Fréttablaðið - 03.10.2008, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 03.10.2008, Blaðsíða 52
32 3. október 2008 FÖSTUDAGUR tonlist@frettabladid.is TÓNNINN GEFINN Dr. Gunni Tvær af skærustu stjörnum breska rappsins eru ný- búnar að senda frá sér plötur. Roots Manuva gaf út sína sjöttu plötu, Slime & Reason, í byrjun september og hálfum mánuði seinna sendi Mike Skinner frá sér fjórðu Streets-plötuna Every- thing Is Borrowed. Trausti Júlíusson lagði við hlustir. Það hefur aldrei farið mjög mikið fyrir bresku rappi. Það virðist að mestu leyti dæmt til að falla í skuggann á því bandaríska sem meiri peningum er dælt í að fram- leiða og markaðssetja. Ég þreytist samt seint á því að lofsyngja helstu framverði breska rappsins, en þeir hafa gert nokkrar af bestu plötum síðustu ára. Þeirra á meðal má telja bæði hvíta Birmingham-strákinn Mike Skinner sem sló í gegn fyrir sex árum með Original Pirate Material og svarta dub-skáldið og Lundúnabúann Roots Manuva sem hóf glæstan feril árið 1999 með Brand New Second Hand. Þeir voru báðir að senda frá sér nýjar plötur. Mýkri og víðsýnni Mike Skinner Mike Skinner hefur lýst því yfir að Everything Is Borrowed sé mýkri og jákvæðari plata heldur en The Hardest Way to Make an Easy Living sem kom út fyrir tveimur árum. Tónlistin kemur öll frá hefð- bundnum hljóðfærum sem gefur mýkri og lífrænni hljóm og text- arnir eru jákvæðari og opnari. Þeir fjalla um lífið í stærra samhengi en áður. Mike er ekki lengur bara að tala um hversdagslífið í hverf- inu. Það eru mörg ágæt lög á plöt- unni, til dæmis titillagið, The Escapist og Heaven for the Weather og í raun eru engin vond lög á henni, en það vantar samt töluvert upp á að tónlistin sé jafn spennandi og manni fannst hún á fyrstu tveimur Streets-plötunum. Það er enn gaman að Mike Skinner og rímunum hans, en hann virðist samt eiga í erfiðleikum með að þróa sig áfram. Umslagið á Everything Is Borrowed hefur vakið töluverða athygli, en á framhliðinni er ljós- mynd af Skógarfossi og inni í plötu- bæklingnum eru fleiri myndir af villtri og tilkomumikilli náttúru, að minnsta kosti einhverjar þeirra teknar á Íslandi. Myndirnar eru úr myndröð portúgalsk/breska ljós- myndarans Edgar Martins. Þær eru eins og staðfesting á því að Mike Skinner er farinn að horfa upp úr verkamannahverfinu sínu og er byrjaður að skoða heiminn á nýjan hátt. Enn eitt meistaraverkið „We Don’t Sell Out/Bout We Sell A Tune Or Two/We Can Buy A Wood- en Spoon Or Two,“ rappar Roots Manuva meðal annars í Again & Again, fyrsta smáskífulaginu af nýju plötunni Slime & Reason. Roots Manuva er listamannsnafn Rodney Smith. Hann hefur aldrei selt jafn mikið af plötum og Mike Skinner þó að hann hafi vakið mikla athygli, sérstaklega í Bret- landi. Roots Manuva er stærsta stjarna Big Dada-útgáfunnar sem er hip-hop armur Ninja Tune. Það er þrennt sem einkennir tón- list Roots Manuva. Í fyrsta lagi er það röddin sem er einstök. Í öðru lagi er tónlistin framsækin og fersk, án þess að vera endilega byltingarkennd. Hljóðheimurinn er alltaf spennandi. Á nýju plötunni mætti kalla hann elektró-skotið dub-fönk. Og í þriðja lagi eru það textarnir sem eru ljóðrænni en hjá mörgum öðrum röppurum, fullir af flottum stílbrögðum og alvöru tjáningu... Slime & Reason er þrusu plata. Ein af plötum ársins. Upphafslagið Again & Again er algjör snilld (prófið að spila það á miklum styrk!) og svo kemur hvert gæða- stykkið á fætur öðru. Framverðir enska rappsins THE STREETS Þrátt fyrir ágæt tilþrif virðist Mike Skinner eiga í vandræðum með að þróa Streets-konseptið og tónlistina áfram. SLIME & REASON Roots Manuva klikkar ekki á sinni sjöttu plötu. Brand New Second Hand (1999) ★★★★ Run Come Save Me (2001) ★★★★★ Dub Come Save Me (2002) ★★★★ Awfully Deep (2005) ★★★★ Alternately Deep (2006) ★★★★ Slime & Reason (2008) ★★★★ PLÖTUR ROOTS MANUVA Original Pirate Material (2002) ★★★★★ A Grand Don’t Come for Free (2004) ★★★★★ The Hardest Way to Make an Easy Living (2006) ★★★ Everything Is Borrowed (2008) ★★★ PLÖTUR THE STREETS > Plata vikunnar Andrúm - Andvakar ★★★ „Lögin á plötunni Andvakar eru vel samin, útsett og flutt, en tónlistin nær samt ekki að koma manni á óvart. Engu að síður mjög efnileg sveit.