Fréttablaðið - 19.09.2008, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 19.09.2008, Blaðsíða 48
28 19. september 2008 FÖSTUDAGUR HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Föstudagur 19. september ➜ Tónleikar 21.00 Hljómsveitirnar Slugs, Núm er Núll, Noise, Swords of Chaos og Ashton Cut spila á Belly‘s, Austurstræti (við hliðina á Habi-Bi). Enginn aðgangseyrir. 21.00 Electronika Fram koma Gjöll, Digital Madness og Dj. Distursion. Kaffi Cultura við Hverfisgötu. Aðgangur ókeypis. ➜ Fyrirlestrar 12.15 Utanríkisráðuneytið stend- ur fyrir opnum umræðufundi með Amre Moussa, framkvæmdastjóra Araba bandalagsins, í hátíðarsal Há skóla Íslands. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráð- herra ávarpar fundinn. ➜ Ljósmyndasýningar Fimm ungir ljósmyndarar standa fyr ir ljósmyndasýn- ingu í Lost Horse Gallery, Skólastræti 1. Opið þri.- fös. kl. 11-17 og á laug ar- dögum kl. 13-17. Sýningin stendur til 29. september. ➜ Dansleikur Rokk&Ról ´08 Rokka billyband Reykja- víkur, Vax og Bjartmar Guð laugsson spila á Austfirðinga balli á Players, Bæjarlind 4, Kópa vogi. ➜ Myndlist Sjónarrönd Sæþór Örn Ásmundsson sýnir málverk í Saltfélaginu, Granda- garði 2. Sýningin stendur yfir út sept- embermánuð. Opið mán.-fös. 10-18 og lau. 11-16. Hjörtur Hjartarson sýnir verk í Verð - andi Galleri á Laugavegi 51. Sýn ingin stendur til 30. september og er opin á afgreiðslutíma verslana við Laugaveginn. ➜ Opnanir 17.00 Nýtt líf í Japan Helga Birgis- dóttir (Gegga) opnar sýningu í her- bergi Kirsuberjatrésins, Vesturgötu 4. Sýningu lýkur 4. okt. ➜ Viðburður Í tilefni af veitingu Íslensku sjónlistarverðlaunanna 2008 stendur yfir fjöl- breytt dagskrá á Akureyri. Nánari upplýs- ingar á www.sjonlist.is. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is Í gær voru þrjár nýjar myndlistarsýningar opnað- ar í Listasafni Reykjavíkur í Grófinni. Þar sýna Libia Castro, Ólafur Ólafsson og Ingibjörg Jónsdóttir ný verk og að auki er ný sýning á verkum Errós komin upp. Ný sýningaröð er nú hafin í A-sal Listasafnsins. Þar er ætlunin að kynna myndlist sem er á einn eða annan hátt unnin í tengslum við samfélagið og íbúa þess. Verkefn- inu er ætlað að leita uppi samband og samræður út fyrir veggi safns- ins; út í almenningsrými borgar- innar, fjölmiðla og landið allt. Fyrstu listamennirnir til að sýna í sýningaröðinni eru Libia Castro og Ólafur Ólafsson. Viðfangsefni þeirra er að rann- saka eðli og efni auglýsinga, auk þess að taka og sýna sjónvarpsvið- töl við ólíka fulltrúa íslensks sam- félags, allt frá stöðumælavörðum til ráðherra. Libia og Ólafur hafa mótað sýningarrýmið sem fram- leiðslu- og kynningarsvæði, að meðtöldu upptökuveri og klippi- stofu, þar sem þau standa fyrir opinberum prufutökum mikinn hluta sýningartímans. Þau kalla sýninguna „Allir gera það sem þeir geta“. Á meðan á sýningunni stendur verða prufu- tökurnar enn fremur „sendar út“ með færanlegum myndvörpum á ýmsa veggi í hverfum borgar- innar. Frá því að samstarf Libiu og Ólafs hófst árið 1997 