA ABBA-BARNIÐ Elin Linda Ulva-
eus kom í heiminn 23. febrúar 1973.
PLATAN LYCKA MEÐ BJÖRN OG BENNY
Á þessari plötu frá 1970 þóttu strákarnir
undir miklum áhrifum frá Brian Wilson.
Í FYRSTA SKIPTI SAMAN Á MYND SÍÐAN 1986 Þegar Mamma Mia var frumsýnd í Stokkhólmi hittist ABBA-fólkið aftur og lét mynda
sig ásamt helstu leikurum myndarinnar á svölum Rival-hótelsins.
Trúbadorinn Siggi Ármann og trommuleik-
arinn Frosti Runólfsson eru nýkomnir frá
Berlín þar sem þeir spiluðu á tónleikastaðn-
um Volksbühne í miðborginni við góðar
undirtektir.
Tónleikarnir voru haldnir í kjölfar
frumsýningar nýrrar heimildarmyndar um
Sigga og þrjá aðra trúbadora, þau Helga Val,
Pétur Ben og Láru Rúnarsdóttur. Leikstjóri
hennar er hin rússneska Vera Uschakova
sem býr í Berlín. Svo getur farið að myndin
verði sýnd í sjónvarpi hérlendis en það á
eftir að koma betur í ljós.
„Þetta gekk mjög vel. Við fengum mjög
góð viðbrögð við myndinni og konsertinum.
Það voru hátt í þrjú hundruð manns í salnum
og hann var alveg troðfullur,“ segir Siggi
Ármanns, sem spilaði lög af væntanlegri
plötu sinni á tónleikunum. Kemur hún út á
næsta ári og nefnist Life Is an Adventure og
aðstoðaði Kjartan Sigurjónsson hann við
gerð hennar. Þrjú ár eru liðin síðan síðasta
plata Sigga, Music for the Addicted, kom út.
- fb
Tónleikar og mynd í Berlín
Í BERLÍN Trúbadorinn Siggi Ármann og Frosti Run-
ólfsson eru nýkomnir heim frá Berlín þar sem þeir
spiluðu við góðar undirtektir.