Fréttablaðið - 19.09.2008, Blaðsíða 56
36 19. september 2008 FÖSTUDAGUR
sport@frettabladid.is
FYLKIR 0-3 FJÖLNIR
0-1 Davíð Þór Rúnarsson (11.)
0-2 Pétur Georg Markan (20.)
0-3 Davíð Þór Rúnarsson (90.)
Fylkisvöllur, áhorf.: Óuppgefið.
Jóhannes Valgeirsson (7)
TÖLFRÆÐIN
Skot (á mark) 10–13 (4–5)
Varin skot Fjalar 2 – Þórður 4
Horn 3–9
Aukaspyrnur fengnar 10–13
Rangstöður 2–2
Fylkir 4–3–3 Fjalar Þorgeirsson 7 - Andrés
Jóhannsson 5, Þórir Hannesson 4, Valur Gíslason
3, Kjartan Breiðdal 3 - Ian Jeffs 5, Kristján Valdi-
marsson 4 (68., Kjartan Baldvinsson 5), Halldór
Hilmisson 4 (78., Björn Hermannsson) - Ingimundur
Óskarsson 6, Haukur Ingi Guðnason 5, Jóhann
Þórhallsson 2 (60., Ólafur Stígsson 5).
Fjölnir 4–3–3 Þórður Ingason 7 - Magnús Ein-
arsson 7, Óli S. Flóventsson 7, Kristján Hauksson 7,
Gunnar Gunnars. 7 - Heimir Guðmunds. 6, Tómas
Leifsson 6 (70., Ólafur Johnson 6), Gunnar Guð-
munds. 8 - Ólafur Snorra. 7 (81., Ómar Hák.), Davíð
Rúnars. 8, *Pétur Markan 8 (88., Aron Jóhanns.)
Vodafonev., áhorf.: Óuppgefið
Valur Þróttur
TÖLFRÆÐIN
Skot (á mark) 9–6 (3–1)
Varin skot Kjartan 1 – Bjarki Freyr 1
Horn 6–4
Aukaspyrnur fengnar 12–9
Rangstöður 5–1
ÞRÓTTUR 4–3–3
Bjarki F. Guðmunds. 6
Eysteinn Lárusson 5
Michael Jackson 5
Þórður Hreiðarsson 6
Kristján Ó. Björnsson 5
Rafn Andri Haralds. 4
(60., Hjörtur Hjartar. 5)
Hallur Hallsson 3
(60., Adolf Sveins. 6)
Dennis Danry 7
Andrés Vilhjálms. 5
(70., Magnús Lúðv. 5)
Jesper Sneholm 4
Sigmundur Kristjáns. 6
*Maður leiksins
VALUR 4–4–2
Kjartan Sturluson 6
Rasmus Hansen 6
Atli S. Þórarinsson 6
Barry Smith 6
Bjarni Ó. Eiríksson 5
Hafþór Æ. Vilhjálms. 4
(46., Baldur Aðalst. 7)
Baldur Bett 5
Sigurbjörn Hreiðars. 7
Guðm. Hafsteinsson 7
Guðm. Benediktsson 7
(67., Henrik Eggerts 6)
*Helgi Sigurðsson 8
(88., Baldur Þorólfs. -)
1-0 Guðmundur Hafsteinsson (47.)
2-0 Helgi Sigurðsson (51.)
