Fréttablaðið - 16.10.2008, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 16.10.2008, Blaðsíða 6
6 16. október 2008 FIMMTUDAGUR HAFNARFJÖRÐUR Starfsmenn Alcan safna nú undirskriftum þar sem skorað er á bæjaryfirvöld að end- urtaka atkvæðagreiðsluna frá því í fyrra. Hafnfirðingar greiddu þá atkvæði um deiliskipulagstillögu sem gerði ráð fyrir stækkun álversins í Straumsvík. Tillagan var felld með innan við hundrað atkvæðum. Starfsmennirnir ganga nú milli húsa og biðja fólk að skrifa undir. Lúðvík Geirsson bæjarstjóri segir að leikreglur lýðræðisins séu skýrar. Bæjarstjórn geti sam- þykkt að setja mál í atkvæða- greiðslu eins og gert hafi verið í fyrravor eða að fjórðungur atkvæðisbærra bæjarbúa óski eftir því með undirritun. „Þá ber okkur að setja málið í kosningu,“ segir hann. „Um leið og menn skila undir- skriftalistum þar sem þessum skilyrðum er fullnægt eru máls- meðferðarreglur skýrar. Okkur ber að virða þessar óskir. Það er bæjarstjórnar að ákveða kjördag. Hann má ekki vera fyrr en fjórum vikum eftir að þessi ákvörðun er tekin og ekki síðar en átta vikum.“ Sjálfstæðismenn í bæjarstjórn Hafnarfjarðar lögðu til í vikunni að bæjaryfirvöld tækju upp form- legar viðræður við álverið í ljósi breyttra aðstæðna í þjóðfélaginu. Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarfull- trúi Sjálfstæðisflokks, segir að álverið hafi lýst yfir að það sé til- búið til að fara í stækkun eins og í fyrra verði deiliskipulagið sam- þykkt. „Þeir standa við þetta og vilja fara út í það,“ segir hún. Aðeins þarf undirskriftir um 4.500 atkvæðisbærra Hafnfirð- inga til að atkvæðagreiðslan verði endurtekin. - ghs SÓLNING Njarðvík, Fitjabraut 12, sími 421 1399 Selfoss, Gagnheiði 2, sími 482 2722 Skiptu á vetrardekkin í dag Virka daga 8.00–18.00 Laugardaga 9.00–13.00 Opnunartímar SAMGÖNGUR Ekki voru allir Eyjamenn jafnánægðir þegar Herjólfur kom heim í fyrradag eftir tveggja vikna dvöl í slippn- um á Akureyri. Hann sigldi á ný í gærmorgun. Þar með misstu Eyjamenn bátinn St. Ola, eða bara Óla, sem leysti hann af. Heiðar Hinriksson er einn þeirra sem er ánægður með Óla. „Hann er ævagamall, greyið, en hann er betra sjóskip, enda lengri en Herjólfur. Herjólfur nær því ekki að vera tveggja öldu skip. Hann situr bara ofan á öldunum.“ - hhs Herjólfur kominn úr slipp: Munu sakna Óla HERJÓLFUR Á SIGLINGU Herjólfur er kominn úr slippnum. DÓMSMÁL Fyrrverandi stjórnar- maður og prókúruhafi einkahluta- félagsins Tveir + einn ehf. hefur verið dæmdur til að greiða 34 milljónir króna í sekt til ríkissjóðs vegna vangoldins virðisauka- skatts og opinberra gjalda. Hann var einnig dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi. Maðurinn stóð ekki skil á virðisaukaskatti, að upphæð 16,5 milljónir króna, sem innheimtur hafði verið í rekstri félagsins. Þá stóð hann ekki skil á staðgreiðslu opinberra gjalda, samtals að upphæð 4,8 milljónir króna, sem haldið var eftir af launum starfsmanna fyrirtækisins. - jss Fjórir mánuðir fyrir vanskil: Skal greiða 34 milljónir í sekt Starfsmenn Alcan vilja endurtaka atkvæðagreiðslu: Safna undirskrift- um hjá íbúum LÚÐVÍK GEIRSSON RÓSA GUÐ- BJARTSDÓTTIR Fritzl sakhæfur Samkvæmt