Fréttablaðið - 11.10.2008, Page 24

Fréttablaðið - 11.10.2008, Page 24
● Forsíðumynd: Stefán Karlsson tók mynd á heimili Margrétar Einarsdóttur Útgáfufélag: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, s. 512 5000 Ritstjórar: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is, Emilía Örlygsdóttir emilia@frettabladid.is og Hrefna Sigurjónsdóttir hrefna@frettabladid.is Auglýsingar: Hlynur Steingrímsson s. 512 5439 Útlitshönnuður: Kristín Agnarsdóttir kristina@frettabladid.is. ● heimili&hönnun Listakonan Jónína Sæmundsdóttir, eða Nína eins og hún var jafnan kölluð, fæddist, í Nikulásarhúsum í Fljótshlíð árið 1892. Hún nam myndlist við Tekniske skole í Kaupmannahöfn á árun- um 1915 og 16, þá aðeins 23 ára gömul. Að svo búnu fór hún í Konunglegu listaakademíuna þar sem hún var við nám til 1920. Þrátt fyrir heilsuleysi vegna berkla fór Nína til Rómar þar sem hún sinnti myndlist sinni í eitt ár árið 1920. Sex árum síðar fluttist hún til New York, þar sem henni bauðst að sýna, en flutti síðar til Hollywood þar sem hún bjó í 30 ár. Hún var vinsæll portrettlista- maður í Bandaríkjunum og mjög hæfileikarík. Meðal verka sem eftir hana liggja vestra er Afrekshugur sennilega þeirra þekkt- ast, sem hún vann fyrir Waldorf Astoria hótelið í New York árið 1931. Einnig vann hún minnsvarða um Leif Eiríksson í Los Angel- es árið 1936. Nína var alltaf íslenskur ríkisborgari og tók þátt í ís- lensku listalífi. Hún sýndi hér á landi höggmyndir og málverk en meðal höggmynda eftir hana má nefna Móður- ást í Lækjargötu í Reykjavík, Maríumynd í Selfosskirkju og styttuna af Nonna sem stendur við Nonnahús á Akur- eyri. Nína Sæmundsdóttir lést árið 1965. Í ALDANNA RÁS Stórir draumar sveitastúlku rætast ● HIRSLA FYRIR DISKA HJÁLP- AR UPP Á SKIPULAGIÐ Þegar þrengist um fjárhaginn hjá fólki er vert að gefa gaum að því sem til er á heimilinu og nýta það. Nægir þar að nefna góðar kvik- myndir á DVD diskum sem fengið hafa að eldast í friði án þess að nokkur hafi hirt um þær en eru þó enn í fullu gildi. Einnig geisladiska sem kannski hafa verið sjaldan spilaðir síðustu mánuði en geyma gamla uppáhaldstónlist sem gaman er að rifja upp. Þeir sem vilja koma skipulagi á slíka fjár- sjóði geta fengið heppilega standa í versl- unum Pier sem hægt er að stafla hverjum ofan á annan og mynda þannig hillur. Hver eining í geisladiskastandinum kostar 990 krónur og í DVD-standinum 1.990 krónur. Margrét Einarsdóttir, eigandi verslunarinnar Sia, vill hafa fal- legt og notalegt í kringum sig. „Ég kveiki alltaf á kertum þegar ég kem heim en það lífgar upp á tilveruna sem veitir ekki af þessa dagana. Ég held að það sé mikilvægt að reyna að slappa af og njóta augnabliksins með fjöl- skyldunni,“ segir Margrét þar sem hún lætur fara vel um sig í uppáhaldshorni heimilisins. „Það má ekki gleymast í allri kreppu- umræðunni.“ Margrét hefur ávallt haft auga fyrir fallegum hlutum og varð það til þess að hún keypti Sia fyrir ári. Verslunin flutti inn í Tekk Company í sumar en er þó rekin sér. Margrét segist skipta um kerti og skraut eftir árstíðum en þó halda sig við sama grunn. „Ég er með sófasett úr Tekk Company en breyti svo til með því að skipta um smávöru. Ég nota mikið gler og kerti og er sérstaklega hrif- in af silkiblómum. Þau má setja í vatn sem gerir það að verkum að þau virka mjög raunveruleg.“ Á stofuborðinu er Margrét með stóran bakka fullan af kertum en auk þess dreyfir hún kertalukt- um um alla stofuna. „Ég er mest fyrir jarðliti en er þó mjög hrif- in af fjólubláum lit sem stend- ur. Um jólin er ég hrifnust af hvítu, gylltu og silfruðu í bland við rautt. - ve Kveikir alltaf á kertum ● Þegar fagurkerinn Margrét Einarsdóttir vill breyta til á heimilinu skiptir hún út smávöru eins og blómum og kertum. Hún dreifir kertum í kringum sig að lífga upp á tilveruna. Margrét hefur ávallt haft gaman að því að skreyta í kringum sig. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Margrét skiptir út smávöru og kertum þegar hún vill breyta til. Sportlínan frá Miele 11. OKTÓBER 2008 LAUGARDAGUR2

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.