Fréttablaðið - 19.09.2008, Blaðsíða 22
22 19. september 2008 FÖSTUDAGUR
UMRÆÐAN
Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir
skrifar um heilbrigðismál
Bera má saman fjármálakerfi og heilbrigðiskerfi. Þó að fjár-
festingar innan þessara kerfa og
sú þekking sem þarf til að meta
ávinning og áhættur fjárfestinga
séu afar ólíkar þurfa svipuð skil-
yrði að vera til staðar til að tryggja
góða ákvarðanatöku. Til dæmis
eru þrjár meginástæður taldar
skýra þann vanda sem nú ríkir á
fjármálamörkuðum: a) skortur á
tilhlýðilegum leikreglum, b)
skortur á gegnsæi og góðum upp-
lýsingum, og c) gölluð líkön sem
notuð eru við áhættumat. Þessir
þrír orsakaþættir vandræða í
fjármálakerfum valda líka vand-
ræðum í heilbrigðiskerfum. Öllum
heilbrigðiskerfum er
hætta búin ef ekki er til
staðar tilhlýðilegt reglu-
verk, góðar upplýsingar
og þekking til að meta
kerfislægar áhættur. Við
skipulag og stýringu heil-
brigðiskerfa þarf að taka
mið af þessu.
Landsmenn fjárfesta í
heilbrigðiskerfinu með
greiðslu skatta. Ný
Sjúkratryggingastofnun mun
fjárfesta fyrir hönd skattgreið-
enda í líkamlegri, andlegri og
félagslegri heilsu landsmanna.
Með nýjum lögum um sjúkra-
tryggingar hafa kjörnir fulltrúar
búið stofnuninni leikreglur til að
tryggja aðgengi, jöfnuð, öryggi,
gæði, árangur og hagkvæmni
þjónustunnar. Það kemur í hlut
Sjúkratryggingastofnunar að
framfylgja lögunum,
tryggja aðgengi að góðum
upplýsingum og byggja
upp þekkingu til að meta
kerfislægar áhættur.
Framkvæmd laganna
felur í sér innleiðingu
þeirra kerfisbreytinga
sem ríkisstjórnin boðaði í
stefnuyfirlýsingu sinni í
maí 2007. Góðar og
áreiðan legar upplýsingar
eru forsenda þess að Sjúkratrygg-
ingastofnun nái markmiðum
ríkisstjórnarinnar. Góð upplýs-
ingatækni verður lífæð stofnunar-
innar og tryggir ekki bara gæði
og öryggi þjónustunnar fyrir sjúk-
linga, heldur má hér finna helstu
hagræðingarvon í rekstri heil-
brigðisþjónustunnar á Íslandi.
Með Sjúkratryggingastofnun
fæst á einum stað í kerfinu
heildarsýn við samningagerð um
kaup og greiðslur fyrir heilbrigðis-
þjónustu. Þannig má draga úr
kerfislægri áhættu, það er hætt-
unni á því að einn samningur um
tiltekna þjónustu raski þjónustu
annars staðar í kerfinu. Við mat á
kerfislægum aðstæðum og áhætt-
um þarf meðal annars að taka mið
af upplýsingum um heilsufars-
aðstæður og þarfir landsmanna,
samsetningu og stöðu mannauðs
og tækni, og kostnað.
Fjárfestar í opinberum heil-
brigðiskerfum eru sífellt kröfu-
harðari hópur. Það sem einkennir
þennan hóp á Norðurlöndunum er
hollusta við kerfið að því tilskildu
að jafnt skuli yfir alla ganga, og
að áhættunni sé dreift milli eldri
og yngri í kerfinu, milli heil-
brigðra og veikra, efnameiri og
efnaminni.
Þessi samanburður á að undir-
strika að til að vel takist til við
framkvæmd nýrra laga verða
ákveðnar forsendur að vera til
staðar. Kerfisbreytingarnar eru
langtíma samstarfsverkefni
starfsfólks í heilbrigðisþjónustu.
