Fréttablaðið - 11.10.2008, Síða 26

Fréttablaðið - 11.10.2008, Síða 26
● heimili&hönnun TILVALIÐ Í BAÐIÐ Froskurinn eða The Frog er hvort tveggja í senn leikfang í bað- karið og geymsla undir önnur baðleikföng. Hann má festa við baðherbergis- vegginn á þrjá vegu: Með sterku límbandi, sogskálum eða skrúfum. Hann nær að halda mismikilli þyngd eftir því hvernig hann er festur. Sökum þess hvernig Froskurinnn er úr garði gerður rennur vatnið af blautum leikföngunum ofan í baðkarið um leið og búið er að setja þau í hann. Þau ættu því að vera orðin þurr fyrir næsta bað. Hægt er að afla sér allra nánari upplýsinga um froskinn á vefsíðunni www.booninc.com, þar sem hann er til sölu. heimili ● LITRÍKIR PÚÐAR LÉTTA LUND Það þykir margsannað að glaðlegir litir hafa góð áhrif á sálina. Ekki þarf nema einn litríkan púða til að gerbreyta ásýnd sófans, hægindastólsins eða rúmsins heima. Auðvitað er púðinn svo ekki bara upp á punt heldur líka til þæginda því gott er að halla sér á hann. Ef lampi í svipuðum lit eða bara kerti á borði kemur þar einhvers staðar nærri fullkomnar það útlitið og skapar visst jafnvægi og góða stemningu. Fallegi púðinn á meðfylgj- andi mynd fæst í hinni nýju verslun Ilva á Korputorgi og kostar 4.950 krónur. Um fyrirtækið má svo lesa á vefsíðunni www.ilva.is. Endurvinnsla B andaríski hönnuðurinn Ruth Weber gengur skrefinu lengra þegar kemur að endurvinnslu. Hún varð sér úti um stóla sem átti að henda og úr stólfótunum bjó hún til nýjan stól. Það gerði hún með því að binda fæturna einfaldlega saman við gamalt stólbak. Þetta sér hún fyrir sér að megi gera við gamla stóla eða þá sem ekki þykja lengur smart. Í stólnum ægir saman ólíkri hönnun og er hann því skemmtilegt rannsóknarefni. Sjálf segist hún vera að bjarga gamalli hönnun sem annars hefði glatast. Ekki fylgir sögunni hversu þægi- legur stóllinn er en jafnvel mætti hugsa sér að bæta á hann sessu. Sjá nánar á vefsíðunni www. designboom.com Ruth Weber Hönnun Stóll 50% afslætti Við opnum nýja verslun með sömu vörumerki og sömu þjónustu í nóvember MIRALE Síðumúla 33 108 Reykjavík sími: 517 1020 Opið mán.–föstud. 11–18 laugardag 11–16 www.mirale.is Mirale flytur Við höfum ákveðið að minnka verslun okkar á meðan þetta samdráttarskeið gengur yfir og höfum því ákveðið að selja öll sýningar- húsgögn með 11. OKTÓBER 2008 LAUGARDAGUR4

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.