Fréttablaðið - 03.10.2008, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 03.10.2008, Blaðsíða 34
8 föstudagur 3. október Herratískan haustið 2008 ilmar af ferskleika. Hönnuðurinn Paul Smith kýs ávallt að fara aðeins aðra leið en hinir og notar sterka liti til að poppa upp smáatriðin. Hann vill alls ekki sleppa svörtu að- sniðnu jakkafötunum eða svarta rykfrakkanum. Hann er þó lunkinn við að láta þessi einföldu föt líta út fyrir að vera óhefðbundin. Hann vill hafa karlmenn í karrí- gulum sokkum við svörtu jakkafötin, bind- in eiga að vera litrík og frekar laus um háls- inn. Þessi tvö atriði gera ákaflega mikið þegar heildarútlitið er skoðað. Smáatriðin skipta máli Litrík bindi frá Paul Smith Þau fást í Kultur í Kringlunni. Doppur eru málið. Og svo setur hárgreiðslan líka svip sinn á dressið. Dalvegi 18, Kóp. Sími 568 6500 www.föndra.is opið 10-18 virka daga, laugardaga 11-16 ✽ það er ekki hægt að nema það á brott útlit MARTA MARÍA JÓNASDÓTTIR martamaria@365.is Lykillinn að góðu útliti, fyrir utan það að borða hollan mat og hvílast vel, er að hugsa vel um augnsvæðið. Þegar við erum frísklegar í kringum augun lítum við vel út. Bobbi Brown leggur áherslu á að næra þetta svæði vel. Byrjaðu á því að bera á þig Hydrating Eye Cream, sem hentar vel fyrir allar húðgerðir. Uppáhalds förðunarráð Bobbi Brown er að nota hyljara undir augun og því setti hún saman hið fullkomna sett sem er með undirhyljara, „concealer“ og púðri. Fyrst er undirhyljarinn borinn á en hann inniheld- ur gulan undirtón sem dregur samstundis úr dökkum baugum. Síðan er hyljarinn settur yfir og loks púðrið. Hægt er að nota bursta en Bobbi er fylgin því að nota bara puttana. Þegar augnsvæð- ið er orðið slétt og glóandi er augnskuggi borinn á augnlokið. „Metallic“-augnskuggarnir eru til í 17 nýjum litum og það sniðuga er að þú getur sett saman þitt eigið augnskuggabox. Litirnir haldast vel á allan daginn án þess að smita út frá sér eða dofna. Til að toppa heildarútlitið er Long-Wear eyeliner borinn þétt upp við augnhárin. Hann var á dögunum verðlaunaður af Elle og In Style. Hann er til í 15 litum og er samsettur úr geli og vökva, auðveldur í notkun og helst allan daginn. Er hægt að biðja um eitthvað meira? martamaria@365.is Bobbi Brown veit hvernig á að hugsa um augun: FULLKOMIN AUGNUMGJÖRÐ Rakaaugnkrem frá Bobbi Brown Grunnur- inn að góðu útliti Long-Wear eyeliner Hann er rómaður af tíma- ritunum Elle og In Style, ekki ljúga þau? KENZO POWER Nýi herrailmurinn frá Kenzo er í sérlega strákalegum og flottum umbúðum. Lyktin er bæði svöl og svalandi og hentar öllum hreinræktuðum töffurum vel. Í liðinni viku var ég alveg á því að ég yrði að gera eitthvað í mínum málum. Ekki myndi þýða neitt minna en alvöru klössun með öllu tilheyrandi. Þessi þankagangur sveif yfir mig þegar tveggja ára sonur minn benti á mynd af gamalli grá- hærðri konu með staf og sagði „mamma“. GRÁHÆRÐ OG TÖFF? Í sömu viku og mér var líkt við gráhærðan ellilífeyrisþega skall kreppan á með fullum þunga. Það sem á undan hafði gengið var víst bara forleikurinn. Þegar þannig árar er það óumflýjanlegt að hugsa sinn gang og reyna að finna út ódýrar lausnir. Það er samt ennþá til fólk sem segist ekki finna fyrir neinu en ég hef komist að því að það er annaðhvort þeir sem ekkert eiga eða hinir sem hafa lag á því að stinga höfinu í sandinn. En hvað gera skvísur ef þær ætla ekki að vera reknar úr skvísufélaginu? 1. Tíndu saman allar gullhálsfestarnar þínar og hafðu þær allar um hálsinn á sama tíma. Þeir sem til þekkja segja að gullið falli aldrei í verði. 2. Læstu þig inni á baði með hárlit úr Bónus. Það sér enginn muninn. 3. Pússaðu skóna þína í staðinn fyrir að kaupa þér nýja. 4. Taktu gömlu fötin þín og reyndu að breyta þeim í ný. 5. Klipptu meiktúpuna þína í tvennt þegar þú heldur að inni- haldið sé búið. Þú gætir komist nokkrar vikur á leifunum. 6. Vendu hárið á færri hárþvotta. Sérfræðingar segja að það dugi að þvo hárið einu sinni í viku. 7. Ekki kaupa þér flík nema hún sé hárrétt sniðin og fari þér vel. Hvað hefur maður ekki oft fyllt fataskápinn sinn af einhverju sem klæðir mann alls ekki og endar í ónotaða haugnum? EKKI TAPA HÚMORNUM Þegar ég var búin að fara yfir listann hér að ofan og var orðin frekar sátt við mitt hlutskipti komst ég reynd- ar að því að sonur minn er kominn með húmor og er farinn að stríða í gríð og erg. Næst þegar hann líkir með við gráhærðan ellilíf- eyrisþega mun ég bara „Haardera“ eða í versta falli segja „spegill“. GENGIÐ FER ILLA MEÐ ÚTLITIÐ Í október mun Krabbameins-félagið vekja athygli á brjósta- krabbameini og hvetja konur til að fara í röntgenmyndatöku. Arkitektinn Ólöf Jakobína Ernu- dóttir ákvað að leggja málefninu lið og hannaði bleikan snaga til styrktar félaginu. „Hugmyndin að þessum snaga fæddist út frá gamalli skápahöldu af eldhús- innréttingu. Mér fannst þetta svo fallegt form og langaði að nýta þetta á einhvern hátt,“ segir Ólöf Jakobína. Það var Úlfar Svein- björnsson sem renndi snagana fyrir hana og Kristján Heiðberg sá um að sprauta snagana bleika. Hún segist hafa mætt mikilli vel- vild þegar hún ákvað að fara af stað með verkefnið. „Mig langar að þakka þeim kærlega fyrir þeirra framlag,“ segir hún. Snag- arnir eru fallegir sem skúlptúrar á veggi en líka til að hengja háls- festar á. „Þótt ég komi ekki til með að safna neinum stórum upphæðum með þessu framtaki þá munu snagarnir minna konur á að fara reglulega í skoðun og vera á varðbergi. Mamma mín dó úr brjóstakrabbameini fyrir 15 árum og því langaði mig að leggja eitthvað af mörkum,“ segir Ólöf Jakobína. martamaria@365.is Ólöf Jakobína hannaði bleika snaga Missti móður sína úr krabbameini Ólöf Jakobína Ernudóttir Bestu augnskuggarnir Að mati Self Magazine 2008. Þú getur valið sjálf þína liti í augnskuggaboxið. Eyeliner-pensill Gerir lífið mun auð- veldara. Long-Wear eyeliner Hyljari og púður Þetta kemur saman í umbúðum frá Bobbi Brown.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.