Fréttablaðið - 11.10.2008, Síða 37

Fréttablaðið - 11.10.2008, Síða 37
LAUGARDAGUR 11. október 2008 1. Áhöfnin á Halastjörnunni - Stolt siglir fleyið mitt Stórsjónum á og allt það. Gylfi sigr- aðist á Bakkusi. Nú er komið að okkur og frænda hans, Mammoni. 2. Bob Dylan - Maybe Someday „When you’ve lost everything you’ll have nothing left to hide,“ söng meistarinn. 3. Magnús Þór Sigmundsson - Álfar Eru álfar kannski menn? Er líka kreppa hjá þeim eða geta þeir lánað okkur peninga? 4. Hemmi Gunn - Út á gólfið Dansa, hvað er betra en að dansa? Einmitt! 5. Olga Guðrún - Eniga meniga „Eniga meniga, ég á enga peninga, súkkadí púkkadí, en ég get sungið fyrir því“ – svo er bara að gleyma því að lagið hafi heyrst í bankaauglýs- ingu. 6. Monty Python - Always Look on the Bright Side of Life Segir allt sem segja þarf og er einstaklega grípandi. Ekkert verra að horfa líka á atriðið á Þúskjá. 7. Handboltalandsliðið 1988 - Gerum okkar besta „Og aðeins betur ef það er það sem þarf! Við látum hendur standa fram úr ermum og ekkert þras.“ 8. Baggalútur - Ísland, ég elska þig „Í senn angistarfullt, viðeigandi, hæfi- lega væmið, áminnandi og einstak- lega þjóðlegt,“ eins og segir á heima- síðu Baggalúts, sem hefur aldrei verið eins nauðsynleg og akkúrat núna. 9. Flowers - Slappaðu af „Þú skalt reyna að halda kjafti og slappa svolítið af,“ syngur fyrrverandi umboðsmaður hestsins. Kannski óþarfi að segja okkur að halda kj... en hitt er nauðsynlegt. 10. KK og Magnús Eiríksson - Óbyggðirnar kalla Þær bæði kalla og eru ekki að fara neitt. LAGALISTI FYRIR HNÍPNA ÞJÓÐ Í VANDA MAGNÚS OG KK Lagið Óbyggðirnar kalla er tilvalið til að þjappa Íslendingum saman þessi dægrin. „Jú, hér eru bara allir að faðmast og það hrjóta ástarorð við hvert tækifæri. Þetta er jú bara það eina sem við getum gert í svona ástandi, að sýna hvert öðru ást og hlýju,“ segir Ólafur Páll Gunnarsson Popplandskóngur með meiru. Útvarpsfólkið hefur ekki farið varhluta af þeirri kreppu sem ríkir í íslensku efnahagslífi. Starfsmennirnir eru gjaf- mildir á faðmlög, faðma hver annan og jafnvel fá viðmælendur sem koma í útvarpið knús frá ástríku starfs- fólki. En það er ekki bara hlýja sem yljar útvarpsfólkinu í Efsta- leitinu um hjartaræt- urnar. Ólafur viður- kennir að lagalisti stöðvarinnar hafi tekið hálfgerðum stakkaskipt- um. „Ég man reyndar að þegar þetta fór að fréttast fyrst þá spil- aði ég Highway to Hell. En núna – því lög öðlast einhverja meiri dýpt í svona ástandi – þá veltir maður því óneitanlega meira fyrir sér hvaða lög séu við hæfi og hver ekki.“ Þannig hafa til að mynda gömul íslensk lög á borð við Stolt siglir fleygið mitt og Ísland er land þitt tekið að hljóma á öldum ljós- vakans. Ólafur segir þetta enga tilviljun. „Við ætlum ekki að draga fólk ofan í svartnætt- ið. Við ætlum bara að halda áfram að skemmta fólki.“ - fgg Rás 2 í faðmlögum TOPP 10: FAÐMLÖG OG ÞJÓÐ- ERNISLÖG Ólafur Páll segir starfsfólk Rásar 2 ekki vera nískt á knús og faðmlög og lagalisti stöðv- arinnar hafi breyst í kjölfar kreppunnar.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.