Fréttablaðið - 11.10.2008, Side 12

Fréttablaðið - 11.10.2008, Side 12
12 11. október 2008 LAUGARDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRAR: Björn Ingi Hrafnsson bih@markadurinn.is og Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Emilía Örlygsdóttir emilia@frettabladid.is og Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Jón Kaldal jk@frettabladid.is og Þorsteinn Pálsson thorsteinn@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Víða um lönd velta menn því nú fyrir sér hvort fjármálakrepp- an mikla sé frjálshyggjunni að kenna. Málsmetandi menn segja að gengið hafi verið of langt í að draga úr ríkis-„afskiptum“ af fjár- málamarkaðnum vestanhafs, hann gerður of „frjáls“. Einstaka „frjáls“-hyggjumaður maldar í móinn og segir að vandinn stafi af því að markaðurinn hafi ekki verið nógu „frjáls“. En mér er spurn: Hvers vegna verður þessi djúpa og alvarlega kreppa nú eftir þrjátíu ára frjálshyggjuvæðingu víða um lönd? Af hverju voru Vesturlönd að heita kreppulaus á ríkis- „afskipta“-árunum 1945-1980? Af hverju urðu miklar og alvarlegar kreppur á bandaríska fjármála- markaðnum á árunum fyrir 1912, þegar ríkið skipti sér nákvæmlega ekkert af honum? Mikið hrun varð á fjármálamarkaðnum ameríska árið 1907 og kalla Kanar það „the panic of 1907“. Bankakreppan íslenska Víkur nú sögunni austur og norður á bóginn, að íslensku bankakreppunni sem nú ógnar framtíð þjóðarinnar. Það þótt íslenski markaðurinn sé nú „frjálsari“ en nokkru sinni fyrr. Ekki fór fyrir kreppum á ríkis- „afskipta“-árunum, ekki einu sinni á hinum vondu haftaárum. Við má bæta að ég tel frjáls- hyggju-mennskuna eiga mikla sök á kreppunni, Ísland er kannski ekki yfirgengilega mark- aðsvætt en allt of margir Íslendingar eru „frjálshyggnir“ um of. Margir af markaðsger- endunum íslensku hafa verið heilaþvegnir af frjálshyggju í viðskiptaháskólum, jafnt hérlendum sem erlendum. Kaupsýslumenn þessir virðast hafa trúað í blindni þeim boðskap frjálshygguhagfræðinnar að fyrirtæki yrðu stöðugt að reyna að þenjast út annars væri voðinn vís. „Vogun(arsjóðir) vinna en tapa ekki“ hefði getað verið þeirra kjörorð. Milton Friedman sagði að einungis þau fyrirtæki sem stefndu að hámarksgróða og gæfu ekkert eftir myndu lifa af í samkeppninni, þess utan væri þessi sókn í hámarksgróða öllum til góðs, „græðgi er góð“. En hagfræðingurinn John Kay segir annað í bók sinni The Truth about Markets. Hann vitnar í rannsókn- ir á fyrirtækjum sem sýni að farsælustu fyrirtækin séu ekki ofurgráðug. Hann segir að sú óheillaþróun sem varð þegar forstjórar vestra fóru að semja um ofurlaun og allra handa fríðindi hafi orðið til þess að þeir hafi tekið mikið fé út úr fyrir- tækjum sem þeir unnu hjá. Þetta sé ein ástæða fjármálakreppunn- ar á níunda tugnum og aðal á- stæðan fyrir hruni Enrons. Þessir menn fóru eftir for- skriftum Friedmans um að öllum sé fyrir bestu að einstaklingar á markaði hegði sér í samræmi við upplýsta eigingirni. Þessi „business“-skóla-mennska gegnsýrir íslenska „busi$$ness“- menn nema hvað eigingirnin vill verða með óupplýstara móti. Mörg markaðskerfi! Hvernig ber Íslendingum að bregðast við kreppunni? Væri ekki ráð að þeir drægu aðeins úr markaðsdýrkun sinni? Væri ekki ráð að íslenskir kaupsýslumenn hættu að fara eftir forskriftum, ættuðum frá Milton Friedman? Væri ekki ráð að Íslendingar reyndu að finna gerð markaðs- kerfis sem hæfir íslenskum aðstæðum í stað þess að stæla Ameríkumenn? Fræðimenn á borð við áður- nefndan John Kay og heimspek- inginn John Gray segja það hina mestu firru að aðeins ein gerð markaðskerfis virki. Hið