Fréttablaðið - 19.09.2008, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 19.09.2008, Blaðsíða 23
Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 Leikkonan Hanna María Karls dóttir ólst upp við fisk á borðum fimm sinnum í viku. Hún segist því hrifin af fiski og er ofnbakaður saltfiskur uppáhaldsmaturinn hennar. „Ég er mikil fiskimanneskja og elda þennan rétt oft. Fiskur er hollur og við eigum að borða miklu meira af honum. Það má líka gera svo margt annað við saltfiskinn en sjóða hann. Ég er mikið fyrir ein- faldleika í matargerð og í þessum rétti endar allt í einu fati,“ segir Hanna María. Hún kveður réttinn bæði fljótlegan og fara vel í maga og því sé hann oft á matseðlinum hjá henni þegar von er á gestum. „Rétturinn er mjög vinsæll hjá gestum, alveg sama hverrar þjóðar þeir kunna að vera.“ Hanna María segist alltaf hafa verið dugleg að elda og hafa það sem reglu að elda eina heita máltíð á dag. Hún segist vanaföst á mat. „Ég er frekar vanaföst og var mat- vönd sem barn. Vildi bara borða kartöflur og smjör. Ég er ekki mikið fyrir sætindi og það má miklu frek- ar bjóða mér rúgbrauð með kæfu en tertusneið,“ segir Hanna María hlæjandi. Með saltfiskréttinum segir hún gott að drekka hvítvín, rauðvín eða hvað sem er. Það fari bara eftir því hvað standi til daginn eftir. Uppskriftina má finna á næstu síðu. heida@frettabladid.is Saltfiskur fer vel í maga Hanna María Karlsdóttir leikkona, sem ólst upp við fisk á disk fimm daga vikunnar, lumar á góðri upp- skrift að ofnbökuðum saltfisk. Hún eldar réttinn oft enda uppáhaldsmaturinn hennar. Hanna María Karlsdóttir leikkona segir ofnbakaðan saltfisk herramannsmat. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR LEIKHÚSIN standa fyrir ýmsum fjölskylduvænum sýningum sem tilvalið væri að skella sér á um helgina. Þjóðleikhúsið sýnir fjölskylduverkin Einar Áskel og Skilaboðaskjóðuna og Borgarleik- húsið hefur tekið Gosa aftur til sýninga. Nánar á www.leikhusid. is og www.borgarleikhus.is. Veitingahúsið Perlan - Sími 562 0200 - Fax 562 0207 Netfang perlan@perlan.is - Heimasíða www.perlan.is H ri n g b ro t 6.490 kr. 4ra rétta tilboð til 25. september · Léttreyktur lax með granateplum og wasabi sósu · · Humarsúpa, rjómalöguð með grilluðum humarhölum · · Lambahryggur með lambaskanka og rósmarínsósu · · Banana- og súkkulaðifrauð með vanillusósu · Gjafabréf PerlunnarGóð tækifærisgjöf! Hægt er að panta 4ra rétta seðilinn með sérvöldu víni með hverjum rétti: 9.990 kr. Banfi kvöldverður 26. september er á ný boðið upp á Banfi kvöldverð í Perlunni, þar sem andi Toscana héraðsins á Ítalíu svífur yfir vötnum. Í boði verður 4ra rétta seðill með eða án víns. Jazztríó Björns Thoroddsen spilar. Sjá nánar á perlan.is. Villibráðarhlaðborðið hefst 16. október. Aftur á dagskrá!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.