Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.09.2008, Qupperneq 45

Fréttablaðið - 21.09.2008, Qupperneq 45
matur 7 Kósíkvöld Sæktu sloppana, ég skal poppa, það er kósíkvöld í kvöld,“ syngja drengirnir í Baggalút í einu laga sinna. Óhætt er segja að hvert orð sé þar samið og sungið af hjartans lyst þar sem í textanum er fólgin uppskrift félaganna að hinu fullkomna kósíkvöldi. „Tónlist og grín- og hasarmyndir frá 9. áratugnum, sem kalla fram ljúfsárar minningar, og gott sjón- varpsnasl eru grunnurinn að nota- legri samverustund,“ segir texta- og lagahöfundurinn Bragi Valdimar Skúlason og bætir við að nauðsyn- legt sé að nostra aðeins við naslið svo að úr verði ósvikin sælkera- veisla. „Til dæms mætti flikka aðeins upp á gamla góða örbylgju- poppið, án þess þó að ganga of langt með því að hunangspensla hvert og eitt. Þá hættir þetta að vera kósí,“ útskýrir hann og segir svo tilvalið að skella sér í litríka sloppa til að fullkomna stemning- una. - rve Lúxus PÖNNUKÖKU- TRÍTMASTER 3 dl hveiti 1/2 tsk salt 3 egg 6 dl mjólk 30 g brætt smjör 1 kirsuber Rifsberjagel, eftir smekk Þeyttur rjómi, í óhófi Þeytið mjólk, hveiti og salt saman. Hrærið eggjum saman við og loks smjörinu. Bakið næfurþunnar pönnu- kökur úr deiginu. Staflið pönnukökunum upp með vænu lagi af sultu á milli. Skellið rjóman- um ofan á þegar staflinn er orðinn ásættanlega hár og komið loks einu sérvöldu kirsuberi fyrir efst, í miðjunni. HVEITIBOLLUR GULLGERÐAR- MEISTARANS 1 og 1/4 bolli volgt vatn 1 tsk ger, beint út í 1 msk sykur, beint út í 1 til 2 msk olía, beint út í 3 bollar af hveiti 1 tsk salt, sett ofan á hveitið Rúsínum, bætt í ef vilji er fyrir hendi Hnoðið og setjið í form. Látið rísa eins lengi og mögulegt er. Mótið bollurnar og látið hefast enn frekar. Bakað í ofni við 180°C í 15 mínútur, eða þar til bollurnar eru slegnar gullnum ljóma. Berið bollurnar fram ylvolgar með stikkils- berjahlaupi og vel þroskuðum suður- evrópskum brie. POPP SÖRPRÆS Poppið poppkorn eftir smekk – og setjið í fallega skál. Stingið þar- tilgerðum prjóni síðan í gegnum hvert popp og dýfið því í eina af eftirtöldum ídýfum (eða margar í einu, eftir smekk): Bráðið súkkulaði, helst hvítt. Sýróp. Óbærilega sterka salsasósu. Bernais-, kokteil- eða soyasósu (má sleppa). SALTSTANGIR PAR EXELANS Vefjið sérvöldum miðlungssöltuðum saltstöngum, þremur og þremur saman, inn í örþunna sneið af hamborgarhrygg, upp á flippið. DRYKKJARFÖNG Með þessu er að sjálfsögðu drukkið vel kælt kamparí í órans. Og svo að endingu sjóðheitur, firnasterkur bolli af biksvörtu Bragakaffi. KÓSÍMATUR PAR EXELENS S D Félagarnir í Baggalút kunna sannarlega að gera sér glaðan dag. Myndin gefur þó ekki fullkomna mynd af kósíkvöldi hjá drengjunum þar sem slopparnir voru í þurrhreinsun eftir síðasta kósíkvöld. Pönnuköku- trítmaster. Hveitibollur gull- gerðarmeistarans. Vel kælt kamparí í órans. FR ÉT TA BL A Ð IÐ /A RN ÞÓ R Brauðbær • Hótel Óðinsvé • Þórsgata 1 • odinsve@odinsve.is • odinsve.is Við gerum veisluna þína Brauðbær sérhæfir sig í dönsku smurbrauði og pinnamat. 40 ára reynsla og fagmennska tryggir gæði veisluþjónustu okkar – vertu viss um að fá fyrsta flokks veitingar í veisluna þína. Pöntunarsími 552 0490 eða 511 6200 F í t o n / S Í A og litríkir sloppar Félagarnir í Baggalút eru að heita mega sérfræðingar í að skapa notalegar stundir og hafa á síðustu árum miðlað af þekkingunni í gegnum sína hnyttnu lagatexta.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.