Hafa þarf áhuga og vilja til að tak-
ast á við ný verkefni, getu til að
læra af reynslu annarra, tilfinn-
ingu fyrir gildi smárra skrefa,
úthald og skilning á því að árang-
ur skilar sér ekki á einu ári. Mark-
miðið er verðugt; að tryggja
áfram hágæðaþjónustu og þar
með velferð á varanlegum
grunni.
Höfundur er stjórnsýslufræðingur
og einn af hugmyndafræðingunum
að baki nýsamþykktum lögum um
sjúkratryggingar.
Fjárfesting í heilsu og mannslífum
SIGURBJÖRG
SIGURGEIRSDÓTTIR
UMRÆÐAN
Víglundur Þorsteins-
son skrifar um krón-
ur, evrur og íslenska
„kreppu“
Þegar hækkanir kjara-samninganna komu inn
í yfirspennt hagkerfið þar
sem hágengi og hráefna-
hækkanir voru allt að drepa hlaut
undan að láta. Fyrirtækin sem það
gátu keyrðu út verðhækkanir hið
snarasta. Verðbólgan birtist á ný.
Allir sem um þurftu að véla sáu að
gengisstyrkurinn hlaut að breytast
í veikleika og flóttinn úr erlendum
lánastöðum og spákaupmennsku
með krónunni hófst af ógnarhraða.
Bjartsýnin varð að bölsýni. Óttinn
og flóttinn tóku völdin.
Afleiðingin er öllum ljós í dag.
Krónan hríðféll og er nú um 30%
lægri en um síðustu áramót. Við
þessar aðstæður glymja upphróp-
anirnar úr öllum áttum svo sem:
Krónan er ónýt. Það þarf nýja
þjóðarsátt. Ætlar ríkisstjórnin
virkilega ekkert að gera? Í þessari
umræðu fljóta síðan alls konar
skyndihugmyndir um úrbætur
sem engu fá breytt um stöðu mála
nú. Jafnvel má heyra stjórnmála-
foringja í grímulausu lýðskrumi
gera því skóna að auðvelt verði að
halda uppi kaupmætti liðinna ára.
Því fer víðsfjarri. Kaupmáttur
hefur versnað og batnar ekki í
bráð. Enginn mannlegur máttur
breytir því. Við erum nefnilega
búin að „taka út svo mikið kaup
fyrirfram“. Við ráðum því hins-
vegar hvort kaupmáttarsamdrátt-
urinn (endurgreiðslan á fyrirfram
greiddu laununum) verður við
litla eða vaxandi og viðvarandi
verðbólgu. Eyðsla undanfarinna
ára og tilheyrandi skuldasöfnun
verður ekki lagfærð nema með
því að spara og greiða skuldir.
Þessi ráð hefur forsætisráðherr-
ann reynt að færa okkur en talað
fyrir daufum eyrum hingað til.
Allir vilja hinsvegar björgunar-
aðgerðir, nýja þjóðarsátt eða
„kraftaverkalausnir“ eins og nýjan
gjaldmiðil, allt í þeirri von að slíkt
leysi okkur undan vandanum án
fórna.
Þá fyrst að við horfumst í augu
við það að engra kraftaverka er að
vænta verður hægt að hefja vinnu
við að leggja drög að lausninni. Án
slíkrar viðurkenningar verður
engin von um árangur.
Forsendur þjóðarsáttarinnar
Vilji menn kalla verkefnið „nýja
þjóðarsátt“ er rétt að rifja upp út á
hvað hún gekk:
1. Það var sameiginleg niður-
staða ASÍ og VSÍ árið 1990 að verð-
bólguhjólið yrði ekki lengur knúið
og að kaupmáttarrýrnun væri óum-
flýjanleg. Íslensk fyrirtæki voru
búin að brenna upp eða rétt að
klára að tapa öllu sínu eiginfé á
verðbólgubálinu.
2. Þá var það sömuleiðis sameigin-
leg niðurstaða beggja að óumflýjan-
legur kaupmáttarsamdráttur yrði
öllum bærilegri við lága verðbólgu
en háa.
3. Efla þyrfti samkeppnis-
stöðu útflutnings- og sam-
keppnisgreina með leið-
réttingu á gengisskráningu
krónunnar til að endur-
reisa fyrirtækin svo von
væri um framtíðarbata.
