Fréttablaðið - 21.09.2008, Síða 45

Fréttablaðið - 21.09.2008, Síða 45
matur 7 Kósíkvöld Sæktu sloppana, ég skal poppa, það er kósíkvöld í kvöld,“ syngja drengirnir í Baggalút í einu laga sinna. Óhætt er segja að hvert orð sé þar samið og sungið af hjartans lyst þar sem í textanum er fólgin uppskrift félaganna að hinu fullkomna kósíkvöldi. „Tónlist og grín- og hasarmyndir frá 9. áratugnum, sem kalla fram ljúfsárar minningar, og gott sjón- varpsnasl eru grunnurinn að nota- legri samverustund,“ segir texta- og lagahöfundurinn Bragi Valdimar Skúlason og bætir við að nauðsyn- legt sé að nostra aðeins við naslið svo að úr verði ósvikin sælkera- veisla. „Til dæms mætti flikka aðeins upp á gamla góða örbylgju- poppið, án þess þó að ganga of langt með því að hunangspensla hvert og eitt. Þá hættir þetta að vera kósí,“ útskýrir hann og segir svo tilvalið að skella sér í litríka sloppa til að fullkomna stemning- una. - rve Lúxus PÖNNUKÖKU- TRÍTMASTER 3 dl hveiti 1/2 tsk salt 3 egg 6 dl mjólk 30 g brætt smjör 1 kirsuber Rifsberjagel, eftir smekk Þeyttur rjómi, í óhófi Þeytið mjólk, hveiti og salt saman. Hrærið eggjum saman við og loks smjörinu. Bakið næfurþunnar pönnu- kökur úr deiginu. Staflið pönnukökunum upp með vænu lagi af sultu á milli. Skellið rjóman- um ofan á þegar staflinn er orðinn ásættanlega hár og komið loks einu sérvöldu kirsuberi fyrir efst, í miðjunni. HVEITIBOLLUR GULLGERÐAR- MEISTARANS 1 og 1/4 bolli volgt vatn 1 tsk ger, beint út í 1 msk sykur, beint út í 1 til 2 msk olía, beint út í 3 bollar af hveiti 1 tsk salt, sett ofan á hveitið Rúsínum, bætt í ef vilji er fyrir hendi Hnoðið og setjið í form. Látið rísa eins lengi og mögulegt er. Mótið bollurnar og látið hefast enn frekar. Bakað í ofni við 180°C í 15 mínútur, eða þar til bollurnar eru slegnar gullnum ljóma. Berið bollurnar fram ylvolgar með stikkils- berjahlaupi og vel þroskuðum suður- evrópskum brie. POPP SÖRPRÆS Poppið poppkorn eftir smekk – og setjið í fallega skál. Stingið þar- tilgerðum prjóni síðan í gegnum hvert popp og dýfið því í eina af eftirtöldum ídýfum (eða margar í einu, eftir smekk): Bráðið súkkulaði, helst hvítt. Sýróp. Óbærilega sterka salsasósu. Bernais-, kokteil- eða soyasósu (má sleppa). SALTSTANGIR PAR EXELANS Vefjið sérvöldum miðlungssöltuðum saltstöngum, þremur og þremur saman, inn í örþunna sneið af hamborgarhrygg, upp á flippið. DRYKKJARFÖNG Með þessu er að sjálfsögðu drukkið vel kælt kamparí í órans. Og svo að endingu sjóðheitur, firnasterkur bolli af biksvörtu Bragakaffi. KÓSÍMATUR PAR EXELENS S D Félagarnir í Baggalút kunna sannarlega að gera sér glaðan dag. Myndin gefur þó ekki fullkomna mynd af kósíkvöldi hjá drengjunum þar sem slopparnir voru í þurrhreinsun eftir síðasta kósíkvöld. Pönnuköku- trítmaster. Hveitibollur gull- gerðarmeistarans. Vel kælt kamparí í órans. FR ÉT TA BL A Ð IÐ /A RN ÞÓ R Brauðbær • Hótel Óðinsvé • Þórsgata 1 • odinsve@odinsve.is • odinsve.is Við gerum veisluna þína Brauðbær sérhæfir sig í dönsku smurbrauði og pinnamat. 40 ára reynsla og fagmennska tryggir gæði veisluþjónustu okkar – vertu viss um að fá fyrsta flokks veitingar í veisluna þína. Pöntunarsími 552 0490 eða 511 6200 F í t o n / S Í A og litríkir sloppar Félagarnir í Baggalút eru að heita mega sérfræðingar í að skapa notalegar stundir og hafa á síðustu árum miðlað af þekkingunni í gegnum sína hnyttnu lagatexta.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.