Fréttablaðið - 03.10.2008, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 03.10.2008, Blaðsíða 30
4 föstudagur 3. október núna ✽ hittir í mark Nemendaleikhúsið frumsýnir Gangverkið í kvöld STJÖRNUR framtíðarinnar N emendaleikhúsið frumsýnir Gangverkið eftir leikhópinn í kvöld á Litla sviði Borgarleikhússins. Gangverkið er verk sem er unnið og samið á 8 vikum. Það er algjör- lega unnið upp úr spuna, textum og hlutum sem leikhópurinn hefur safnað sjálfur í skoðun og rannsókn á vinnuumhverfi sínu, leiksviðinu. Hvernig getur leikarinn tjáð sig með sönnum hætti andspænis mekanisma leikhússins? Hvar er rými fyrir hjartað í vélinni? É g ætla að fara að framleiða þessa boli með vinkonu minni. Þeir verða alls konar á litinn og með alls konar krúsídúlli,“ segir Ólafía Hrönn Jónsdóttir leikkona, sem vakti mikla athygli þegar hún mætti í bol merktum sýningunni Utan gátta í þætti Loga Bergmanns síðastliðið föstudagskvöld. Utan gátta verður frumsýnt 24. október næstkomandi í Þjóðleikhúsinu, en leikritið eftir Sigurð Pálsson og það er Kristín Jóhannesdóttir eiginkona hans sem leikstýrir. „Ég lét gera svona bol til að aug- lýsa leikritið í viðtalinu. Djókið við þetta var að vera ekkert að fela það að maður væri að plögga, en fólk kveikti svo á þessum bolum og virtist alveg ætla að verða vit- laust í þetta svo við vinkona mín Elín Þórhallsdóttir ætlum að fara að framleiða undir merkinu Loll- ella,“ útskýrir Ólafía Hrönn. „Ég litaði bolinn minn fjólu- bláan svo það er svona batíkáferð á honum. Við fáum bolina alveg óunna, en klippum þá til, gerum þá aðsniðna, festum á þá alls konar skraut og leikum okkur með þá. Framan á stendur svo Utan gátta með mynd af mér þar sem ég er mjög utangátta á svipinn. Við ætlum að selja bolina í leikhús- inu, en sjáum til hvað við gerum ef þeir verða tilbúnir löngu fyrir frumsýningu, þetta er svo sjóðheitt og nýtt,“ segir Ólafía Hrönn. - ag Ólafía Hrönn Jónsdóttir leikkona: PLÖGGAÐI Í BEINNI Utangáttabolurinn vakti mikla lukku Ólafía Hrönn ætlar að framleiða fleiri undir merkinu Lolella, í samstarfi við Elínu Þórhallsdóttur vinkonu sína. Nafn: Stefán Benedikt Vilhelmsson Fæðingardagur og ár: 22. september 1980 Uppáhaldsmatur: Fiskibollurnar hennar mömmu Uppáhaldslag: Ósýni- legi maðurinn úr Gangverkinu Hvað fékk þig til að fara í leiklistarnám? Mér þótti ljóst að íslenskt leikhús gæti ekki lengur án mín verið Draumahlutverkið: Skuld- lausi Íslendingurinn Hvert stefnir þú? Ég ætla að sigra heiminn Mesta afrekið: Að eignast Glitni Nafn: Þorbjörg Helga Þorgilsdóttir Fæðingardagur og ár: 3. júlí 1983 Uppáhaldsmatur: Núðlurétturinn hans Gulla Uppáhaldslag: Paper Planes – M.I.A. Hvað fékk þig til að fara í leiklistarnám? Óbilandi áhugi og for- vitni Draumahlutverkið: Það kemur í ljós Hvert stefnir þú? Þangað sem leiðin liggur Mesta afrekið: Ég bíð spennt eftir mesta afrekinu Nafn: Hannes Óli Ágústsson Fæðingardagur og ár: 2. febrúar 1981 Uppáhaldsmatur: Plokkfiskur