Fréttablaðið - 16.10.2008, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 16.10.2008, Blaðsíða 46
26 16. október 2008 FIMMTUDAGUR menning@frettabladid.is > Ekki missa af Ný danskri á Akureyri. Sveitin verður með tvenna tónleika á Græna hattinum á laugardag kl. 20 og 23. Þar frumflytja þeir Turninn í heild sinni auk þess að kíkja í skjóðuna sem geymir öll gömlu lögin. Hljómsveitin fagnaði 20 ára afmæli í fyrra og sendi frá sér nýtt lagasafn, Turninn í vikunni. Forsala fer fram í Pennanum, Akureyri. Tekið hefur til starfa sýning- arrýmið 101 Projects. Eins og nafnið gefur til kynna er 101 Project á vegum 101 Gallery og byggir á grunni þess, enda rekið í sama húsnæði. Í sýning- arrýminu 101 Projects verður áfram boðið upp á samtíma- myndlist, með aukinni áherslu á sýningar framsækinna, alþjóðlegra myndlistarmanna. Listrænn stjórnandi 101 Projects er Birta Guðjónsdóttir. Heiðurinn af fyrstu sýningunni í hinu endurskírða sýningarrými fær ísraelska myndlistakonan Tamy Ben-Tor. Hún hefur að mestu starfað á sviði myndbandsverka, en er jafnframt þekkt fyrir gjörninga sína, sem hún hefur flutt við mikil fagnaðarlæti í leikhúsum, á gjörningahátíðum og nætur - klúbbum. Hún kemur sjálf fram í verkum sínum, bregður sér í ýmis gervi og leikur karaktera, sem hún byggir á þekktum erkitýpum. Verk hennar eru full af gálgahúmor og beittri gagnrýni Ben-Tor á hennar eigin persónulegu aðstæður. Á sýningunni í 101 Projects, sem opnuð verður í kvöld kl. 18, verða sýnd ný myndbands- verk. Þess ber að geta að sýn- ingin er hluti af listahátíðinni Sequences sem staðið hefur yfir síðustu daga við mikinn fögnuð íslenskra listunnenda. Sýningin stendur svo til 16. nóvember. -vþ Gallery verður Projects MYNDBANDALIST Hluti úr verki eftir Tamy Ben-Tor. Kl. 20 Haldnir verða tónleikar í Norræna húsinu í kvöld kl. 20 á vegum listahátíðarinnar Sequences, en henni lýkur senn. Á tónleikunum má sjá og heyra afraksturinn af sam- starfi Bjarkar Viggósdóttur og bandarísku listakonunnar Caroline Mallonée. Ásamt þeim koma fram Borgar Magnason, Hákon Aðal- steinsson og Kristín Marínella Friðjónsdóttir. Aðgangur er ókeypis. Adiga fær Booker Indverski rithöfundurinn Aravind Adiga hlaut í fyrradag hin eftirsóttu Booker- bókmenntaverðlaun fyrir skáldsögu sína The White Tiger. Bókin fjallar um viðskiptagosann Balram Halwai sem lýgur, prettar og svíkur sig úr sárri fátækt upp í hæstu hæðir blómstrandi viðskiptalífsins í Bangalore. Halwai er sögumaður bókarinnar og er því sem sagt sannkölluð andhetja. Dómarar Booker-verðlaunanna voru þó sammála um að Adiga takist merkilega vel upp með að halda samúð og áhuga lesandans með Halwai, þrátt fyrir ógeðfellda hegðun hans og hugsanagang. Nokkra athygli vekur að The White Tiger er fyrsta útgefna skáldsaga Adiga. Hann er fjórði höfundurinn sem vinnur til Booker-verðlauna fyrir sína fyrstu bók, en seinastur til að vinna það afrek var DBC Pierre árið 2003. Adiga er að auki næstyngsti vinningshafinn til þessa, aðeins 33 ára gamall. Yngsti vinningshafinn var Ben Okri sem vann árið 1991, þá 32 ára gamall. Adiga þótti framan af ekki sérlega sigurstranglegur, enda atti hann kappi við reynda höfunda á borð við Sebastian Barry og Amitav Ghosh. Formaður Booker- dómnefndarinnar, Michael Portillo, sagði keppnina hafa verið óhemjujafna í ár en bók Adiga hafi einfaldlega verið nægilega sláandi til þess að hljóta verðlaunin. - vþ Fjórir dansar frumsýndir Íslenski dansflokkurinn frumsýnir í kvöld samsetta dagskrá með fjórum nýjum dansverkum eftir fjóra íslenska dansahöfunda. Allt eru þetta dúettar, samdir fyrir tvo