Fréttablaðið - 19.09.2008, Blaðsíða 55

Fréttablaðið - 19.09.2008, Blaðsíða 55
FÖSTUDAGUR 19. september 2008 Strákarnir í hljómsveitinni Hvar er Mjallhvít? eru efnilegir hljóðfæra- leikarar, það heyrist langar leiðir, en eiga nokkuð í land til að geta talist góðir laga- og textasmiðir. Músíkin minnir oft á bönd eins og Ný dönsk og Spilverkið, jafnvel Mannakorn og Mezzoforte. Á heimasíðu sinni segjast þeir meðal annars vera undir áhrifum frá Toto og The Police og það heyrist stundum í gítarsándi og spileríi. Þetta er gamaldags plata, sem þarf ekki að vera neikvætt, en strákarnir mættu samt alveg líta sér nær í tíma, þótt ekki nema væri til annars en að uppfæra hljóðheim sinn og stíl. „Ég kalla allt ömmu mína“, þar sem rokkað er stífast, er fínt, og „Að verð‘ eins og hann“ með lyftulegu saxófón-sólói og skondn- um söngkafla er ágætt. Umslagið er ágætlega heppnað og þeir fá plús fyrir að syngja á íslensku. Það er ekki spurning að með áframhaldandi pælingum og þjálfun smellur allt saman hjá strákunum. Ég er viss um að ef þeir halda áfram munu þeir líta á þessa fyrstu plötu sína sem skondið byrjendaverk, sem þeim þykir vænt um, en roðna samt smá yfir líka. Dr. Gunni Efnilegt TÓNLIST Hvar er Mjallhvít? Hvar er Mjallhvít? ★★ Efnilegt byrjendaverk með gamaldags tónlist. Í VERSLUNUM BÓNUS Í SEPTEMBER DVD MARKAÐUR 898 kr. stk. Fyrsta afrek dagsins er góður morgunverður Til að eiga möguleika á góðum árangri, jafnt í námi sem íþróttum, verð ég ávallt að hefja daginn með næringarríkum morgunverði. Ég ætla mér að halda áfram að keppa að góðum árangri. Þess vegna fæ ég mér Kellogg’s Special K í morgunverð til að tryggja að ég fái orku, góða næringu og auðvitað lífsnauðsynleg vítamín og steinefni. Ég mæli með því að þú gerir það líka. Ég hlakka til … …haustsins þegar lífið kemst í fastar skorður á ný. Ég sest á skólabekk og nýr kafli tekur við hjá mér. En eitt breytist ekki – ég fæ mér alltaf Kellogg’s Special K á morgnana. Erla Dögg Haraldsdóttir, nemi og sundkona F í t o n / S Í A F I 0 2 4 2 9 1 specialk.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.