Fréttablaðið - 03.10.2008, Blaðsíða 10
10 3. október 2008 FÖSTUDAGUR
MENNING Bókaforlag Háskólans, Háskólaútgáfan,
vill kaupa Íslenska orðabók sem áður var gefin út
af Menningarsjóði. Orðabókin var seld frá ríkinu,
það er Bókaútgáfu Menningarsjóðs, árið 1993 og
var síðast gefin út af Eddu árið 2007.
Bókin er nú í eigu Forlagsins, en þegar Edda/Mál
og menning vildi sameinast JPV-forlagi og mynda
Forlagið, féllst Samkeppnis-
eftirlitið ekki á
samrunann að
óbreyttu. Sátt varð um
að Forlagið seldi frá
sér ákveðin lykilverk,
svo sem Íslenska
orðabók.
Forlagið hefur frest
til næstu áramóta til að
selja verkin, en síðan á
tilsjónarmaður Sam-
keppniseftirlitsins að
koma að málum og
vinna að því að selja
verkin fyrir árslok
2009. Enn hefur enginn
kaupandi fundist. Bókin
mun vera verðmetin af
Forlaginu á allt að 150
milljónir.
„Eina sem ég vil segja
er að við höfum hugleitt
málið og að okkur finnst
þetta fýsilegur kostur
fyrir Háskólann,“ segir
Jörundur Guðmundsson
hjá Háskólaútgáfunni.
Hann telur að orðabók-
inni yrði vel komið innan
veggja Háskólans en nú
sé verið að leggja mat á
hvort kaupin séu fjárhagslega fýsileg. Háskóla-
útgáfan sér fyrir sér samstarf við Orðabók
Háskólans en hún hefur komið að útgáfu Íslenskrar
orðabókar í áraraðir.
Guðrún Kvaran, forstöðumaður Orðabókar
Háskólans, hefur heyrt af áhuga annarra á því að
Orðabók Háskólans fari í samstarf um útgáfu
Íslenskrar orðabókar, það hafi þó ekki verið
rætt.
„Við eigum ekki fyrir
salti í grautinn, hvað þá
fyrir orðabók Eddu. Við
buðum reyndar í orðabókina
á sínum tíma en gátum ekki
boðið jafnhátt og [Mál og
menning],“ segir hún.
Egill Örn Jóhannsson,
framkvæmdastjóri Forlags-
ins, segir að enginn hafi gert
tilboð í útgáfuréttinn að
Íslenskri orðabók. Enginn
starfi heldur að því að
uppfæra bókina sem
stendur, en tiltölulega stutt
er liðið frá síðustu útgáfu.
Mál og menning mun hafa
fengið Íslenska orðabók frá
Menningarsjóði fyrir 25
milljónir króna og fylgdi
með í kaupum nokkur lager
prentaðra bóka.
klemens@frettabladid.is
Íslenska orðabókin
gæti farið til ríkisins
Íslensk orðabók var seld frá ríkinu fyrir fimmtán árum en kann að verða ríkis-
vædd að nýju. Útgáfan Forlagið á bókina en má ekki gefa hana út, eftir sátt sem
gerð var við Samkeppniseftirlitið. Háskóli Íslands vill festa kaup á bókinni.
ÍSLENSK ORÐABÓK EDDU
Bókaútgáfa Háskóla Íslands,
Háskólaútgáfan, íhugar nú að bjóða í
Íslenska orðabók, sem Mál og menning
keypti af Bókaútgáfu Menningarsjóðs.
Þú getur ráðstafað vöxtunum að vild
Mx12-verðtryggður innlánsreikningur
Þá er Mx12-verðtryggður fyrir þig!
Lágmarksinnborgun við stofnun Mx12 reiknings er 1.000.000 kr 6,7-7,0%,
Nýjung
á Íslandi
444 7000 kaupthing.is
Í FULLUM HERKLÆÐUM Mexíkóskur
hermaður stendur vörð fyrir utan
lögreglustöð í bænum Tijuana þar sem
menn grunaðir um aðild að gengja-
stríði og drápum á lögreglumönnum
eru í haldi. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
STJÓRNMÁL Björn Bjarnason
dómsmálaráðherra segir á
heimasíðu sinni að Ólafur Ragnar
Grímsson, forseti Íslands, hafi í
ræðu sinni við þingsetningu
varað við inngöngu í Evrópusam-
bandið.
Björn vísar þar í ummæli
forsetans um mikilvægi fullveldis-
dagsins og þess sem útfærsla
landhelginnar færði þjóðinni.
„Skýrari varnaðarorð gegn
aðild að Evrópusambandinu hefur
núverandi forseti ekki flutt yfir
þingheimi, síðan hann barðist
gegn aðild að Evrópska efnahags-
svæðinu sem þingmaður í upphafi
tíunda áratugar síðustu aldar,“
segir Björn. Hjá skrifstofu
forsetans fengust þær upplýsing-
ar að forsetinn tjáði sig ekki um
ummæli af netinu. - kóp
Björn um forsetann:
Segir Ólaf and-
stæðan ESB
FORSETI ÍSLANDS Dómsmálaráðherra
segir hann hafa varað við inngöngu í
ESB í ræðu sinni. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Dæmdur til bótagreiðslna
Max Jakobsson, fyrrverandi ráðherra
og sendiherra í Finnlandi, hefur verið
dæmdur til að greiða tæplega eitt
þúsund evrur, eða um 150 þúsund
krónur, í bætur fyrir að hafa ekið yfir
á rauðu ljósi í fyrra. Jakobsson hefur
neitað sök.
FINNLAND
HJÁLPARSTARF Alls hafa nú á fjórða
hundrað skráð sig til þátttöku í
átakinu Göngum til góðs, sem
Rauði krossinn stendur fyrir á
morgun til styrktar stríðshrjáð-
um og sundruðum fjölskyldum í
Kongó.
Síðast var gengið til góðs fyrir
tveimur árum og tóku þá 2.500
sjálfboðaliðar þátt í átakinu. Því
skorar Rauði krossinn nú á fólk að
gerast sjálfboðaliðar í eina
klukkustund á laugardaginn, til að
endurtaka þann frábæra árangur.
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti
Íslands, verndari söfnunarinnar,
heimsótti Fjölbrautaskóla
Suðurlands heim í gær þar sem
hann hvatti nemendur til að taka
þátt. Einkum vantar sjálfboðaliða
í Reykjavík. Áhugasamir geta
skráð sig í síma 570 4000, eða á
www.raudikrossinn.is. - kg
Gengið til góðs á laugardag:
Rauði krossinn
skorar á fólk