og lasagn- að hennar mömmu Uppáhaldslag: Total Eclipse of the Heart með Bonnie Tyler Hvað fékk þig til að fara í leiklistarnám? Óstöðvandi og ólýsandi þráhyggja Draumahlutverkið: Að leika með góðu fólki í skapandi umhverfi er alltaf draumurinn sem rætist og það ger- ist oft sem betur fer. Já og Ríkharður III Hvert stefn- ir þú? Inn í eilífðina Mesta afrekið: Að hætta að reykja án teljandi vandkvæða og að komast á þann stað sem ég er á í dag. Nafn: Lilja Nótt Þórarinsdóttir Fæðingardagur og ár: 6. júní 1979 Uppáhaldsmatur: Fer eftir því í hvaða skapi ég er Uppáhaldslag: Misjafn. Núna hlusta ég mikið á Time to Pretend með MGMT. Mjög viðeigandi Hvað fékk þig til að fara í leiklistarnám? Ástríða, áhugi og stórir draumar Draumahlutverkið: Öll hlut- verk eru draumahlutverk Hvert stefnir þú? Suðvestur Mesta afrekið: Ekki búin að upplifa það ennþá Nafn: Vigdís Másdóttir Fæðingardagur og ár: 31.maí 1978 Uppáhaldsmatur: Minn eiginn og jólamaturinn hennar mömmu Uppáhaldslag: Ósýnilegi maðurinn úr Gangverkinu Hvað fékk þig til að fara í leiklistarnám? Óseðjandi hung- ur og forvitni Draumahlutverkið: Það er ekki til. Einungis draumaaðstæður, þ.e. að vera starfandi leikari. Hvert stefnir þú? Upp Mesta afrekið: Ég sjálf Nafn: Walter Geir Grímsson Fæðingar dagur og ár: 25. nóvember 1977 Uppáhalds matur: Mötuneytið í Borgarleikhúsinu Uppáhaldslag: Á ég að velja eitt? Hvaða snillingi datt það í hug? Hvað fékk þig til að fara í leiklistar- nám? Orri Helgason Draumahlutverkið: Gosi í hálfum Gosa búningi og kunna ekki textann Hvert stefnir þú? Í Juilliard Mesta afrekið: Að búa til hann Gabríel Nafn: Bjartur Guðmundsson Fæðingardag- ur og ár: 13. febrúar 1982 Uppáhaldsmatur: Sesambleikjan frá Fylgifiskum Uppáhalds- lag: Rock ´n´ Roll með Led Zeppelin Hvað fékk þig til að fara í leiklistarnám? Ég var kominn með leið á íþróttum og langaði að breyta til Draumahlutverkið: Að vinna í hópi þar sem ríkir eldmóður Hvert stefnir þú? Langt Mesta afrekið: Að horfa jákvæðum augum á lífið SKAUT TVO HREINDÝRAKÁLFA Söngvarinn Páll Rósinkranz hefði átt að æfa sig svolítið betur áður en hann hélt á hreindýraveiðar á dögunum. Í hita leiksins skaut hann hreindýrakálf í stað kýr. Hann lét sér ekki nægja að skjóta einn kálf heldur tók hann tvo. Líklega væri farsælast að halda sig bara við sönginn … Engin málamiðlun í gæðum Fæst í apótekum, heilsubúðum og Fríhöfninni. Rannsóknir staðfesta árangur - www.celsus.is 1 hylk i á dag . Virkar strax! Eykur styrk og þol vöðva Betri árangur! Vöðvabólga og stirðleiki Byltingarkennt andoxunarefni !! Lagar fljótt vöðvabólgu, stirðleika, eymsli, harðsperrur og sinaskeiðabólgu.  Gefur aukna mýkt og vellíðan. Eykur styrk og þol vöðva. Greinilegur  árangur við  líkamsrækt, álagsvinnu og ferðalög. Íþróttafólk og sjúkraþjálfarar mæla með AstaZan AstaZan styrkir einnig húðina sem verður  fallegri og fyrr brún í sól eða ljósabekk.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.