Fréttablaðið - 16.10.2008, Blaðsíða 55

Fréttablaðið - 16.10.2008, Blaðsíða 55
FIMMTUDAGUR 16. október 2008 35 Á meðan íslenskir ráðamenn gera lítið af því að verja þjóð sína í Bretlandi fyrir ásökunum forsæt- isráðherrans Gordons Brown hafa þarlendir fjölmiðlar leitað á náðir íslenskra grínista í von frekari um útskýringar á efnahagskrísunni. Uppistandararnir Rökkvi Vésteinsson og Snorri Hergill Kristjánsson hafa báðir verið í hlutverki málssvara Íslands í við- tölum að undanförnu, Rökkvi hjá breska ríkisútvarpinu og Snorri Hergill hjá sjónvarpsstöðinni ITV, en Snorri hefur verið búsettur í London. Eftir kynningu útvarpsmanns sem sagði Rökkva einn mesta grínista Íslands minntist Rökkvi á þorskastríðið og íslenska víkinga í viðtalinu við BBC Radio og bætti því við að vegna lágs gengis krón- unnar væri núna hárrétti tíminn fyrir útlendinga að sækja landið heim til að kynnast fallegri náttúr- unni, rétt eins og fögru kvenfólk- inu. Spurður út í hátt bjórverðið sagði hann það litlu máli skipta því menn þurfi ekki að kaupa eins marga bjóra og í Bretlandi því kvenfólkið væri svo fagurt. Annar Íslendingur sem breskir fjölmiðlar hafa leitað til og hefur ekki heldur komið nálægt stjórn- málum er Rúnar Birgisson, umboðsmaður Megasar. Rúnar hafði á sínum tíma umboð fyrir Sky-sjónvarpsstöðina á Íslandi og var af því tilefni feng- inn í viðtal á stöðinni þar sem hann reyndi hvað hann gat að verja heiður Íslands. Gaman verður að sjá hvert breskir fjölmiðar leita næst eftir fréttum af Íslandi. Kannski Laddi sé næstur á blaði? - fb Grínistar málsvarar Íslands RÖKKVI VÉSTEINSSON Uppistandarinn Rökkvi Vésteinsson var nýverið í viðtali hjá breska ríkisútvarpinu BBC. RIDLEY SCOTT Leikstjórinn Ridley Scott ætlar að kvikmynda vísindaskáldsöguna The Forever Wars. BUÐU ÞÝFIÐ UPP Á EBAY Emmett-hjón- in stálu meðal annars hátískufatnaði og fótboltaskóm frá David og Victoriu Beckham. Samband leikkonunnar Jennifer Aniston og söngvarans Johns Mayer hefur verið undir smá- sjánni að undanförnu, en síðast bárust fregnir af sambandsslit- um þeirra í september síðast- liðnum eftir tólf vikna sam- band. Nú eru uppi vangaveltur um hvort parið hafi tekið aftur saman eftir að þau sáust í innilegum faðmlögum og kyssast á flugvelli í Los Angeles síðastliðinn mánudag. Jennifer Aniston, sem er 39 ára, er sögð vilja láta reyna aftur á samband þeirra Johns Mayer, sem er 30 ára og hefur því verið í reglulegu sambandi við söngv- arann að undanförnu. Parið mun hafa komið saman í einkaflugvél til LA frá New York þar sem Jennifer Aniston undirbjó kynn- ingarherferðir fyrir nýjustu kvikmyndir sínar He‘s just not that into you og Marley and me, en John slakaði á eftir að hafa nýlega lokið við tónleikaferðalag um heim- inn. Saman á ný? VILDI HEFJA NÝTT SAM- BAND Jennifer Aniston er sögð hafa saknað Johns Mayer og viljað hefja nýtt samband með söngvar- anum. Næsta verkefni leikstjórans Ridleys Scott á eftir Nottingham verður kvikmyndun á vísinda- skáldsögu Joe Haldeman, The Forever Wars. Sagan fjallar um hermenn sem berjast við geimverurnar Taurans eftir að þær hafa ráðist á jörðina. Tímaflakk og ormagöng koma þar einnig við sögu. Scott vildi gera myndina fyrir 25 árum en þurfti að hætta við vegna þess að honum tókst ekki að tryggja sér kvikmyndaréttinn. Þetta verður því fyrsta mynd hans byggð á vísindaskáldsögu síðan Alien og Blade Runner komu út fyrir allmörgum árum. Síðasta mynd Scott, Body Of Lies, með Leonardo DiCaprio í aðalhlutverki var frumsýnd vestanhafs um síðustu helgi. Barist við geimverur Fyrrverandi vinnuhjú Beckham- hjónanna, parið Eric og June Emmett, rændu heimili Davids og Victoriu og buðu þýfið upp á vefsíðunni eBay. Upp komst um parið eftir að foreldrar Victoriu Beckham, Tony og Jackie Adams, fengu ábendingu um uppboðið. Þau könnuðu málið og komust þá að því að umræddur hlutir voru horfnir af heimili Beckham- hjónanna, en þar á meðal var hátískufatnaður Victoríu og fótboltaskór af David Beckham. Eftir að hafa tilkynnt málið til lögreglu var gerð húsleit hjá Emmett-hjónunum, þar sem hlutirnir fundust, en þau neita allri sök í málinu. Emmett-hjónin, sem eru á sextugsaldri, höfðu starfað á heimili Victoriu og Davids Beckham í tíu ár þegar atburðurinn átti sér stað og meðal annars séð um Beckham-höllina á meðan fjölskyldan var að heiman. Húshjálpin var þjófur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.