Fréttablaðið - 19.09.2008, Side 48
28 19. september 2008 FÖSTUDAGUR
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
Föstudagur 19. september
➜ Tónleikar
21.00 Hljómsveitirnar Slugs,
Núm er Núll, Noise, Swords of
Chaos og Ashton Cut spila á
Belly‘s, Austurstræti (við hliðina á
Habi-Bi). Enginn aðgangseyrir.
21.00 Electronika Fram koma
Gjöll, Digital Madness og Dj.
Distursion. Kaffi Cultura við
Hverfisgötu. Aðgangur ókeypis.
➜ Fyrirlestrar
12.15 Utanríkisráðuneytið stend-
ur fyrir opnum umræðufundi með
Amre Moussa, framkvæmdastjóra
Araba bandalagsins, í hátíðarsal
Há skóla Íslands. Ingibjörg
Sólrún Gísladóttir utanríkisráð-
herra ávarpar fundinn.
➜ Ljósmyndasýningar
Fimm ungir ljósmyndarar
standa fyr ir ljósmyndasýn-
ingu í Lost Horse Gallery,
Skólastræti 1. Opið þri.-
fös. kl. 11-17 og á laug ar-
dögum kl. 13-17. Sýningin
stendur til 29. september.
➜ Dansleikur
Rokk&Ról ´08 Rokka billyband Reykja-
víkur, Vax og Bjartmar Guð laugsson
spila á Austfirðinga balli á Players,
Bæjarlind 4, Kópa vogi.
➜ Myndlist
Sjónarrönd Sæþór Örn Ásmundsson
sýnir málverk í Saltfélaginu, Granda-
garði 2. Sýningin stendur yfir út sept-
embermánuð. Opið mán.-fös. 10-18
og lau. 11-16.
Hjörtur Hjartarson sýnir verk í Verð -
andi Galleri á Laugavegi 51. Sýn ingin
stendur til 30. september og er opin
á afgreiðslutíma verslana við
Laugaveginn.
➜ Opnanir
17.00 Nýtt líf í Japan Helga Birgis-
dóttir (Gegga) opnar sýningu í her-
bergi Kirsuberjatrésins, Vesturgötu 4.
Sýningu lýkur 4. okt.
➜ Viðburður
Í tilefni af veitingu Íslensku
sjónlistarverðlaunanna
2008 stendur yfir fjöl-
breytt dagskrá á
Akureyri. Nánari upplýs-
ingar á www.sjonlist.is.
Upplýsingar um
viðburði sendist á
hvar@frettabladid.is
Í gær voru þrjár nýjar
myndlistarsýningar opnað-
ar í Listasafni Reykjavíkur
í Grófinni. Þar sýna Libia
Castro, Ólafur Ólafsson
og Ingibjörg Jónsdóttir ný
verk og að auki er ný sýning
á verkum Errós komin upp.
Ný sýningaröð er nú hafin í A-sal
Listasafnsins. Þar er ætlunin að
kynna myndlist sem er á einn eða
annan hátt unnin í tengslum við
samfélagið og íbúa þess. Verkefn-
inu er ætlað að leita uppi samband
og samræður út fyrir veggi safns-
ins; út í almenningsrými borgar-
innar, fjölmiðla og landið allt.
Fyrstu listamennirnir til að sýna í
sýningaröðinni eru Libia Castro
og Ólafur Ólafsson.
Viðfangsefni þeirra er að rann-
saka eðli og efni auglýsinga, auk
þess að taka og sýna sjónvarpsvið-
töl við ólíka fulltrúa íslensks sam-
félags, allt frá stöðumælavörðum
til ráðherra. Libia og Ólafur hafa
mótað sýningarrýmið sem fram-
leiðslu- og kynningarsvæði, að
meðtöldu upptökuveri og klippi-
stofu, þar sem þau standa fyrir
opinberum prufutökum mikinn
hluta sýningartímans.
Þau kalla sýninguna „Allir gera
það sem þeir geta“. Á meðan á
sýningunni stendur verða prufu-
tökurnar enn fremur „sendar út“
með færanlegum myndvörpum á
ýmsa veggi í hverfum borgar-
innar.