2-0
Magnús Þórisson (7)
Akranesv., áhorf.: Óuppgefið
ÍA KR
TÖLFRÆÐIN
Skot (á mark) 11–21 (5–5)
Varin skot Trausti 4 – Stefán Logi 3
Horn 3–7
Aukaspyrnur fengnar 15–19
Rangstöður 0–2
KR 4–4–2
Stefán L. Magnússon 6
Skúli J. Friðgeirsson 6
Gunnlaugur Jónsson 6
Grétar S. Sigurðarson 7
Guðm. R. Gunnarsson 6
Gunnar Örn Jónsson 6
(73., Atli Jóhanns. -)
Jónas Guðni Sævars. 7
Bjarni Guðjónsson 7
(80., Guðm. Péturs. -)
Viktor B. Arnarsson 6
(82., Óskar Hauks. -)
Guðjón Baldvinsson 7
Björgólfur Takefusa 5
*Maður leiksins
ÍA 4–3–3
*Trausti Sigurbjö. 7
Árni T. Guðmunds. 7
Heimir Einarsson 7
Helgi P. Magnússon 5
Guðjón Sveinsson 6
Guðm. B. Guðjóns. 6
Bjarki Gunnlaugsson 7
Jón Vilhelm Ákason 6
(78., Árni Pjeturs. -)
Björn Bergmann 6
Stefán Þórðarson 6
Arnar Gunnlaugsson 5
(62., Þórður Guðj. 6)
0-0
Eyjólfur Kristinsson (6)
STAÐA EFSTU OG NEÐSTU LIÐA:
1. Keflavík 20 14 4 2 51:26 46
2. FH 19 12 2 5 42:23 38
3. Valur 20 11 2 7 33:25 35
4. Fram 20 11 1 8 27:19 34
5. KR 20 10 3 7 32:21 33
------------------------------------------------------------
9. Þróttur 20 5 7 8 26:40 22
10. Fylkir 20 5 4 11 21:36 19
11. HK 20 4 3 13 23:43 15
12. ÍA 20 2 6 12 17:42 12
Þróttarar tryggðu sæti sitt í Landsbankadeildinni í gær þrátt
fyrir að hafa tapað fyrir Val 2-0 á Vodafone-vellinum. „Mér
er í raun skítsama um þennan leik þar sem við vorum að
tryggja sæti okkar í deildinni,” sagði Sigmundur Kristjáns-
son, leikmaður Þróttar, þegar hann var nýbúinn að fagna
ásamt félögum sínum og stuðningsmönnum.
„Það er ekki oft sem maður fagnar eftir tapleiki. Við
vorum ágætir í fyrri hálfleik en í seinni hálfleik vorum
við bara úti að skíta. Það var HK sem hjálpaði okkur
að ná markmiðinu. Við erum samt ekki hættir og
stefnum að sjálfsögðu á að vinna þá tvo leiki sem
eftir eru,” sagði Sigmundur.
Bjarki Guðmundsson, markvörður Þróttar, fékk að
líta gula spjaldið undir lok leiksins. Það var hans fjórða
gula spjald í sumar og því ljóst að hann fer í leikbann.
„Bjarki hljóp að miðlínunni til að fá sér vatn. Dómarinn vildi
meina að hann væri að mótmæla og gaf honum spjald. Ég stóð
þarna hjá og veit að Bjarki sagði ekkert,” sagði Sigmundur um
atvikið.
Bjarki var allt annað en sáttur við gula spjaldið, missti stjórn á
skapi sínu og fékk rautt eftir leikinn. Þegar hann var á leið inn í klefa
kýldi hann plast sem var í loftinu við innganginn með þeim afleið-
ingum að það brotnaði. Rasmus Hansen, leikmaður
Vals, fékk einnig rauða spjaldið en það var fyrir
gróft brot undir lok leiksins.
Willum Þór Þórsson, þjálfari Vals, var sáttur
við sigurinn. „Það var mikill kraftur í okkur
fyrstu mínútur seinni hálfleiksins og það skóp
þennan sigur. Fram undan hjá okkur er
einn af úrslitaleikjunum um Evrópusætið
þegar við mætum Fram og við verðum að
koma tilbúnir í þann leik,” sagði Willum.
