Fréttablaðið - 19.09.2008, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 19.09.2008, Blaðsíða 32
6 föstudagur 19. september Í haust verður engin afsökun fyrir því að forðast tækjasali eins og heitan eldinn, því tveir af þekktustu líkamsræktar- frömuðum landsins munu kenna fólki að gera réttar æfingar á væntanlegum DVD-diski. Viðtal: Alma Guðmundsdóttir Ljósmyndir: Valgarður Gíslason D ísa í World Class og Arnar Grant hafa starfað saman um árabil í World Class. Hún byrjaði í dansi fyrir 25 árum sem þróaðist í átt að heilsuræktinni en hann byrjaði að æfa vaxtarrækt á Akureyri árið 1988. „Ég flutti til Reykjavíkur 2001 og hef unnið síðan þá hjá Dísu og Bjössa í World Class. Ég hafði allt- af mikinn áhuga á þjálfun sem slíkri og þjálfaði hesta lengi vel. Ég gekk í Félag tamningamanna sautján ára gamall og keppti í hestaíþróttum bæði hér heima og í Austurríki þar sem ég bjó í fjög- ur ár og keppti meðal annars með landsliðinu.“ Aðspurður segist hann þó ekki stunda hestamennskuna ennþá. „Ég var búinn að gera allt sem var í boði í hestunum svo ég yfirfærði þjálfunina yfir á fólk,“ segir Arnar brosandi. ALLT ER FERTUGUM FÆRT Þegar Dísa var 21 árs fannst henni mikilvægt að læra eitthvað annað en heilsurækt því hún gat ekki séð sjálfa sig fyrir sér vera að kenna leikfimi fertug að aldri. „Í dag er ég 46 ára, enn að kenna og finn ekkert fyrir því að vera orðin þetta gömul. Ég er alls ekkert í síðra formi en ég hef verið og ég horfi björtum augum á næstu 30 árin því hún Ástbjörg sem kennir fjóra tíma í viku hjá okkur í Laugum er orðin 79 ára og er í frábæru lík- amlegu og andlegu formi,“ segir Dísa. Þegar þau eru spurð að því hvort þau finni fyrir kreppu í ræktinni segja þau svo ekki vera.„Fólk lítur ekki á líkamsrækt sem munað lengur, þetta er bara orðið nauð- synlegt og sérstaklega þegar eitt- hvað bjátar á, því þó maður missi tök á hlutunum í kringum sig er mjög mikilvægt að missa ekki tökin á sjálfum sér. Það eru líka mörg fyrirtæki farin að sjá kosti þess að borga fyrir starfsfólkið sitt í heilsuræktina, því ef starfs maður er að rækta sjálfan sig, þá er hann hugmyndaríkari og afkastameiri í vinnu,“ segir Dísa. Í næsta mánuði er væntanlegur DVD-diskur sem Arnar og Haf- dís unnu í sameiningu. Diskurinn mun vera sá fyrsti sinnar tegundar hérlendis og miðar að því að hjálpa fólki að gera réttar æfingar í tækja- sal, en hvað kom til að þið ákváðuð að ráðast í verkefnið?„Það er þetta vandamál sem við heyrum oft, að fólk þorir bókstaflega ekki inn í líkamsræktar stöð því það heldur að þetta sé svo erfitt, flókið og er hrætt um að gera sig að fífli. Það eru allt of margir sem veigra sér við að leita sér aðstoðar við æfingar í tækjum og auka þá líkur á meiðsl- um og ná litlum árangri. Á disknum sýnum við æfingar sem eru unnar inni á heilsuræktarstöðvunum og hvernig á að framkvæma þær rétt. Við náðum nú ekki að fara yfir allar æfingarnar, því þá væri þetta um sex tíma vídeó, en við förum yfir allt það helsta,“ segir Arnar og hlær .„Það eru svo margir sem vilja bara gera þetta sjálfir, en finnst óþægi- legt að koma í ræktina og vita ekki hvað á að gera. Eftir að hafa horft á diskinn getur fólk gengið inn á heilsuræktarstöð og vitað hvernig það á að bera sig að. Í framhaldi af þessu verðum við með æfingaá- ætlanir á heimasíðunni okkar sem fylgir disknum og fólk getur prent- að út, svo þetta mun vonandi taka skjálftann úr fólki og nýtast því vel.“ SAMAN Í MYNDBANDI Fram undan eru annasam- ir tímar hjá Arnari því hann ætlar að keppa á sínu tuttug- asta móti í fitness og vaxtarrækt og stefnir á Norðurlandameist- aratitilinn. Minnstu munaði þó að ferli hans lyki árið 2005 þegar hann fótbrotnaði á báðum ökkl- um við æfingar. „Snemma árs 2005, þegar ég var þrefaldur Ís- lands- og bikarmeistari í fitness, braut ég báða fæturna á mér við æfingar. Ég var að hoppa jafnfætis yfir grindur á Laugardalsvellinum þegar ég flaug fram fyrir mig í síð- asta stökkinu og lenti beint á nef- inu. Ég var svo harður af mér, norð- anmaðurinn, að ég haltraði fyrst á eftir og fór ekki strax að láta búa um brotin, en áttaði mig svo á því hversu alvarlegt þetta var. Það var mjög erfitt að geta ekki tekið þátt í næstu tveimur mótum og ég hélt satt best að segja að mínum ferli í fitness væri lokið. Það var ekki fyrr en ég fór í uppskurð til Örnólfs Valdimarssonar á báðum fótum í byrjun árs 2007, sem ég sá fram á að geta keppt aftur og varð fitness- meistari um haustið sama ár. Þá fékk ég sjálfstraustið aftur og er núna að æfa ellefu sinnum í viku fyrir Norðurlandamótið í fitness og vaxtarrækt sem verður haldið í Háskólabíói 19. október. Margir er- lendir þátttakendur munu koma til að taka þátt í því svo maður byrjar sérstaklega snemma að undir- búa sig og matseðillinn hjá mér er mjög einfaldur og hreinn þessa dagana. Mikið vatn, hafragrautur, LIFA EFTIR ÞVÍ SEM ÞAU SEGJA ✽ ba k v ið tjö ldi n Stjörnumerki: H: Sporðdreki. A: Vog. Uppáhaldsmatur: H: Góðir fiskréttir og hreindýra- steikur. A: íslenskt lambakjöt úr Eyjafirði og humar frá Höfn. H: Íslenska vatnið er alltaf best. A: Eðaltoppur. Diskurinn í spilaranum: H: Eva Cassidy. A: Safndiskur með Sálinni. Draumafrí: H: Skíðaferð í Colorado, Borgar- ferð til New York, sólarfrí til Balí og veiðiferð í Grímsá. A: Með fjölskyldunni á Spáni. Skemmtilegast: H: Það er svo margt, aðallega að vera til og hafa heilsu til að gera allt þetta skemmtilega. A: Að elda og borða góðan mat í góðum félagsskap. Leiðinlegast: H: Ég veit það ekki. Arnar Grant og Dísa, oft kennd við World Class, eru samstíga í heilsuræktinni og eru búin að gera myndband saman. Miðað við það sem ég hef heyrt í kringum mig er annar hver maður í einhverju stappi við nágranna sína. - flegar flú kaupir parket! undirlag og gólflistarFRÍ TT! Eikarparket Kr. 4.990,- m2 Krókhálsi 4 • Sími 567 1010 • wwwparket.is E in n , t v e ir o g þ r ír 2 8 7 .1 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.