4. Sérstakar aðgerðir
þyrftu að koma til varnar
þeim þegnum sem lakast
voru settir.
5. Að öðru leyti þyrftu
allir að bera þá almennu kjara-
skerðingu sem við þjóðinni blasti.
6. Gerðar voru harðar kröfur á
fyrirtækin til framleiðniaukningar
og endurskipulagningar sem endur-
gjald fyrir bætta samkeppnisstöðu
þeirra.
7. Loks var á því byggt að ríkis-
stjórn myndi með sínum aðgerðum
stuðla að framgangi þjóðarsáttar
með fjárlagagerð og gengisskrán-
ingu.
Ástand okkar efnahagsmála þá
og nú er ekki til að jafna saman.
Eigi að síður er okkur nú vandi á
höndum. Sá vandi er þó auðleystur
ef við hættum að flýja umræðuna
óumflýjanlegu um væntanlega
kjaraskerðingu.
Lága verðbólgu frekar en háa
Sú kjaraskerðing sem blasir við
verður bærilegri við lága verð-
bólgu en háa. Verkefnið er mun
léttara nú en þá að við búum við
jákvæða þróun útflutnings og vax-
andi þjóðartekjur. Öflugt lífeyris-
kerfi og mikinn peningalegan
sparnað og þvert á alla umræðu
nægan og mikinn gjaldeyrisvara-
sjóð, eða allt að 1.800 milljarða
þegar allt er talið. Nokkuð sem
ekki var til staðar á árunum 1988
til 1990 þegar þjóðarsáttin var í
þróun og undirbúningi. Þá var allt
einfaldlega í kaldakoli.
Nú sér brátt fyrir endann á þeim
innistæðulausu verðbólgusamn-
ingum sem gerðir hafa verið á
þessu ári. Að vísu eru nokkrir smá-
hópar eftir. Engu að síður er nú
komið að því að líta upp og glíma
við afleiðingar þeirra og forða
frekara tjóni en orðið er.
Þegar við neyðumst nú til að
stokka upp er óumflýjanlegt að líta
til baka og læra af mistökunum.
Skuldir okkar hverfa ekki við það
að ganga í Evrópusambandið og
taka upp evru, verðbólgan ekki
heldur. Áður en nokkrar aðgerðir
geta orðið til gagns verðum við að
viðurkenna staðreyndir. Verð-
bólgan er og skuldirnar líka. Ef
ekkert er að gert getur bólgan allt
eins magnast.
Við berum öll ábyrgð á ástand-
inu og það er engin töfralausn til
bjargar. Kaupmáttur okkar sem nú
er að rýrna verður ekki aukinn í
bráð og líklega ekki fyrr en eftir
12-24 mánuði. Það er hinsvegar
engin kreppa við þann kaupmátt
sem stefnir í á næstunni.
Við þurfum jafnframt nú eins og
á tímum þjóðarsáttarinnar að horfa
á peningamálastjórnina, í þetta
sinn síðastliðin sjö ár. Skerpa
stjórntækin, læra af mistökum
sem gerð hafa verið og leiðrétta
stefnuna svo „seðlabankastýrið“
virki með þeim hætti sem þarf.
Þjóðarsáttin nýja snýst um þær
sameiginlegu leiðir sem við þurfum
að feta til að gera Seðlabankanum
unnt að lækka vexti.
Eitt verkefni á þeirri leið er að
ákveða hverja af þrem mismun-
andi íslenskum krónum við viljum
styðjast við í framtíðinni. Já,
hverja af þrem viljum við nota því
þrjár eru þær sannanlega.
Sú fyrsta er sjálf gengisvogin
sem í dag ber stýrivexti sem eru
4,093%. Númer tvö er Seðlabanka-
krónan með sína 15,5% stýrivexti
og loks verðtryggða krónan með
vexti til viðbótar verðtryggingu á
bilinu 5-11% í dag. Ástand peninga-
málastjórnar á Íslandi er eins og
skip með þrjú stýri sem hvert
stýrir sína átt.