Leikurinn í gær var ekki mikil skemmt-
un fyrir utan fyrstu sex mínútur seinni
hálfleiks þegar Helgi Sigurðsson og Guð-
mundur Steinn Hafsteinsson skoruðu mörkin tvö en sá
síðarnefndi var að skora sitt fyrsta mark í Landsbanka-
deildinni. - egm
SIGMUNDUR KRISTJÁNSSON ÞRÓTTARI: EKKERT OF SÁTTUR ÞÓ SVO AÐ ÞRÓTTUR HALDI SÆTI SÍNU Í EFSTU DEILD
Mér er í raun skítsama um þennan leik
> Arnar og Bjarki líklega áfram
Gísli Gíslason, formaður meistaraflokksráðs ÍA, var daufur
í bragði í leikslok í gær en sagði að nú tæki við mikið
uppbyggingarstarf hjá félaginu. „Þetta er náttúrlega mjög
súrt, núna loksins þegar þessi dagur er upp runninn. En
þetta er í þriðja sinn sem ÍA fellur og við
erum ákveðnir í að koma sterkari til baka
og súra bragðið hverfur vonandi fljótt,“
segir Gísli, sem staðfesti að viðræður
um að þjálfararnir Arnar og Bjarki
Gunnlaugssynir héldu áfram með
Skagaliðið væru þegar hafnar og
hann reiknaði með því að gengið
yrði frá því fyrr en síðar. Bræðurnir
hafa áður lýst því yfir að þeir vilji
halda áfram með liðið.
FÓTBOLTI Fjölnir náði loksins mark-
miðum sínum fyrir tímabilið með
3-0 sigri á slökum Fylkismönnum í
gær.
Davíð Þór Rúnarsson skoraði
tvö mörk fyrir Fjölni og Pétur
Markan eitt en Fylkismenn réðu
ekkert við skipulagðan leik Fjölnis-
manna og náðu sjaldan að skapa
sér færi af einhverju viti.
Fjölnismenn óðu hins vegar í
færum og hefðu getað verið 5-0
yfir eftir aðeins 25 mínútur.
„Við erum búnir að bíða lengi
eftir þessum leik,“ sagði Ásmund-
ur Arnarsson, þjálfari Fjölnis. „Ég
er samt sáttur við sumarið og nú
þurfum við að undirbúa okkur
fyrir bikarúrslitin. Það er leikur
sem við viljum að sjálfsögðu
vinna.“
„Allt það sem við lögðum upp
með hvarf á fyrstu 25 mínútunum,“
sagði Sverrir Sverrisson, þjálfari
Fylkis. „Menn voru ekki klárir í
slaginn og hugarfarið var einfald-
lega ekki rétt. Ég held að allir
strákarnir séu mjög svekktir með
sjálfa sig og þeir koma með réttu
hugarfari í næsta leik.“ - esá
Fjölnir vann auðveldan sigur á afar döprum Fylkismönnum sem eru enn í fallhættu eftir 3-0 tap:
Fjölnismenn náðu loksins markmiði sínu
ÁTÖK Það var ekkert gefið eftir í Árbænum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
FÓTBOLTI Það er enginn uppgjafar-
tónn í Skagamönnum þrátt fyrir
að félagið hafi í gærkvöld endan-
lega fallið í 1. deild eftir 0-0 jafn-
tefli við KR á Akranesvelli.
„Þetta var fínn leikur sem var
reyndar spilaður við erfiðar
aðstæður. Úrslit úr öðrum leikjum
urðu eins og við þurftum en þetta
féll ekki með okkur gegn KR og
við náðum ekki að setja þetta eina
mark sem til þurfti,“ segir Þórður
Guðjónsson, leikmaður og fram-
kvæmdastjóri ÍA.
Lítið var um opin marktækifæri
framan af leik á Akranesvelli en í
seinni hálfleik fékk hvort liðið um
sig ágæta möguleika til þess að
hirða öll stigin þrjú. En allt kom
fyrir ekki og jafntefli var í raun
vond úrslit fyrir bæði lið þar sem
Skagamenn þurftu sigur til þess
að eygja von um að bjarga sér frá
falli og KR-ingar eru í harðri bar-
áttu um þriðja sæti deildarinnar.