“ TJ > Í SPILARANUM The Viking Giant Show - The Viking Giant Show TV on the Radio - Dear Science Of Montreal - Skeletal Lamping Mercury Rev - Snowflake Midnight Oasis - Dig Out Your Soul OASISTHE VIKING GIANT SHOW Poppsveitin Menn ársins er að senda sér sína fyrstu plötu, sem er samnefnd sveitinni. Platan var tekin upp í sveita- hljóðveri í Danmörku í nóvember í fyrra. Að sögn Sváfnis Sigurðarsonar, gítar- leikara og söngvara, voru aðstæður þar stórfínar. „Að vera vakinn í morgunmat, kallaður í hádegismat og kvöldmat og sinna svo eingöngu hugðarefnum sínum þess á milli er eitthvað sem enginn okkar hefur upplifað síðan í barnæsku,“ segir hann. „Við vorum auk þess svo lukkulegir að getað smalað saman hinum og þessum kunningjum, dönskum og íslenskum tónlistarmönnum, sem lögðu okkur lið á langri leið.“ Menn ársins með plötu MENN ÁRSINS Haraldur Vignir Sveinbjörnsson, Sigur- dór Guðmundsson, Kjartan Guðnason og Sváfnir Sigurðarson skipa hljómsveitina Menn ársins. Þessi staðreynd er auðvitað þungbær fyrir gamlan skarf eins og mig, sem enn er eitthvað að belgja sig, en samt liggur hún í augum uppi: bestu popp- og rokktónlistina gerir ungt fólk, fólk undir þrítugu í yfirgnæfandi fjölda tilfella. Formið er í eðli sínu ætlað áhyggjulausum hugum sem nálgast heim- inn af forvitni og sakleysi, fólki sem er líkamlega upp á sitt besta. Hvernig á fólk sligað af áhyggjum, afborgunarkvíða og barnauppeldis- legum spursmálum að geta gert eitthvað af viti með sín magasár, bak- mein og hækkandi kollvik? Poppsagan sýnir þetta svart á hvítu. Öll besta popptónlistin var gerð af fólki undir þrítugu. Jónsi og strákarnir í Sigur Rós voru 24-25 ára þegar þeir gerðu Ágætis byrjun, langbestu plötuna sína og Björk var 27 ára þegar hún gerði Debut. Ég get haldið áfram endalaust. Stuð- menn voru ekki orðnir 25 þegar þeir voru búnir að gera sitt besta stöff, Sumar á Sýr- landi og Tívolí; Fræbbblarnir, Purrkur Pillnikk og Þeysarar voru rétt skriðnir úr menntó þegar meistaraverkin hlóðust upp, Bubbi var 23 ára þegar hann gerði Ísbjarnarblús. Þetta er sama alþjóðlega sagan. Bítlarnir voru hættir áður en þeir urðu þrítugir. Á lista Rolling Stone frá árinu 2003 yfir 500 bestu plötur sögunnar er yfirgnæfandi meirihluti platna saminn og fluttur af fólki undir þrítugu. Meðaltalið er í kringum 25 ár komst ég að þegar ég gerði vísindalega úttekt á þessu. Fyrirsögn þessarar greinar – Ekki gera tónlist yfir þrítugt! – er nú kannski einum of dramatísk samt. Auðvitað mega gamlingjar gera tón- list og ættu að gera það, alltaf gaman að gera plötur og svona. Niðurstaðan blasir þó við öllum sem á annað borð hafa eyru: Stöff ellibelgja verður aldrei eins gott og ferskt og stöff ungmenna. Rollingar og McCartneyar heimsins eiga auðvitað að koma með nýjar plötur. Fólk mun jafnvel segja ef það leggur sig fram í jákvæðninni: Nei, sko gamla; þetta minnir um margt á gamla stöffið hans! Ekki gera tónlist yfir þrítugt! V in n in g ar v er ð a af h en d ir h já B T Sm ár al in d . K ó p av o g i. M eð þ ví a ð t ak a þ át t er tu k o m in n í SM S kl ú b b. 1 99 k r/ sk ey ti ð . 9.FIFA 09 · 250 breytingar frá síðustu útgáfu · Grafíkin aldrei betri · Fleiri spilunarmöguleikar · Mun meiri hraði · Aukinn viðbragðshraði leikmanna · Besti FIFA til þessa Ú T G Á F U D A G U R 3 . O K T Ó B E R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.