árangursríka markaðskerfi Suður-Kóreu sé allt öðruvísi en hið ameríska og vel aðlagað kóreskum aðstæðum. Finnska útgáfan hæfir Finnum vel og svo framvegis. Steingrímur Hermannsson hafði bæði á réttu og röngu að standa þegar hann sagði að önnur efnahagslögmál giltu á Íslandi en annars staðar. Hið rétta er að það eru ekki til nein efnahagsslög- mál, aðeins þumalfingursreglur sem hæfa misvel á mismunandi stöðum á mismunandi tímum. Höfundur er prófessor í heimspeki við Háskólann í Lillehammer. STEFÁN SNÆVARR Í DAG | Kreppan, frjálshyggj- an og framtíðin Kreppan í Vesturheimi UMRÆÐAN Stefán Ólafsson skrifar um fjármálakreppuna Þegar hamfarir ganga yfir er mikilvægt að skilja þá möguleika sem eru fyrir hendi. Grundvöllur samfélagsins á Íslandi mun standa áfram þótt fjármálayfirbygg- ingin sé hrunin og dragi annað með sér í fallinu. Sá grundvöllur er sterkur. Ég vil benda á nokkur atriði sem sýna að við eigum vel að geta staðið þetta af okkur og risið upp á ný. Hagsæld Íslendinga var góð áður en nýfrjáls- hyggjan og einkabankarnir komu til valda. Íslendingar höfðu um langt árabil verið í hópi tíu til tólf ríkustu þjóða heims og erlendar skuldir voru hóflegar. Frá 1960 til 1980 var hagvöxtur t.d. mun meiri en verið hefur eftir 1995. Það er því alrangt þegar fullyrt er að hagsældin á síðustu árum hafi verið meiri en nokkru sinni fyrr í sögu þjóðarinnar. Kaupmáttaraukning almennings var einnig mun meiri 1960 til 1980 en á tímabilinu 1995 til 2005. Mikið fé var vissulega í umferð og neyslukapphlaupið gríðarlegt á síðustu árum, en það hvíldi á skuldasöfnun. Þetta sýnir að hagsæld þjóðarinnar var orðin traust áður en nýfrjálshyggj- an og einkabankarnir leiddu okkur í núverandi stöðu. Eftir fyrirliggjandi hreingerningu mun vinnusöm þjóðin hafa möguleika til nýrrar sóknar, en á traustari grunni. Annað sem sýnir að við getum staðið þetta af okkur er það að á 20. öldinni urðu Íslendingar oft fyrir stórum efnahagsáföll- um sem leiddu til mikilla tímabundinna kjaraskerðinga. Hrun síldarstofnsins skók t.d. efnahagslegar undirstöður hagkerfis- ins á árunum 1968 til 1970. Gengisfall varð mikið, kaupmáttarskerðing sömuleiðis og aukið atvinnu- leysi. Nokkur brottflutningur varð en síðan reis þjóðin fljótt til nýrrar sóknar. Fleiri slík áfalla- tímabil má nefna, svo sem árin 1983-4 þegar byrði vegna húsnæðisskulda keyrði um þverbak. Í kreppu verður velferðarkerfið enn mikilvæg- ara en áður. Þannig þarf Íbúðalánasjóður að verða mörgum til bjargar á næstu misserum. Almanna- tryggingar munu þurfa að bæta lífeyrisþegum tapaðan lífeyri frá lífeyrissjóðunum að hluta og verja sérstaklega þá sem minnst hafa. Stjórnvöld þurfa því að hafa velferðarmál í forgangi. Það mun milda þrengingarnar sem nú leggjast á þjóðina. Höfundur er prófessor við Háskóla Íslands. Við getum þetta STEFÁN ÓLAFSSON Matvælaöryggi Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, vinnur nú hörðum höndum að því að tryggja matvælaöryggi þjóðarinnar og koma í veg fyrir að hér verði vöruskort- ur. Ekki er langt síðan hér á landi spunnust umræður um matvæla- öryggi, eftir að bændaforystan, forseti Íslands, Vinstri grænir og fleiri bentu á að ekki væri hægt að ganga að því vísu. Innan raða Sjálfstæðisflokksins tóku menn fálega í slíkar hugmyndir; Árni Helgason, framkvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæðisflokksins kallaði matvælaöryggi til dæmis „orðskrípi“ sem gengi út á háa tolla og „fyrirslátt hjá þeim sem vilja helst engar breytingar gera“. Nú er komið annað hljóð í strokkinn. Einfalt mál Geir Haarde forsætisráðherra fór yfir stöðu mála á fréttamannafundi í Iðnó í gær. Meðal þess sem bar á góma var mögulegt lán til að styrkja gjaldeyrisforða landsins. Spurður hvaðan þeir peningar ættu að koma stóð ekki á svari frá Geir: „Frá útlöndum.