Fréttablaðið - 03.10.2008, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 03.10.2008, Blaðsíða 8
8 3. október 2008 FÖSTUDAGUR Samtök iðnaðarins - www.si.is 7. október 2008 kl. 8.30-10.30 Gullteigur, Grand Hótel. Morgunverður í boði SI kl. 8.00. SI efnir til morgunverðarfundar um nýtingu orkuauðlinda. Dagskrá: Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar Ragnar Guðmundsson, forstjóri Norðuráls Þorsteinn Ingi Sigfússon, forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands Pallborðsumræðum stýrir Sigríður Guðlaugsdóttir, verkefnastjóri miðlunar hjá SI Fundarstjóri: Helgi Magnússon, formaður SI Fundurinn er öllum opinn og ókeypis en tekið er við skráningum á netfangið mottaka@si.is. Orkunýting til hagsældar VIÐSKIPTI „Ég veit um fjölda fyrir- tækja sem segja við sína erlendu birgja að á meðan þetta ástand sé svona þá fái þeir ekki borgað,“ segir Skúli J. Björnsson, formaður stjórnar Félags íslenskra stórkaup- manna. Að sögn Skúla hefur gengisfall krónunnar sett alvarlegt strik í reikninginn hjá vöruinnflytjendum. „Við höfum heyrt frá forsætisráð- herra og seðlabankastjóra að þetta sé gríðarlegt yfirskot sem gangi til baka. Á meðan eru menn einfald- lega ekki að borga út gjaldeyri og fá frest á sínum erlendu lánum þar til ástandið lagast. Þá byrja þeir að borga sínar skuldir aftur,“ segir hann. Aðspurður svarar Skúli að það kæmi honum afar mikið á óvart ef ekki drægi verulega úr vöruinn- flutningi á næstunni. „Það er enginn með það djúpa vasa að hann geti tekið á sig þetta gengisfall. Hækkun á gjaldeyri er stóralvarleg í sambandi við vöruverð. Það er eins mikil fylgni þar á milli og hægt er að hugsa sér.“ Samúel Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri vörustýringarsviðs Olís, segir fyrirtækið ekki hafa frestað greiðslum til erlendrar birgja. „Við borgum okkar reikninga á tíma en eins og aðrir reynum við að lágmarka okkar pantanir á meðan krónan er svona veik,“ segir Samúel sem aðspurður kveður það blasa við að frekari hækkanir á eldsneytisverði séu yfirvofandi. „Það segir sig sjálft að þegar króna veikist svona mikið myndast þrýst- ingur á hækkanir. Veikingin að undanförnu er ekki komin öll út í verðlagið. Ef hún verður viðvarandi er ljóst að það verða frekari hækk- anir.“ Skúli segir morgunljóst að verslunarmenn hafi tekið á sig gríðarlega tekjuskerðingu að undanförnu. „Auðvitað eru menn að hagræða hjá sér og að leita leiða til að þurfa ekki að hækka sína vöru,“ segir Skúli sem þó tekur undir að mikill þrýstingur sé á hækkanir. „Það hækkar allt nema launin. Það er farsi að fólki og fyrirtækjum í landinu skuli vera boðið upp á þetta umhverfi. Það er bara ekki á vetur setjandi.“ Skúli tekur fram að allt- af sé hægt að vera gáfaður eftir á og ítrekar að engar töfralausnir séu til. „Auðvitað þurfum við að taka til í okkar málum en það er hlutverk ríkisstjórnar og Seðla- banka að skapa umhverfi svo þjóð- félagið geti rekið sig eðlilega. Þau eru ekki að gera það núna.“ gar@frettabladid.is Heildsalar stöðva greiðsl- ur til útlanda Formaður Félags íslenskra stórkaupmanna segir heildsala fresta greiðslum til erlendra birgja vegna veikrar krónu. Rekstrarumhverfið sé farsi og hvorki ríkisstjórn né Seðlabanki skili hlutverki sínu. SKÚLI J. BJÖRNSSON Farsi að fólki og fyrirtækjum skuli boðið upp á þetta umhverfi, segir formaður Félags íslenskra stórkaupmanna. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI 1. Hvaða landsliðsmaður í handbolta hyggst ekki taka þátt í næstu leikjum liðsins? 2. Hver er nýr formaður stjórnar Strætó bs? 3. Hversu mikill halli er áætlað að verði á ríkissjóði á næsta ári? