Fréttablaðið - 16.10.2008, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 16.10.2008, Blaðsíða 34
 16. OKTÓBER 2008 FIMMTUDAGUR8 ● fréttablaðið ● veljum íslenskt Egill Ásgrímsson hefur unnið við bólstrun í fjöldamörg ár og tók við bólstrunarverkstæði föður síns. Enn hefur hann feykinóg að gera í faginu. Bólstrun Ásgríms er rekstur sem hefur verið við lýði í áratugi. Ás- grímur P. Lúðvíksson stofnaði verkstæðið sem er nú í eigu sonar hans, Egils Ásgrímssonar bólstr- ara. „Þegar ég byrjaði vann ég við að framleiða húsgögn en pabbi var með þrjá til fjóra menn í vinnu. Ég er hins vegar einn núna en konan mín hefur verið að aðstoða mig við þetta en fer nú að hætta því hún er orðin það fullorðin,“ segir Egill og kímir. Hann er þó ekki að fara að leggja árar í bát. „Ég hef allt- af nóg að gera og undanfarin ár hefur verið góða vinnu að hafa eins og verið hefur alls staðar í þjóðfélag- inu,“ segir Egill og bætir við að ekki hafi verið minna að gera hjá sér á krepputím- um, en hann hefur lifað tímana tvenna. „Þegar kreppa hefur skollið á þá hefur ekkert verið minna að gera í bólstrun. Þá er fólk oft meira heima og fer kannski að spekúlera meira í heimilinu og því sem þarf að gera. Þannig að það er Endurnýjun líf hjá Bólstrun Á Egill hefur notið dyggrar aðstoðar eiginkonu sinnar við bólstrunina en annars er hann eini starfsmaðurinn á verkstæðinu. Bólstrun er mikil vandvirknisvinna og handverk. Egill hefur stundað bólstrun í áratugi en hann byrjaði á verkstæði föður síns sem hann rekur nú. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Keramikverkstæði og gallerí Koggu hefur verið í kjallaranum á Vesturgötu 5 síðastliðin 23 ár. Þar geta listunnendur komið við og fjárfest í fallegum leirlistaverkum. Það má með sanni segja að keramik verkstæði Koggu sé einn af föstu póstunum í miðbæ Reykjavíkur, enda orðin fá fyrirtækin sem hafa haldið sig í sama húsnæði svo áratugum skiptir. „Kaffihúsið Mokka er góð fyrirmynd, lítið, þrautseigt, vinalegt og mannlegt,“ segir Kogga og hlær. „Fólk þekkir verkstæðið mitt, enda hef ég engu breytt í 23 ár. Ég var heppin að finna þetta húsnæði árið 1985, þá var Minjavernd að gera það upp en það er alfriðað. Þessi kjallari er lítill, en hefur stóra sál og staðsetningin í kjarna gömlu Reykjavíkur er að mínu skapi. Það var reyndar staðsetningin sem gaf mér þá hugmynd að opna líka gallerí, því upphaflega ætlaði ég einungis að hafa hér verkstæði. Mörg íslensk fyrirtæki flytja oft, umbreyta yfirbragði og stækka við sig, Það er allt gott og blessað ef vel gengur. Starf listiðnaðarmanns er ekki þess eðlis að þenjast út, enda rek ég verkstæðið ekki á þeim forsendum. Hér skapa ég mína list og vinn að henni jafnt og þétt, er með langan vinnudag og er sátt svo lengi sem ég get haldið því áfram.“ Gripir úr smiðju Koggu eru til á mörgum íslenskum heimilum og víðar, enda versla ferðamenn einnig hjá henni. „Margir erlendir ferðamenn hafa ekki áhuga á fjöldaframleiddum minjagripum til þess að minna sig á veru sína hér,“ segir Kogga. „Ég verð þvert á móti vör við að ferðamenn vilja gripi sem gerðir eru á Íslandi, af ást á landi og þjóð og vinnunni sjálfri. Íslendingar koma aftur á móti til mín í leit að gjöf vegna einhvers tilefnis, eða einfaldlega vegna þess að þá langar að eignast grip eftir mig.“ - vþ Keramikkjallari með stóra sál Kogga hefur rekið verkstæði og gallerí á Vesturgötu 5 síðustu 23 árin. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA VELJUM ÍSLENSKT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.