“ Skransölurnar Á þessum stað í gær var vitnað í bókina Straum- hvörf eftir Þór Sig- fússon, frá árinu 2005, en þar er fjallað um íslensku útrásina. Þótt margt hafi farið öðruvísi en spáð var gekk sumt eftir, til dæmi þessi viðvörunarorð: „Hættan er sú að þegar vel hefur gengið í fjárfestingaverkefnum renni hreinlega æði á menn. Sjálfstraustið er orðið slíkt að svo virðist sem allt verði að gulli í höndunum á íslenskum athafnamönnum. Þegar þannig er komið kann of mikið sjálfstraust að leiða íslenska fjárfesta aftur á skransölur með kunnuglegum afleið- ingum.“ Illu heilli reyndist Þór sannspár að þessu leyti. bergsteinn@frettabladid.isE inhver versta vika lýðveldistímans er nú að baki. Þótt lítil glæta virðist vera þessa dimmu daga, getum við að minnsta kosti huggað okkur við að það var fjármála- kreppa sem reið yfir landið en ekki svartidauði, stóra- bóla eða móðuharðindi eins og forðfeður okkar þurftu að glíma við. Ísland hefur verið í heimspressunni sleitulaust síðastliðna viku. Og fréttirnar hafa verið svartar. Allnokkur ár eru þó liðin frá því að fjármálalíf landsins beindi forvitni umheimsins að okkur. Sú umfjöllun þróaðist eitthvað á þessa leið: Fyrst vöktu miklir sigrar íslenskra banka og athafnamanna í útlöndum athygli og jafnvel aðdáun. Næst vöknuðu spurningar um hvern- ig þessi fámenna þjóð á hjara veraldar færi eiginlega að þessu? Þeim spurningum fylgdi vænn skammtur af tortryggni. Þegar hin alþjóðlega lánsfjárkreppa fór að hríslast um fjármálakerfi heimsins kom að þriðja kafla athyglinnar. Og það spratt ekki af góðu. Umsvif íslenskra banka voru orðin svo mikil miðað við baklandið, að afdrif þeirra í lánsfjárkreppunni þóttu geta orðið ákveðin vísibending um hvernig efnahag fjölmargra annarra landa myndi reiða af. Það var jafnvel talað um íslenska banka- kerfið sem kanarífuglinn í búrinu í námugöngunum; ef fuglinn lifði væri öðrum óhætt. Við vitum öll hvernig fór fyrir bönkunum. Og því miður bend- ir flest til þess að útlendir áhugamenn um örlög íslenska banka- kerfisins hafi haft rétt fyrir sér. Aðrar þjóðir eru alls ekki óhult- ar. Eftir lokun markaða í gær beggja vegna Atlantshafsins, og víðar, liggur fyrir að stór hluti heimsins er á bjargbrún mestu efnahagskreppu seinni tíma. Gríðarleg umræða er þegar hafin um hverjir bera ábyrgð á hruninu og þeim þrengingum sem eru framundan. Sú umræða einskorðast ekki við Ísland. Hér á landi dynja þung orð á stjórnmálamönnum, bankamönn- um og umsvifamiklum athafnamönnum. Það eru ekki ýkjur að nota orð eins og hatur í því samhengi. Að nefna sökudólgana og hella blóðugum skömmum yfir þá er vissulega ákveðinn þáttur þeirrar umræðu sem þarf að fara fram. En sá partur umræð- unnar mun örugglega ekki færa okkur þau svör sem við þurfum mest á að halda núna. Það er bráðamál fyrir samfélagið að við eyðum sem mestu af okkar kröftum til að bjarga sem flestum úr þeim eldum sem brenna. Það þarf að gerast hratt og af eins mikilli yfirvegun og er möguleg. Það þarf líka að hefja nú þegar umræðu um hvernig við ætlum að byggja upp athafnalíf landsins á nýjan leik. Það er risavaxið verkefni sem þolir ekki bið. Við skulum gæta okkur á því að það eru engar hitaeiningar í hatrinu. Við munum ekki éta það þegar á reynir. Hvernig viljum við byggja upp á nýjan leik? Hatrið er hitaeiningasnautt JÓN KALDAL SKRIFAR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.