Frá því að samstarf Libiu og
Ólafs hófst árið 1997 hafa þau
skapað umhverfistengd verk í
mörgum löndum, þar á meðal
Kúbu, Tyrklandi, Hollandi, Dan-
mörku, Þýskalandi, Belgíu, Banda-
ríkjunum og Ítalíu, ásamt föður-
landi hvors um sig, Spáni og
Íslandi. Verk þeirra hafa verið
sýnd á mikilvægum alþjóðlegum
listviðburðum og sýningarstöðum,
svo sem Manifesta7 (2008), CAC
Màlaga (2007), Listahátíð í Reykja-
vík (2005), De Appel CAC Amster-
dam (2004) og áttunda Havana-
tvíæringnum (2003). Libia og
Ólafur hafa verið tilnefnd til virtra
listverðlauna og verið boðin þátt-
taka í margs konar alþjóðlegum
verkefnum. Sem stendur eru þau
búsett í Rotterdam í Hollandi og í
Berlín í Þýskalandi þar sem þau
taka þátt í dagskrá vinnustofu-
miðstöðvarinnar Künstlerhaus
Bethanien.
Kveikjan að innsetningu Ingi-
bjargar Jónsdóttur er tíminn, við-
fangsefni allra tíma, samofinn
spurningu okkar um tilurð alheims-
ins. Uppspretta og þrætuepli heim-
spekinga og vísindamanna og
hverju mannsbarni undrunarefni.
Tuttugasta öldin með öllum sínum
framförum hefur fremur aukið á
skilningsleysi okkar og vakið upp
flóknari spurningar. Hafþór
Yngvason er sýningarstjórinn að
báðum þessum sýningum.
Á sýningunni úr Erró-safneign
Listasafns Reykjavíkur er áhersl-
an lögð á málverk, prentverk og
klippimyndir með vísun til þátta úr
austrænni og vestrænni menningu.
Erró er meistari myndflatarins, og
beitir hér í verkum sínum á sann-
færandi hátt með fjölmenningar-
legum skírskotunum og raðar þeim
saman á óvæntan hátt í því skyni
að ögra, gleðja, stríða og skerpa
skilningarvitin. pbb@frettabladid.is
Allir gera það sem þeir geta
MYNDLIST Libia Castro og Ólafur Ólafsson: Allir gera það sem þeir geta. Verkstæðið
var opnað í gær en sýningin varir til 2. nóvember. MYND/LISTASAFN REYKJAVÍKUR
Hringdu í síma
ef blaðið berst ekki
Sýningarnar standa til 2. nóv. og eru opnar
virka daga frá 11-17 og helgar 13-16.
Boðið er uppá leiðsagnir eftir samkomulagi
Sími 575-7700 – gerduberg@reykjavik.is
GERÐUBERG
www.gerduberg.is
STEINA – Sjónþing og
opnun vídeólistasýningar
Sunnudaginn 21. september
kl. 13:30-16:00
Kynjaskepnur
úr íslenskum þjóðsögum
Jón Baldur Hlíðberg
sýnir teikningar úr semnefndri bók.
Flæði
Guðný Svava Strandberg
sýnir pennateikningar og
vatnslitamyndir.
Mola
Sýning á útsaumuðum
munstrum og táknum frá
indíánaættbálkum í Suður-Ameríku.
Má bjóða
þér forskot?
Nánar á www.leikhusid.is
Fimm sýningar á
5.000 kr.
Gefum góðar stundir
Minnum á gjafakort Þjóðleikhússins
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ
Ástin er diskó, lífið er pönk
e. Hallgrím Helgason
fös. 19/09, lau. 20/09
Ekki missa af svaðalegum söngleik
Skilaboðaskjóðan
e. Þorvald Þorsteinsson
lau. 20/09 kl. 14 örfá sæti laus
Ævintýri fyrir alla fjölskylduna aftur á svið!
Klókur ertu Einar Áskell
e. Bernd Ogrodnik
sun. 21/09 kl. 11 & 12.30 uppselt,
aukasýning kl. 15
Þjóðleikhúsið
Miðasala í síma 551 1200 og á www.leikhusid.is
Leikhúsperlur
Afmælisdagskrá Atla Heimis Sveinssonar
Stóra sviðið sun. 21/09 kl. 16
örfá sæti laus