hafa þau skapað umhverfistengd verk í mörgum löndum, þar á meðal Kúbu, Tyrklandi, Hollandi, Dan- mörku, Þýskalandi, Belgíu, Banda- ríkjunum og Ítalíu, ásamt föður- landi hvors um sig, Spáni og Íslandi. Verk þeirra hafa verið sýnd á mikilvægum alþjóðlegum listviðburðum og sýningarstöðum, svo sem Manifesta7 (2008), CAC Màlaga (2007), Listahátíð í Reykja- vík (2005), De Appel CAC Amster- dam (2004) og áttunda Havana- tvíæringnum (2003). Libia og Ólafur hafa verið tilnefnd til virtra listverðlauna og verið boðin þátt- taka í margs konar alþjóðlegum verkefnum. Sem stendur eru þau búsett í Rotterdam í Hollandi og í Berlín í Þýskalandi þar sem þau taka þátt í dagskrá vinnustofu- miðstöðvarinnar Künstlerhaus Bethanien. Kveikjan að innsetningu Ingi- bjargar Jónsdóttur er tíminn, við- fangsefni allra tíma, samofinn spurningu okkar um tilurð alheims- ins. Uppspretta og þrætuepli heim- spekinga og vísindamanna og hverju mannsbarni undrunarefni. Tuttugasta öldin með öllum sínum framförum hefur fremur aukið á skilningsleysi okkar og vakið upp flóknari spurningar. Hafþór Yngvason er sýningarstjórinn að báðum þessum sýningum. Á sýningunni úr Erró-safneign Listasafns Reykjavíkur er áhersl- an lögð á málverk, prentverk og klippimyndir með vísun til þátta úr austrænni og vestrænni menningu. Erró er meistari myndflatarins, og beitir hér í verkum sínum á sann- færandi hátt með fjölmenningar- legum skírskotunum og raðar þeim saman á óvæntan hátt í því skyni að ögra, gleðja, stríða og skerpa skilningarvitin. pbb@frettabladid.is Allir gera það sem þeir geta MYNDLIST Libia Castro og Ólafur Ólafsson: Allir gera það sem þeir geta. Verkstæðið var opnað í gær en sýningin varir til 2. nóvember. MYND/LISTASAFN REYKJAVÍKUR Hringdu í síma ef blaðið berst ekki Sýningarnar standa til 2. nóv. og eru opnar virka daga frá 11-17 og helgar 13-16. Boðið er uppá leiðsagnir eftir samkomulagi Sími 575-7700 – gerduberg@reykjavik.is GERÐUBERG www.gerduberg.is STEINA – Sjónþing og opnun vídeólistasýningar Sunnudaginn 21. september kl. 13:30-16:00 Kynjaskepnur úr íslenskum þjóðsögum Jón Baldur Hlíðberg sýnir teikningar úr semnefndri bók. Flæði Guðný Svava Strandberg sýnir pennateikningar og vatnslitamyndir. Mola Sýning á útsaumuðum munstrum og táknum frá indíánaættbálkum í Suður-Ameríku. Má bjóða þér forskot? Nánar á www.leikhusid.is Fimm sýningar á 5.000 kr. Gefum góðar stundir Minnum á gjafakort Þjóðleikhússins ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Ástin er diskó, lífið er pönk e. Hallgrím Helgason fös. 19/09, lau. 20/09 Ekki missa af svaðalegum söngleik Skilaboðaskjóðan e. Þorvald Þorsteinsson lau. 20/09 kl. 14 örfá sæti laus Ævintýri fyrir alla fjölskylduna aftur á svið! Klókur ertu Einar Áskell e. Bernd Ogrodnik sun. 21/09 kl. 11 & 12.30 uppselt, aukasýning kl. 15 Þjóðleikhúsið Miðasala í síma 551 1200 og á www.leikhusid.is Leikhúsperlur Afmælisdagskrá Atla Heimis Sveinssonar Stóra sviðið sun. 21/09 kl. 16 örfá sæti laus
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.