Sú stefnuskekkja hefur leitt af
sér gengissveiflur sem við höfum
búið við og ýtt undir mikla spá-
kaupmennsku með íslensku krón-
una. Gert hagnaðarmöguleika spá-
kaupmanna í stöðutökum með og á
móti krónunni fyrirsjáanlega
vegna auðlesins seðlabanka. Svo
mjög að segja má að þeir „róli sér í
gengisrólunni“ á tiltölulega áhættu-
lausan máta og sæki gengishagnað
fremur auðveldlega.
Verðum að viðurkenna staðreyndir
Slíkt ástand getur ekki og má ekki
halda áfram. Nú verðum við að við-
urkenna staðreyndir og mistökin. Í
því sambandi er rétt að líta til
okkar nágrannaþjóða og krónanna
þeirra. Vaxtamun eins og hér gildir
á íslensku seðlabankakrónunni
sjáum við að sjálfsögðu hvergi þar.
Þeim nægir vaxtamunur á sínar
gengisvogir sem nemur 1-2% og ná
árangri. Gengissveiflur þessara
mynta eru smávægilegar saman-
borið við okkar krónu.
Sama árangri getum við náð með
því einu að gera eins og þeir sam-
hliða því að taka okkur því taki sem
við þurfum hvort eð er. Öll umræða
um upptöku nýs gjaldmiðils er
flótti frá verkefninu og gerir ekk-
ert annað en að drepa málum á
dreif.
Í framtíðinni má síðan ræða Evr-
ópusamband og evru og framtíðar-
kosti okkar og ekki síður framtíð
Evrópusambandsins. Mér segir
svo hugur að í þeirri umræðu þurfi
fleira að skoða en við höfum gert
hingað til.
Það eru margar spurningar sem
kvikna. Hvernig verður framtíðar
hagþróun hinnar auðlindasnauðu
Evrópu? Evrópu Pútíns sem heldur
um olíu- og gaskranana? Evrópu
fátæktarinnar sem hvergi nærri
getur getur staðið við lífeyris-
skuldbindingar sínar nú, hvað þá í
framtíðinni.
Hvernig reynist 60 ára gömul
hugmyndafræði Monet og
Schumans á 21. öldinni? Öld Asíu
og heimssamkeppninnar? Er hið
unga óreynda myntsamstarf með
mismunandi skattkerfum og mis-
gengi hagvaxtar á svæðinu líklegt
til langlífis? Allt eru þetta spurn-
ingar til viðbótar við áður ræddar
séríslenskar. Enn fleiri spurningar
munu síðan koma til. Þær og aðrar
bíða hins vegar betri tíma.
Höfundur er stjórnarformaður
BM Vallár.
Kjarasamningar og kreppa
VÍGLUNDUR
ÞORSTEINSSON
UMRÆÐAN
Guðmundur Örn
Gunnarsson
Áætlað er að um 3,5-4,5 milljónir manna í
heiminum búi við mænu-
skaða vegna slysa. Á
Íslandi eru rúmlega
hundrað einstaklingar
mænuskaddaðir. Nær
helmingur þeirra slasað-
ist í umferðarslysum. Þá hlýst
mænuskaði einnig af völdum
íþrótta, glæpa, sjúkdóma, vinnu-
slysa, útreiða og af ýmiss konar
falli. Meðalaldur þeirra sem
skaddast á mænu er um 20 ár
þannig að flestir eru mjög ungir
þegar þeir verða fyrir þessari
lífsreynslu. Karlmenn eru um 80
þeirra sem hljóta mænuskaða
vegna slysa. Varlega áætlað eru
um 250.000-300.000 einstakling-
ar í Bandaríkjunum skaddaðir á
mænu vegna slysa, 400.000-
450.000 í löndum Evrópu og um
500.000-550.000 í Kína.