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 42 UMHVERFISMÁL Það er rökrétt að gera ráð fyrir því að áhrif brenni- steinsvetnismengunar frá útblæstri jarðhitavirkjana, sem sjást til dæmis á ónýtum mosa, aukist með tíð og tíma. Þetta segir Þorsteinn Jóhannsson, sem sér- hæfir sig í loftslagsmálum hjá Umhverfisstofnun. Gróðurskemmdir út frá virkjun- unum eiga ekki að koma á óvart, segir hann og vísar til umsagnar stofnunar sinnar fyrir umhverfis- mat um Bitruvirkjun. Þar mælir Umhverfisstofnun með frekari mælingum á höfuð- borgarsvæðinu verði Bitruvirkjun samþykkt. Enda stefni þá í að heildarlosun brennisteins á Hellisheiðarsvæðinu verði sjö sinnum meiri en samanlögð losun frá Álverinu í Straumsvík og Járn- blendiverksmiðjunni á Grundar- tanga. Eitt skilyrða Skipulagsstofnun- ar í neikvæðri umsögn um Bitru- virkjun var að viðeigandi búnaður til að farga brennisteinsvetni í útblæstri yrði tryggður áður en virkjunin væri gangsett. - kóþ Lofstslagssérfræðingur um jarðhitavirkjanir: Mengun mun aukast FRÁ SVARTSENGI Mosinn í kringum Reykjanesvirkjun Hitaveitu Suðurnesja hefur látið á sjá. MYND/SIGURÐUR H. MAGNÚSSON EFNAHAGSMÁL Aðalsteinn Leifsson, forstöðumaður við Háskólann í Reykjavík, sagði á Evrópuráðstefnu Starfsgreinasambandsins og Sam- taka iðnaðarins, í gær að sam- kvæmt reglum ESB ætti það ekki rétt á einu einasta kílói af kvóta í íslenskri lögsögu. Þær áhyggjur að miðin fylltust af erlendum togurum væru óþarfar. Hægt væri að koma í veg fyrir að kvóti færi úr landi. „Þetta eru þrjár leiðir; að krefj- ast þess að helmingi afla sé landað í heimahöfn, minnst helmingur áhafnar hafi fasta búsetu í heima- höfn og sýna fram á að raunveruleg efnahagsleg tengsl séu milli útgerð- arinnar og þeirra svæða sem hún er gerð út frá. Þessar reglur eru ekki til staðar á Íslandi í dag og við ættum kannski að læra þær því þær gætu styrkt byggðirnar.“ Aðalsteinn telur fráleitt að kvóta- kerfið verði í hættu. ESB skipti sér ekkert af úthlutun kvóta. Ákvörðun um heildarkvóta sé samningsatriði. Íslend ingar hljóti að setja alla sína orku í að tryggja að hagsmunum þeirra sé borgið. Daniel Vartikari, alþjóðafulltrúi frá Finnlandi, sagði að matarverð hefði lækkað og sömuleiðis vextir. Vextir á íbúðalánum hefðu farið úr 15,5 prósentum í 3,8 prósent. Atvinnuástandið hefði skánað. „Í lok níunda áratugarins hófst banka- kreppa í Finnlandi. Hún varð mjög slæm og ríkið varð að koma í veg fyrir gjaldþrot banka. Margir bankar sameinuðust í einn og aðrir hurfu af sjónarsviðinu. Á þessum tíma var atvinnuleysi tíu til tuttugu prósent. Við erum nú með sex til níu prósenta atvinnuleysi. Á sumum svæðum vantar vinnuafl,“ segir hann. - ghs ATVINNULEYSIÐ MINNKAR Á Evrópuráðstefnunni kom fram að atvinnuleysi hefði minnkað eftir inngöngu Finna í ESB. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Forstöðumaður við Háskólann í Reykjavík um Evrópusambandið og upptöku evru: Telur kvótakerfið fráleitt vera í hættu NÝ VERSLUNARMIÐSTÖÐ Þrátt fyrir þrengingar í efnahagslífinu verður um helgina opnuð ný verslunarmiðstöð við Korpu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA STJÓRNMÁL Áætlað er að hefja byggingu á sérstöku móttöku- og heimsóknarhúsi á Litla-Hrauni á árinu. Verður 350 milljónum króna varið til þess samkvæmt fjárlagafrumvarpinu. Segir í skýringum að áætlanir dómsmálaráðuneytisins miði við að heildaruppbygging fangelsa verði á Litla-Hrauni. Á höfuð- borgarsvæðinu verði eingöngu gæsluvarðhald og skammtíma- vistun fanga í tengslum við nýja lögreglustöð. - bþs Aðbúnaður á Litla-Hrauni: Nýtt hús byggt LITLA-HRAUN Gert er ráð fyrir 350 millj- ónum í uppbyggingu á Litla-Hrauni. VEISTU SVARIÐ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.