mati geðlækna, sem austurrísk yfirvöld kölluðu til, er Josef Fritzl, sem hefur játað að hafa lokað dóttur sína inni í kjallara húss síns í 24 ár og getið við henni sjö börn, sakhæfur. Það sé því ekkert því til fyrirstöðu að réttað verði yfir honum, þó að hann haldi því fram að hann þjáist af „alvarlegri persónuleikaröskun“. AUSTURRÍKI VELFERÐARMÁL Jóhanna Sigurðar- dóttir, félags- og tryggingamála- ráðherra, hefur rýmkað heimildir Íbúðalánasjóðs til að koma til móts við lántakendur í greiðslu- vanda. Þetta kemur fram í til- kynningu frá félagsmálaráðu- neytinu. Íbúðalánasjóður hefur jafn- framt mildað innheimtuaðgerðir stofnunarinnar. Frestur frá gjald- daga til sendingar greiðsluáskor- unar verður fjórir til fjórir og hálfur mánuður frá elsta ógreidda gjalddaga í stað tveggja til tveggja og hálfs mánaðar áður. Heimilt er að afturkalla nauð- ungarsölu gegn greiðslu þriðjungs vanskila í stað helmings van- skila áður og rýmingarferli uppboðs íbúða hefur verið lengt úr einum mánuði í þrjá. Þá hafa heim- ildir til greiðslu- frestunar vegna sölutregðu verið rýmkaðar. Lántakendur eiga nú val um að greiða eingöngu vexti og verðbætur í tiltekinn tíma. Nýju heimildirnar koma til viðbótar eldri úrræðum, skuld- breytingum vanskila, lengingu lána og frystingu afborgana um allt að þrjú ár. Úrræði Íbúðalánasjóðs vegna greiðsluvanda eiga við svo fremi sem lánin heyri undir Íbúðalána- sjóð. Jóhanna ætlar að leggja fram frumvarp til laga sem heimilar Íbúðalánasjóði að lengja lán um allt að 30 ár í stað 15 ára áður. Einnig verða útfærðar reglur vegna útleigu Íbúðalánasjóðs á því húsnæði sem stofnunin kann að eignast á nauðungaruppboðum til fyrri íbúa. Slík leiga yrði ávallt í takmarkaðan tíma í samræmi við hagsmuni beggja aðila. - ghs Félagsmálaráðherra hefur rýmkað heimildir Íbúðalánasjóðs: Mildar innheimtuaðgerðirnar JÓHANNA SIGURÐ- ARDÓTTIR LÖGREGLUMÁL Lögreglan á Hvolsvelli stöðvaði í gær litla tuttugu manna rútu fyrir hraðakstur. Rútunni var ekið á 115 kílómetra hraða eftir veginum milli Hvolsvallar og Hellu. Lítið virðist þó vera um að ökumenn kitli pinnann þessa dagana. Lögreglumenn víða um land segjast finna vel fyrir minnkandi hraða í umferðinni. Ber þeim saman um að hærri sektir spili þar inn í. Hugsanlega megi einnig rekja minni hraða til þess að ökumenn hugi nú frekar að sparakstri en hraðakstri. - hhs Hraðamælingar á Hvolsvelli: Rúta í hraðakstri VIÐ HRAÐAMÆLINGAR Lögreglan á Hvolsvelli stöðvaði rútu fulla af farþeg- um á 115 kílómetra hraða í gær. Bónus í Hús iðnaðarins Hægt verður að opna Bónusverslun í Húsi iðnaðarins á Hallveigarstíg eftir að byggingarfulltrúinn í Reykja- vík veitti fasteignafélaginu Landic Property leyfi fyrir nauðsynlegum breytingum. VERSLUN Telur þú líklegt að gjaldeyrisvið- skipti komist í lag fljótlega? Já 53,3% Nei 46,7% SPURNING DAGSINS Í DAG: Ertu bitur út í bresk stjórnvöld vegna ummæla þeirra um Ísland? Segðu skoðun þína á visir.is EFNAHAGSMÁL Seðlabanki Íslands hefur stofnað uppboðsmarkað fyrir krónur. Fyrsta uppboðið var í gær og var niðurstaða þess að gengisvísi- talan telst vera 199 stig, 150 krón- ur í evrunni. „Við biðjum banka og sparisjóði um að taka