Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.10.2008, Qupperneq 19

Fréttablaðið - 11.10.2008, Qupperneq 19
Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 „Ég er ánægður með bílinn minn. Sérstaklega litinn. Mér finnst hann flottur. Auðvitað eru ekki allir sammála mér en það er bara betra,“ segir Óskar Björn hressi- lega um bílinn sinn sem er af gerðinni Ford Puma. Hann kveðst búinn að eiga bíl- inn í tæp tvö ár. „Ég fékk hann fljótlega eftir að ég tók bílpróf- ið,“ rifjar hann upp. „Mamma átti hann fyrst en lenti í óhappi og beyglaði hann aðeins. Það var svo dýrt að gera við hann svo ég keypti hann af henni og býst við að keyra bara út úr honum. Það fæst ekkert fyrir svona gamlan bíl hvort sem er,“ heldur hann áfram. Óskar Björn kveðst oft fara á Fordinum í skólann enda sé drjúgur spölur þangað en hann stundar nám við Fjölbrautaskól- ann í Breiðholti. Óskar Björn er sammála því að Ford Puma-bílar séu sjaldgæfir á götunum. Kveðst þó mæta einum og einum. „Þessir bílar voru framleiddir frá 1997 til 2002 og svo kemur held ég nýr 2009 en ég veit ekki hvernig hann verður. Kannski verður hann eitthvað öðruvísi.“ Farkosturinn hans Óskars Björns er af árgerð 1999. Eig- andinn hlær þegar hann segir hann ágætlega kraftlausan sport- bíl. „Samt er hann fínn miðað við hvað hann er með fá hestöfl. Hann er með 1400 vél og er bara 89 hestöfl,“ upplýsir hann og bætir við. „En hann er léttur og sparneytinn og vinnslan er bara fín.“ Fordinn hefur sem betur fer lítið bilað að sögn eigandans, nema hvað dempararnir hafa slitnað eins og eðlilegt getur tal- ist. „Það er rándýrt að fá vara- hluti í þennan bíl núna,“ segir Óskar Björn. „Það verður að sér- panta þá frá Bandríkjunum og það er ekki auðvelt eins og stað- an er í dag.“ gun@frettabladid.is Ágætlega kraftlaus bíll Ford Puma-bílar eru frekar sjaldgæf sjón og fjólubláir bílar eru heldur ekki á hverju strái. Bíllinn hans Óskars Björns Óskarssonar menntaskólanema sameinar þetta tvennt og er því eftirtektarverður. Óskar Björn er ánægður með að hafa bílinn til að komast á í skólann og skjótast hvert sem er. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON TEYGJUR eru mikilvægar fyrir líkamann. Ekki þarf að eyða löngum tíma í nokkrar einfaldar teygjur. Á vef Lýðheilsustöðvar er hægt að hala niður teygjuforriti sem minnir þá sem sitja við tölvuna á að teygja reglu- lega. Slóðin er: www.lydheilsustöð.is og kallast forritið Teygjuhlé fyrir börn og unglinga. Á doktor.is má einnig finna góðar teygjur með myndum. Bremsuhlutir í alla jeppa og pickupa Vagnhöfða 7 110 Reykjavík Sími: 517 5000 Diskar Klossar Dælur Borðar Ísetningarþjónusta P R E N T S N IÐ E H F . Meirapróf Upplýsingar og innritun í síma 567 0300                            !"#    !$!%      !"#     !$!%          !"#    !$!%               !"#    !$!%               !"#  !$!%                !"#    !$!%                                                   Þriðjudaga og mmtudaga

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.