dansara. Höfundar þessara nýju verka eru Gunnlaugur Egilsson, Lára Stef- áns dóttir, Peter Anderson og Sveinbjörg Þórhallsdóttir. ÍD lofar fjölbreyttri kvöldstund með samblandi af drama, húmor, dulúð, rómantík og síðast en ekki síst fallegum og tilfinningaríkum dansi. Djöflafúgan eftir Gunnlaug Egilsson fjallar um tvær mann- eskjur og togstreitu þeirra milli veruleika og ímyndunar. „Stund- um eru þær samhljóma en oft á flótta í sitt hvora áttina,“ segir í kynningu verksins. Gunnlaugur hefur um langt árabil starfað í Svíþjóð sem dansari en hefur samið fjölda verka, unnið við gerð tónlistarmyndbanda og komið að nokkrum stuttmyndum sem dans- höfundur. Peter Anderson á verkið Ekki beint, kannski á sýningunni í kvöld: „Getur sönn vinátta sprott- ið af átökum og togstreitu?“ spyr hann í aðfararorðum: „Stundum lærum við að meta fólk með því að takast á við það – þegar ýmis- legt óvænt brýst upp á yfirborð- ið.“ Peter Anderson hefur starfað hjá dansflokkum víða um Evrópu og hefur verið fastráðinn dansari hjá ÍD frá árinu 2001. Konurnar tvær sem eiga verk á dagskrá kvöldsins eru Lára Stef- áns dóttir og Sveinbjörg Þórhalls- dóttir. Lára er eldri í hettunni, hóf störf hjá ÍD þegar flokkurinn var stofnaður og var þá búin að dansa frá blautu barnsbeini. Hennar verk kallast Svanurinn: „Lítið ævintýri um mann sem hvílist í faðmi fölnandi minninga sem birtast í vitund hans eins og ljós og skuggar. En í djúpi hjarta hans þekkir hann leyndardóma daga sinna og drauma.“ Lára Stefáns- dóttir hefur samið fjölda dans- verka fyrir ÍD, Pars pro toto og öll helstu leikhús landsins. Lára hefur unnið til fjölda verðlauna fyrir verk sín, m.a. fyrir Lúnu og Elsu, en bæði verkin samdi hún fyrir ÍD og hefur flokkurinn sýnt þau víða um heim. Yngri er Sveinbjörg Þórhalls- dóttir en hennar verk kallast Skekkja: „Þráhyggja og persónu- leikaröskun fólks tekur á sig ýmsar birtingarmyndir og hefur áhrif á hversdagslegar athafnir þess. Tilvera einstaklinga skekk- ist sem og samband þeirra á mili.” Sveinbjörg hefur viðtæka reynslu sem dansari og danshöf- undur og hefur unnið við upp- færslur í öllum atvinnuleikhús- um Reykjavíkur. Sveinbjörg hefur samið fjölda dansleikhús- verka í samstarfi við listamenn úr ólíkum listgreinum. pbb@frettabladid.is LEIKLIST Hannes Þór Egilsson og Emilía Benedikta Gísladóttir í Svaninum eftir Láru Stefánsdóttur. MYND ÍD/GOLLI Hér er ko mið nýtt v erkefni fyrir spæjarann snjalla, Fjóla Fíf ils! „... grín og gaman í hverri setningu.“ hildur loftsdóttir, morgunblaðinu Um Fjóli Fíf ils – Skuggaúrið: NÝ BÓK Skilaboðaskjóðan Þorvaldur Þorsteinsson og Jóhann G. Jóhannsson Geysivinsælt ævintýri fyrir alla fjölskylduna! sun. 19/10 örfá sæti laus Macbeth William Shakespeare Blóð vill blóð... Ekki missa af ögrandi sýningu Takmarkaður sýningafjöldi Klókur ertu, Einar Áskell Bernd Ogrodnik Heillandi og krúttleg brúðusýning fyrir yngstu börnin sun. 19/10 tvær sýningar örfá sæti laus Hart í bak Jökull Jakobsson Ástsælt verk sem hittir okkur öll í hjartastað Frumsýning 17. október Örfá sæti laus á fyrstu átta sýningar www.leikhusid.is ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Þjóðleikhúsið Miðasala í síma 551 1200 og á www.leikhusid.is Sá ljóti Marius von Mayenburg Nú á leikferð um landið, sýningar í Reykjavík í nóvember Utan gátta Sigurður Pálsson Snarskemmtileg sýning í Kassanum Frumsýning 24. október Ástin er diskó, lífið er pönk Hallgrímur Helgason Ekki missa af eldfjörugum söngleik og ekta diskófjöri! lau. 18/10 uppselt, sýningum lýkur í nóvember
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.