þátt í verðmyndun á gjaldeyri,“ segir Eiríkur Guðna- son seðlabankastjóri, sem segir þetta fyrirkomulag fara prýðilega af stað. Evrópski seðlabankinn birtir gengi krónunnar frá níunda þessa mánaðar, en samkvæmt því kostar evran 305 krónur. Þá heyrir Frétta- blaðið að ýmiss konar gengi sé notað í viðskiptum erlendis. Geng- ið í uppboði dagsins sé til að mynda ekki í gildi þegar tekið sé út úr hraðbönkum erlendis. Eiríkur segir að Seðlabankinn hafi engin áhrif á gengisskráningu evrópska bankans. „Vonandi kemst sem fyrst stöðugleiki á okkar gengismarkað og þá hlýt- ur evrópski seðlabankinn að taka mið af því.“ Hann vonar jafnframt að Íslend- ingar geti sem fyrst afnumið tak- markanir á notkun gjaldeyris. „Við teljum að við séum með aðeins fastara land undir fótum, því óneitanlega hefur svo ekki verið upp á síðkastið,“ segir Eirík- ur og bætir því við að því miður sýni núverandi gengi veika krónu, „en við vonum og trúum því að hún styrkist en vitum ekki hvort hún eigi eftir að veikjast“. Alls voru viðskipti með um 25 milljónir evra á uppboðsmarkaðn- um í gær. Þórólfur Matthíasson prófessor bendir á að á hverjum viðskipta- degi þurfi um 20 milljónir evra til vörukaupa. Tíu milljónir til viðbót- ar vegna kaupa á þjónustu. Þá þurfi „eitthvað fyrir greiðslu á vöxtum og afborgunum á lánum. Þannig að 25 milljónir evra duga á rólegum degi fyrir vörum og þjón- ustu.“ Nú sé einhver uppsöfnuð þörf, segir Þórólfur, því viðskipti hafi verið dræm upp á síðkastið. Svo sé nú stutt í jólin. „Á móti kemur að menn halda mjög að sér höndum í inn- flutningi. En það er alveg ljóst að þeim, sem vilja flytja það sem eftir er af þræl- sviðnum sparn- aði sínum til útlanda, er ekki gefið mikið svig- rúm. Ef menn fara að reyna það mun verð- ið á gjaldeyrinum rjúka upp úr öllu valdi. Hér er því teflt á tæpt vað.“ Ýmsir fagna aðgerð Seðlabank- ans. „Verkefnið er bara að styrkja krónuna. Það er mikilvægt, þótt allt sé að skreppa saman, þá verð- ur að styrkja krónuna til að koma í veg fyrir hættu á verðbólgu,“ segir Friðrik J. Arngrímsson, fram- kvæmdastjóri LÍÚ. „Ég hlýt að líta það jákvæðum augum að þetta sé reynt. En hlýt líka að spyrja, undir þessum kring- umstæðum, hversu eðlileg verð- myndunin er,“ segir Jón Steindór Valdimarsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Andrés Magnússon, fram- kvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segir að út af fyrir sig fagni menn þessari tilraun Seðla- bankans til að mynda „eitthvert gengi. Þetta hins vegar leysir ekki þann bráðavanda sem við okkur blasir vegna gjaldeyrisskortsins. Því fleiri dagar sem líða án þess að nægur gjaldeyrir sé fyrir hendi, þeim mun fleiri fyrirtæki lenda í vandræðum.“ ingimar@markadurinn.is Seðlabankinn reynir við innlendan gengismarkað Uppboðsmarkaður Seðlabankans á að halda við gengi krónunnar. Viðskipti með 25 milljónir evra í gær. „Dugar á rólegum degi,“ segir prófessor, sem telur þó að teflt sé á tæpasta vað. Margir fagna „tilrauninni“. SKIPTAR SKOÐANIR Skiptar skoð- anir eru meðal þeirra Eíríks Guðna- sonar, Þórólfs Matthíassonar og Andrésar Magnússonar. KJÖRKASSINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.