Fréttablaðið - 19.09.2008, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 19.09.2008, Blaðsíða 62
42 19. september 2008 FÖSTUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 LÁRÉTT 2. heilu, 6. vírus, 8. sjór, 9. pota, 11. númer, 12. skattur, 14. gort, 16. átt, 17. traust, 18. fornafn, 20. rún, 21. áfall. LÓÐRÉTT 1. hluti, 3. í röð, 4. jarðbrú, 5. dýra- hljóð, 7. fótabúnaður, 10. eyrir, 13. nytsemi, 15. ruddi, 16. smáskilaboð, 19. guð. LAUSN LÁRÉTT: 2. öllu, 6. rs, 8. mar, 9. ota, 11. nr, 12. tíund, 14. grobb, 16. sv, 17. trú, 18. mér, 20. úr, 21. slag. LÓÐRÉTT: 1. brot, 3. lm, 4. landbrú, 5. urr, 7. stígvél, 10. aur, 13. not, 15. búri, 16. sms, 19. ra. GAMLA MYNDIN „Tískan hjá mér var náttúrlega að vera ekki í tísku. Þetta er gamall jakki af frænda mínum og mér finnst ótrúlegt að ég hafi verið með svona mikið hár og svona stór gleraugu. Ég er átján ára þarna og ábyggilega í við- tali út af einhverjum tónleikum með hljómsveitinni Nýja komp- aníinu sem ég spilaði með.“ Sigurður Flosason saxófónleikari. Myndin er tekin í september 1982. VEISU SVARIÐ Svör við spurningum á síðu 8 1. Lárus Elíasson. 2. Guðmundur Steinarsson. 3. Yoweri Kaguta Museveni, forseti Úganda. „Ég veit ekki hvort ég fer á kostum en vonandi virkar þetta,“ segir Margrét Lára Viðarsdóttir, knattspyrnukona og íþrótta- maður ársins. Verið er að leggja lokahönd á DVD-disk þar sem Margrét Lára, í samvinnu við þjálfara sinn hjá Val, Elísabetu Gunnars- dóttur, kennir strákum og stelpum hvernig þau geta orðið enn betri í fótbolta. Einnig kemur við sögu Guðjón Baldvinsson, markahrókur úr KR, sem og ungir og efnilegir fótboltamenn af báðum kynjum. Diskurinn ber heitið Trixin í takkaskónum. „Já, þetta á ekki síður að höfða til stráka en stelpna. Ekki veitir af því að efla karla- knattspyrnuna í landinu líka,“ segir Margrét Lára í léttum dúr. Á disknum er farið yfir helstu grunnatriðin í sambandi við skot, tækni, móttöku boltans og svo framvegis. „Við tókum þetta upp í ágúst. Rétt eftir verslunarmannahelgina. Þetta var heilmikið púl. Maður varð að vera á hreyfingu stans- laust í tvo daga,“ segir Margrét Lára. Hún og Elísabet sáu um handrit og uppsetningu disksins. Margrét Lára er spennt að sjá hverjar viðtökurnar verða því hún sér alveg fyrir sér framhald. „Í fyrra var ég með fyrirlestra um allt land og þetta er eðlilegt framhald af þeirri vinnu. Íþróttir eru í raun besta forvörn sem hugsast getur. Og ég legg mikið upp úr því að hjálpa öðrum til að ná árangri og efla krakka og unglinga. Þessi diskur er svolítið sóknarþenkjandi ef svo má að orði komast. Og það er aldrei að vita nema við eigum eftir að gefa út varnardisk og markmannsdisk. En við eigum eftir að fá einkunnina,“ segir Margrét Lára og vísar þá til þess hvort diskurinn muni seljast eða ekki. - jbg Margrét Lára sýnir trixin í takkaskónum MARGRÉT LÁRA Knattspyrnusnillingurinn er nú að senda frá sér DVD-disk þar sem hún sýnir trixin í takkaskónum. „Ég var að læra hjá Kristjönu niðri í FÍH og okkur hefur lengi langað að gera eitthvað saman. Svo þegar Kristjana hringdi í mig og spurði hvort við ættum ekki að halda tónleika saman sagði ég auðvitað já því það er ekkert meira spennandi en að syngja með henni,“ segir Urður Hákonardóttir um tónleika sem hún og Kristjana Stefánsdóttir ætla að halda á Múlakvöldi á Café Rósenberg 23. október næstkomandi. „Ég fékk þessa hugmynd þegar Funkmaster 2000 var að spila á Glaumbar um daginn. Ég fékk þá til að spila undir hjá okkur og við verðum með mjög fönkí stöff og mikið stuð. Við munum til dæmis taka lög með Chaka Khan og hljómsveitinni Rufus sem við höldum báðar mikið upp á,“ útskýrir Kristjana. Báðar hafa söngkonurnar í nógu að snúast þessa dagana. Kristjana Stefánsdóttir gaf nýverið út plötuna Better Days Blues sem hún mun fylgja eftir með tónleikaferðalagi um Suðurland í nóvember, en Urður hefur sagt skilið við hljómsveitina Gus Gus og vinnur nú að sólóplötu. „Væmin tilfinningaplata er eflaust besta en ógirnilegasta leiðin til að lýsa plötunni. Hún er samt svolítil diskóplata, en það gæti breyst. Ég stefni á að klára hana fyrir