„Þetta jafntefli gerði vissulega
lítið fyrir bæði lið en við erum þó
enn í baráttunni um þriðja sætið,“
segir Bjarni Guðjónsson, leik-
maður KR sem gekk í raðir Vestur-
bæinga frá ÍA fyrr í sumar. „Ég
var svona smá áttavilltur í upp-
hafi leiks en síðan kom þetta. Ég
er KR-ingur í dag og þetta var
bara eins og hvert annað verk-
efni,“ segir Bjarni.
Falldraugurinn var búinn að
fylgja ÍA svo að segja í allt sumar
og Þórður kvað Skagamenn því í
raun vera við öllu búna upp á
framhaldið að gera.
„Undirbúningur fyrir 1. deild-
ina hefst bara strax á morgun [í
dag] og við munum fara vel og
vandlega yfir okkar mál og skoða
hvað hefur verið að fara úrskeiðis
hjá okkur. Ekki bara í sumar
heldur einnig síðustu árin. Það
vantar í raun fullt af árgöngum
inn í liðið hjá okkur og þetta er
eitthvað sem við erum óvanir upp
á Skaga og þurfum að endurskoða
af mikilli alvöru. Fram undan er
því mikið uppbyggingarstarf og
krefjandi barátta,“ segir Þórður.
Spurður út í gömlu mennina í
liðinu kvaðst Þórður ekki útiloka
það að flestir þeirra myndu halda
áfram. „Við þurfum náttúrlega
bara að skoða það hver og einn.
Annars sé ég í fljótu bragði ekkert
því til fyrirstöðu að menn haldi
áfram þar sem við gömlu menn-
irnir erum ekkert verr á okkur
komnir en margir af þessum strák-
um sem eru að koma upp,“ segir
Þórður.
Logi Ólafsson, þjálfari KR, var
ekki sáttur í leikslok á Akranes-
velli í gær. „Mér fannst við ekki
nýta okkar hæfileika og mögu-
leika í leiknum. Aðstæðurnar voru
vissulega erfiðar en mér fannst
við ekki nógu beinskeyttir í fyrri
hálfleik á móti vindi og við vorum
ekki að skapa nógu mikið. Við
náðum svo að skapa okkur nokkur
færi í seinni hálfleik eins og þeir
reyndar en í heildina litið er ég
ekki sáttur. Við vorum ekki að
leika vel í þessum leik,“ segir
Logi.
Logi sem þjálfaði ÍA á sínum
tíma viðurkenndi að honum þætti
leitt að sjá á eftir Skagaliðinu falla
niður um deild. „Mér þykir mikið
til Skagamanna komið og ég á
marga góða vini upp á Akranesi.
Þannig að mér finnst þetta vissu-
lega súrt í broti fyrir þeirra hönd.
Mótið byrjaði illa hjá ÍA og endaði
illa en ég er viss um að Skaga-
menn koma á mikilli siglingu upp í
Landsbankadeild mjög fljótt,“
segir Logi. omar@frettabladid.is
Sagan endurtók sig eftir átján ár
ÍA féll úr efstu deild í þriðja sinn í sögu félagsins eftir markalaust jafntefli gegn KR á heimavelli. KR-ingar
voru líka örlagavaldar þegar ÍA féll síðast, árið 1990. Skagamenn ætla að stokka upp og endurbyggja liðið.
SVEKKTUR Þórður Guðjónsson átti erfitt
með að leyna gremju sinni eftir leikinn
og kvartaði í dómurunum.
FRÉTTABLAÐIÐ/EIRÍKUR
VIÐ FÖRUM BARA UPP NÆSTA SUMAR Þetta gæti Gísli Gíslason, formaður rekstrar-
félags ÍA, verið að segja við ungu mennina Arnar Thor og Helga Pétur er þeir gengu
af velli í gær eftir að hafa fallið í 1. deild. FRÉTTABLAÐIÐ/EIRÍKUR