Fréttablaðið - 03.10.2008, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 03.10.2008, Blaðsíða 20
20 3. október 2008 FÖSTUDAGUR Umsjón: nánar á visir.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] OMX ÍSLAND 15 Fjöldi viðskipta: 1.681 3.134 -5,86% Velta: 12.990 milljónir MESTA HÆKKUN EIK BANKI +6,14% EIMSKIPAFÉLAGIÐ +3,08% MESTA LÆKKUN GLITNIR -13,92% EXISTA -13,83% SPRON -13,21% Bannað að spila á bágindi „Enn hefur ekki verið svipt hulunni af því hvernig verðmatið var ákveðið,“ bendir Vísbend- ing á í stórri umfjöllun um þjóðnýtingu Glitnis. „Orð forsætisráðherra í sjónvarpi mátti skilja sem svo að til greina hefði komið að ríkið fengi eitthvað annað hlutfall í bankanum fyrir sitt framlag. Vel kann að vera að bankinn hefði ella orðið gjaldþrota en ríkið á samt ekki að nýta sér bágindi,“ segir þar jafnframt og bent á lög um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga sem banni sérstaklega að nýta sér bágindi, einfeldni, fákunnáttu eða aðra veikleika viðsemjenda til að maka krókinn. „Spyrja má hvort Seðlabankinn hafi með því að gefa stjórnendum stuttan tíma til þess að svara gert þeim úti- lokað að leita annarra leiða.“ Ekki sama hver er? Benedikt Jóhannesson, ritstjóri Vísbendingar, gengur heldur lengra í vangaveltum í dálki blaðsins sem kallast „Aðrir sálmar“ og veltir upp meintum eigendavanda Glitnis og að engum hafi dulist opinn fjandskapur milli Davíðs Oddssonar og Jóns Ásgeirs Jóhannessonar. „Ríkið metur banka sem er með eiginfé upp á 200 milljarða króna (þ.a. 63 milljarða í óefnislegar eignir) sem 28 milljarða verðmæti. Hefðu eigendur annarra banka fengið svipaða meðferð? Líklega eru flestir þeirrar skoðunar að svo hefði verið með Kaupþing.“ Í umfjöllun Vísbendingar um Machiavelli í sama tölublaði er forkólfum í viðskiptum og stjórn- málum bent á að hafa í huga eftirfarandi úr Furstanum: „Menn eru fljótari að gleyma dauða eigin föður en missi föðurarfsins.“ Peningaskápurinn ... Bandaríski auðkýfingurinn Warren Buffett hefur keypt helm- ing nýs hlutafjár bandarísku risa- samsteypunnar General Electric fyrir sex milljarða Bandaríkja- dala, eða 700 milljarða króna, miðað við gengi krónu í gær. Helmingur hlutafjárins er svo- kölluð forgangshlutabréf til þriggja ára með tíu prósenta arð- greiðslu ákvæði. Hinn helmingur- inn er almenn hlutabréf sem Berkshire Hat- haway, fjárfest- ingafélagið sem Buffett hefur stýrt í fjörutíu ár, kaupir og hefur lofað að halda í næstu fimm árin. Fjárfestinga- félag Buffetts hefur farið mikinn upp á síðkastið, nú þegar aðstæður á fjármála- mörkuðum hafa þrengt mjög að fyrirtækjum víða um heim en skemmst er að minnast þess að það keypti hluta í bandaríska fjár- festingabankanum Goldmans Sachs fyrir fimm milljarða dala. Lausafjárstaða Berkshire Hatha way nam 44,3 milljörðum dala, jafnvirði 5.166 milljörða íslenskra króna um síðustu ára- mót. WARREN BUFFETT Buffett kominn í General Electric HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Alfesca 6,27 -0,79% ... Atorka 4,28 -6,14% ... Bakkavör 17,85 -10,53% ... Eimskipafélagið 4,02 +3,08% ... Exista 4,61 -13,83% ... Glitnir 4,02 -13,92% ... Icelandair Group 17,50 -3,85% ... Kaupþing 660,00 -3,93% ... Landsbankinn 19,05 -4,75% ... Marel Food Systems 82,70 -4,06% ... SPRON 2,30 -13,21% ... Straum- ur-Burðarás 7,17 -8,31% ... Össur 90,00 -2,6% GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR: 206,9 +2,02% Evrópski seðlabankinn ákvað í gær að halda stýrivöxtum óbreyttum í 4,25 prósentum. Þetta er í takt við væntingar enda þriðji mánuður- inn í röð sem bankinn heldur vöxt- um óbreyttum í hæstu hæðum. Jean-Claude Trichet, seðla- bankastjóri, sagði lausafjár - þurrðina á alþjóðlegum mörkuðum slíka að mjög þrengdi að fyrir- tækjum á evrusvæðinu og drægi það harkalega úr hagvexti. Hafi seðlabankinn þurft að bregðast við til að bjarga bönkum frá gjaldþroti auk þess að dæla háum fjárhæðum inn á fjármálamarkaði. Fjármálasérfræðingar þóttust greina af máli bankastjórans að seðlabankinn íhugaði lækkun stýrivaxta og mætti vænta þess í næsta mánuði, að sögn Bloom berg- fréttaveitunnar. Gangi það eftir verður þetta fyrsta lækkunin í rúm fimm ár. - jab Líkur eru á vaxtalækkun JEAN-CLAUDE TRICHET Fjármálasérfræð- ingum þykir líklegt að evrópski seðla- bankinn lækki stýrivexti á næstunni. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP Bílasala í Bandaríkjunum dróst saman um 27 prósent í september í samanburði við sama mánuð í fyrra, og hefur ekki verið minni síðan 1993. Bílasala er talin með bestu vísbendingum um þróun efnahagsástands í Bandaríkjunum. Bandaríkjaþing hefur samþykkt að veita bílaframleiðendum 25 milljarða ríkisábyrgð á lántökur vegna fjárfestinga til endur- nýjunar á tækjabúnaði og tækni- þróunar. Þetta er stærsta framlag ríkisins til bílaframleiðenda í sögu Bandaríkjanna, og í fyrsti beini stuðningur síðan 1980. Ríkis- ábyrgðinni er sérstaklega ætlað að auka fjárfestaingu í þróun og fram- leiðslu umhverfisvænni bíla. - msh Bílasala hrynur vestanhafs Seðlabanki Svíþjóðar tilkynnti í gær að hann hygðist verja 60 milljörðum sænskra króna, eða nærri 1000 milljörðum íslenskra króna, til að bæta lausafjárstöðu sænskra banka. Bönkunum munu standa til boða þriggja mánaða lána línur gegn öruggum veðum. Í tilkynningu seðlabankans segir að með þessu sé komið til móts við bankana sem hafi átt erfitt með að nálgast langtímalán á alþjóðlegum mörkuðum sökum alþjóðlegu láns- fjárkreppunnar. Fyrr í vikunni tilkynntu írsk stjórnvöld að þau gangist í ábyrgðir fyrir allar innistæður og skuldir írskra bankastofnana næstu tvö árin. Þetta er gert til þess að treysta stöðu bankakerfisins og eyða efa- semdum um stöðu bankanna. Áætlað hefur verið að ábyrgðir ríkisins nemi um 400 milljörðum evra, sem er tvöföld landsfram- leiðsla Írlands. Bankarnir munu greiða ríkinu fyrir þessa trygg- ingu, en ekki hefur verið ákveðið hversu mikið. - msh Bankar fá aðstoð „Þetta er mjög jákvætt skref með tilliti til gengis krónunnar en þá er algjört lykilatriði að einnig verði rýmkaðar reglur um veðhæfi í endur hverfum viðskiptum við Seðlabankann. Annars er hætt við að aðgerðin hafi ekki nægilega mikil áhrif þar sem skortur á lausu fé í krónum takmarki eftirspurn eftir bréfunum.“ Seðlabankinn tilkynnti í gær- morgun um stóra útgáfu innistæðu- bréfa. Upphaflega stóð til að hún yrði 75 milljarðar króna, en ákveð- ið var að tvöfalda hana. Samkvæmt upplýsingum úr Seðlabankanum er þess vænst að þetta viðhaldi áhuga fjárfesta, einkum erlendra, á því að halda stöðum í krónunni. Þórólfur Matthíasson prófessor segir að erlendir fjárfestar þurfi að vera mjög bjartsýnir eigi þeir að taka stöðu með krónunni eftir atburði síðustu helgar. Til þess að svo verði „þarf að hækka ávinning- inn af því til mikilla muna. Jafnvel einhverjar 100 til 150 punkta hækk- anir stýrivaxta muni ekki duga“. Íslendingar verði að leita neyðar- aðstoðar í formi erlendra lána „þar sem hana er að fá, ef ekki hjá frændþjóðum og nágrönnum, þá hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum“. Greiningardeild Kaupþings segir að ef ekki komi aðgerðir á móti auki þessi útgáfa Seðlabankans á lausafjárskortinn, sem seðlabank- ar um allan heim hafi reynt að sporna við upp á síðkastið. - ikh Seðlabankinn þarf líka að rýmka veðin Tilkynnt var í gær um útgáfu Seðlabankans á inni- stæðubréfum fyrir 150 milljarða króna. BANKASTJÓRNIN Á stýrivaxtafundi í Seðlabankanum. Ingimundur Friðriksson, Eiríkur Guðnason og Davíð Oddsson seðlabankastjórar. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR N1 HJÓLBARÐAÞJÓNUSTA N1 – Meira í leiðinni 15% AFSLÁTTUR ER GÓÐ BYRJUN Á VETRINUM Forsjálir bifreiðaeigendur fá 15% afslátt af heilsársdekkjum og umfelgun á þeim fram til 12. október. Gerðu bílinn kláran fyrir allt árið, borgaðu minna og losnaðu við biðraðirnar. 15% AFSLÁ TTUR AF HEILS ÁRSDE KKJUM TIL 12 . OKT. Réttarhálsi 2 - Sími: 440 1326 Bíldshöfða 2 - Sími 440 1318 Fellsmúla 24 - Sími: 440 1322 Ægisíðu 102 - Sími: 440 1320 Langatanga 1a, Mos. - Sími: 440 1378 Reykjavíkurvegi 56, Hfj. - Sími: 440 1374 Dalbraut 14, Akranes - Sími: 440 1394 Vesturbraut 552, Vallarheiði - Sími: 440 1372 Við erum í næsta nágrenni við þig:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.