áramótin, en ég er ekki með útgáfu- fyrirtæki svo það á allt eftir að koma í ljós með útgáfu,“ segir Urður. - ag Urður og Kristjana sameina krafta sína HÆTT Í GUSGUS Urður vinnur nú að sólóplötu með diskóívafi, en óvíst er hvenær hún kemur út. LOFAR MIKLU STUÐI Kristjana lofar mjög fönkí tónleikum á Múlakvöldi á Café Rósenberg 23. október næstkomandi þar sem hún og Urður munu leiða saman hesta sína. „Já, hugsa sér,“ segir útvarps- maðurinn Ólafur Páll Gunnarsson – Óli Palli – spurður hvort þetta sé ekki eitthvað: Að strákurinn af Skaganum bara kominn í BBC sem má heita mekka útvarpsmennsk- unnar. „Ég er bara þokkalegur í enskunni, held ég, þakka þér fyrir.“ Í nóvember verður Óli Palli með í tveggja tíma þætti þar sem hann mun kynna hlustendum BBC Merseyside íslenska tónlist. Þáttur- inn er liður í mikilli menningarhá- tíð sem efnt er til í Liverpool sem er menningarborg Evrópu þetta árið. „Ég á að vera þarna í hlut- verki íslensks sendiherra. Ég er nú ekkert farinn að leggja þetta upp nákvæmlega. En maður reyn- ir að leika góða íslenska tónlist. Blanda saman nýju og svo ein- hverju gömlu sem stendur upp úr í rokksögunni,“ segir Óli Palli. Hann segir jafnframt að BBC sé eins og Betlehem útvarpsmanns- ins. Hin helga borg. Allt sem gert er í útvarpi miðist við BBC. „Þeir bjuggu þetta til.“ Óli Palli gerir ekki ráð fyrir því að rokktónlistarmenn muni leggj- ast á sig til að koma sínu efni sér- staklega að. En þegar hann er minntur á að sjálfur konungurinn, Bubbi Morthens, sakaði hann um það fyrir skömmu að láta undir höfuð leggjast að spila lög með honum á Rás 2 segir Óli Palli: „Ég get lofað þér því að ef þetta verð- ur eins og ég held má reikna með að eitt Utangarðsmannalag fái að heyrast. Til dæmis Fuglinn er floginn. Kæmi mér ekki á óvart.“ Óli Palli segir aðspurður að helstu fyrirmyndir sínar í útvarpi séu Jón Múli og Svavar Gests. Og svo verður ekki hjá því komist að nefna breska útvarpsmanninn John Peel sem var á BBC Channel One – stöð unga fólksins. „Það er gott að geta bent á hann. Eins og Rolling Stones hafa sýnt að það má rokka fram í ellina hefur hann sýnt fram á að það má spila rokk- tónlist þar til maður dettur niður dauður,“ segir Óli Palli og hefur greinilega ekkert á móti því að sjá sig í þeim sporum. jakob@frettabladid.is / sjá einnig síðu 16 ÓLAFUR PÁLL GUNNARSSON: KYNNIR ÍSLENSKA TÓNLIST Á BBC Skagastrákur kominn á BBC Á VETTVANGI Útvarpsmaðurinn knái tekur viðtal við Þorstein Eggertsson, einmitt í Liverpool en í baksýn má sjá Sverri Stormsker. FRÉTTABLAÐIÐ/JAKOB ÓLI PALLI Á BBC Útvarpsmaðurinn þekkti verður fulltrúi Íslands í útvarpsþætti á BBC. Hann mun þar kynna hlustendum íslenska tónlist. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Aðdáendur Ólafs Ragnars og félaga í Dagvaktinni ættu að fylgj- ast vel með sjónvarpsútsendingu frá landssöfnun Mænu- skaðafélags Íslands sem verður á Stöð 2 í kvöld. Eins og kunnugt er hefur Dagvaktin göngu sína á sunnudagskvöld en forskot verður tekið á sæluna í kvöld. Þá verða sýnd nokkur atriði sem rötuðu ekki í endanlega útgáfu þáttanna, atriði sem ekki þóttu passa eða ekki var pláss fyrir. Hlynur Sigurðsson, fyrrum frétta- maður á Sjónvarpinu og umsjónar- maður Fasteignasjón- varpsins, hefur tekið við starfi kynningar- stjóra Latabæjar, eins og greint var frá á þessum stað fyrr í vikunni. Hlynur lét það verða sitt fyrsta verk að senda frá sér tilkynningu þess efnis að Magnús Scheving, hefði prýtt forsíðu dagblaðsins Canberra Times. Canberra er höfuðborg Ástralíu og lesa um tvö hundruð þúsund manns blaðið á hverjum degi, samkvæmt tilkynningu Hlyns. Austfirðingar ætla að gera sér glaðan dag á Players í kvöld en það verða hljómsveitirnar Vax og Rokkabillyband Reykjavíkur sem halda uppi fjörinu og... sjálfur Bjartmar Guðlaugsson. Fastlega má gera ráð fyrir því að helsti aðdá- andi Bjartmars, fréttahaukurinn og Reyðfirðingurinn Helgi Seljan, láti sjá sig en hann naut þess heiðurs nýverið að róta fyrir Bjartmar og lítur á það sem einn hápunkta ferils síns. - hdm, jbg FRÉTTIR AF FÓLKI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.