Margir átta sig ekki á því að
skaði á mænu snýst ekki einvörð-
ungu um að bindast hjólastól. Sá
hluti líkamans sem er fyrir neðan
skaðann lamast eða starfsemi
hans skerðist verulega, svo sem
útlimir, innyfli, þvagblaðra og
innri og ytri kynfæri. Lungna-
starfsemi minnkar eða hverfur
hjá hátt lömuðu fólki auk þess
sem skynið, sem er viðvörunar-
kerfi líkamans, hverfur. Þess
vegna er mænuskaði einn alvar-
legasti skaði sem einstaklingur
getur hlotið og hann skilur eftir
sig mikla eyðileggingu.
En það er alltaf von og sú von
endurspeglast í tilurð Mænu-
skaðastofnunar Íslands sem varð
til vegna þrautseigju Auðar Guð-
jónsdóttur, móður mænuskadd-
aðrar stúlku, sem hefur árum
saman barist fyrir því að íslenska
þjóðin beiti sér fyrir því á
alþjóðavísu að lækning á mænu-
skaða verði að veruleika. Elja
Auðar hefur vakið verðskuldaða
athygli og nú hafa íslensk stjórn-
völd, fyrirtæki og einstaklingar
tekið höndum saman og sett á fót
Mænuskaðastofnun í þeim til-
gangi að styðja hugsjón hennar.
VÍS er stolt af því að vera eitt
þessara fyrirtækja – enda hefur
VÍS notið krafta Auðar og Hrafn-
hildar, dóttur hennar, í þágu
umferðarslysaforvarna félags-
ins.
Mænuskaðastofnun Íslands
var stofnuð 11. desember 2007.
Markmið stofnunarinnar
er að vera leiðandi afl á
sviði úrræða fyrir mænu-
skaddaða og vinna að því
með öllum tiltækum
ráðum að lækning á
mænuskaða verði að
veruleika. Aðaltilgangur
stofnunarinnar er að
vekja athygli á málefn-
inu á alþjóðavettvangi
og safna fé til handa
læknum, vísindamönn-
um og öðrum sem vinna að fram-
förum til heilla mænusködduð-
um. Annar tilgangur
stofnunar innar er að safna á einn
stað upplýsingum um tilrauna-
meðferðir sem nú fara fram víðs
vegar um heim á mænusködduðu
fólki og koma á tengslum meðal
brautryðjenda sem vinna að
lækningu.
Það er álit fagaðila að með
starfrækslu stofnunarinnar gæti
Ísland orðið leiðandi í þeirri
þróun að vestræn ríki taki tiltek-
in baráttumál á heilbrigðissviði
upp á sína arma – safni fé og nýti
það til rannsókna og upplýsinga-
gjafar á alþjóðavísu. Það getur
haft mjög mikla þýðingu fyrir
heimsbyggðina að vel menntuð
og vel stæð þjóð tali máli mænu-
skaddaðra á alþjóðavísu og beiti
áhrifum sínum til framfara á
sviðinu.
Gagnabanki hefur verið starf-
ræktur í tvö ár undir merkjum
heilbrigðisráðuneytisins og
WHO, Alþjóðaheilbrigðisstofn-
unarinnar. Yfirmaður hans er
Bandaríkjamaðurinn dr. Laur-
ance Johnston. Gagnabankinn er
hugsaður sem alþjóðleg upplýs-
ingabrú um nýjungar í meðferð
við mænuskaða og er þegar
framsettur á nokkrum tungu-
málum en unnið er að þýðingu
hans á fleiri tungumál. Þannig
munu vísindamenn um allan
heim fá aðgang að upplýsingum
og geta miðlað reynslu í þeirri
viðleitni að finna lækningu við
mænuskaða.
Nú er hafið fjáröflunarátak til
styrktar Mænuskaðastofnun
Íslands sem nær hámarki með
beinni sjónvarpsútsendingu á
Stöð 2 föstudaginn 19. september.
Leitað verður eftir stuðningi
almennings til þess að hægt verði
að efla stofnunina og rannsóknir í
þágu mænuskaddaðra. Enginn
veit hver verður næstur í röðinni.
Höfundur er forstjóri VÍS og
varamaður í stjórn Mænuskaða-
stofnunar Íslands.
Þekking í þágu
mænuskaddaðra
GUÐMUNDUR ÖRN
GUNNARSSON
Auglýsingasími
– Mest lesið