Fréttablaðið - 16.10.2008, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 16.10.2008, Blaðsíða 52
32 16. október 2008 FIMMTUDAGUR folk@frettabladid.is Hljómsveitin Ghostigital hefur gefið út nýtt lag sem nefnist Hoovering Hoover Skates, eða Svífandi ryksuguskautar. Fjallar textinn um uppfinningamann sem er í skýjunum yfir nýjasta sköpunarverki sínu. Listahópurinn Weird Girls hefur búið til myndband við lagið þar sem hjólaskautar leika stórt hlutverk. Næstu tónleikar Ghostigital verða á Iceland Air waves í kvöld á Tunglinu. Á morgun heldur sveitin síðan til London þar sem hún spilar á hátíðinni Frieze Art Fair. Þar hefur galleríið Kling & Bang sett upp barinn Sirkus og mun Ghostigital spila þar á laugardag og sunnudag. Nóg er um að vera hjá Ghostigital því í seinustu viku gaf hún þjóðinni endur - hljóðblöndun Gus Gus af laginu Hvar eru peningarnir mínir? í tilefni af fjármálakreppunni. Fram undan hjá sveitinni er svo útgáfa á nýrri plötu, Aero, sem hún tók upp með Skúla Sverrissyni og Finnboga Péturssyni. Einnig spilar sveitin í desember á hátíðinni Nightmare Before Christmas ásamt Mugison og fjölda erlendra hljómsveita. Skautalag komið út GHOSTIGITAL Hljómsveitin Ghostigital hefur gefið út lagið Hoovering Hoover Skates. > TÖKUR HAFNAR Tökur eru hafnar í Þýskalandi á nýrri stríðsmynd Quentins Tarantino, Inglorious Bastards. Þrír leikarar hafa bæst í hópinn, þeir Omar Doom og Michael Bacall sem báðir léku í síðustu mynd Tarantinos, Death Proof, og Julie Dreyfus, sem fór með hlutverk Sophie Fatale sem missti annan handlegginn svo eftirminnilega í Kill Bill, enn einni Tarantino- myndinni. Staðfest hefur verið að hjónaband Madonnu og Guys Ritchie sé á enda. Þau ákváðu að greina frá skilnaðinum því þau telja sig ekki geta búið lengur við rifrildi og deilur. Einkum hafa deilurnar staðið um það að Madonna vill ættleiða annað barn en Guy er því andvígur. Hjónakornin stefna að því að vera búin að ganga frá skilnaðin- um fyrir jól. Þau hafa lengi reynt að vinna úr sínum vandamálum en vissu þó bæði innst inni að þetta mundi enda með skilnaði, að því er erlendir miðlar greina frá. Madonna og Guy Ritchie að skilja Fyrsta afrek dagsins er góður morgunverður Til að eiga möguleika á góðum árangri, jafnt í námi sem íþróttum, verð ég ávallt að hefja daginn með næringarríkum morgunverði. Ég ætla mér að halda áfram að keppa að góðum árangri. Þess vegna fæ ég mér Kellogg’s Special K í morgunverð til að tryggja að ég fái orku, góða næringu og auðvitað lífsnauðsynleg vítamín og steinefni. Ég mæli með því að þú gerir það líka. Ég hlakka til … …haustsins þegar lífið kemst í fastar skorður á ný. Ég sest á skólabekk og nýr kafli tekur við hjá mér. En eitt breytist ekki – ég fæ mér alltaf Kellogg’s Special K á morgnana. Erla Dögg Haraldsdóttir, nemi og sundkona F í t o n / S Í A F I 0 2 4 2 9 1 specialk.is Jessica Simspon segist vilja eignast sex börn með kærasta sínum Tony Romo. Í viðtali við ástralska dagblaðið Daily Telegraph segist Jessica gjarnan vilja hafa sex börn hlaupandi um húsið, en til þess þurfi hún að hefja barneignir mjög fljótlega. Hún segir Romo bera alla þá kosti sem hún geti hugsað sér, hún elski hann heitt og sé stolt af því að vera kærasta hans. Aðspurð segist hún ekki sjá eftir því að hafa gert raun- veruleikaþættina Newlyweds með fyrrverandi eiginmanni sínum, söngvaranum Nick Lachey, og segist ekki taka sjálfa sig of alvarlega. Vill eignast sex börn ÁSTFANGIN Jessica Simpson er ánægð með kærasta sinn, ruðnings - kappann Tony Romo, og vill helst eignast með honum sex börn. Fyrsta plata hljómsveit- arinnar Slugs er komin út og heitir einfaldlega Slugs. Teitur bassaleikari segir tónlist sveitarinnar afar greddulega. Á umslagi fyrstu plötu Slugs er stærðar svín með ámáluðu nafni hljómsveitarinnar. Er Slugs svona svínsleg hljómsveit? „Nei nei, við höfum bara mikinn áhuga á svínum,“ segir Teitur bassaleikari, talsmaður sveitar- innar í þessu viðtali. „Þetta eru skemmtilegar skepnur, krúttleg- ar og vanmetnar og eingöngu til þess að vera étnar. Við höfum líka dálæti á svínaafurðum, til dæmis beikonskinku.“ Þekkið þið þetta svín á umslag- inu? „Já, þetta er hún Freyja. Hún er í Húsdýragarðinum. Svo vill til að einn helsti aðdáandi sveitarinnar heitir líka Freyja svo við erum komnir með tvö Slugs-svín.“ Strákarnir hafa verið í hinum og þessum böndum í gegnum tíð- ina. Vinnsla plötunnar tók langan tíma og hún var í mikilli þróun og deiglu mánuðum saman. „Ég myndi segja að músikin okkar sé aðallega ávöxtur samveru okkar. Það er engin stefna tekin og svo- lítið frjálst flæði og gredda í gangi.“ Teitur játar á sig þó nokkurn sameiginlega áhuga hljómsveitar- meðlima á pönkuðu subburokki og hljómsveitum eins og Butthole Surfers, The Jesus Lizard og The Cramps. En hvað með framtíð- ina? „Við ætlum bara að halda Slugs- lífsstílnum áfram. Hann gengur út á þá útópísku pælingu að þurfa ekki að vinna. Það er raunhæft markmið núna. Þótt þú haldir að þú eigir peninga þá áttu þá ekki. Við trúum því að leti sé dyggð.“ Slugs spila á Hressó kl. 21.30 í kvöld og fyrir framan Smekk- leysu-búðina á Laugavegi kl. 16 á laugardaginn. drgunni@frettabladid.is Trúum því að leti sé dyggð DÁLÆTI Á SVÍNAAFURÐUM, TIL DÆMIS BEIKONSKINKU Hljómsveitin Slugs frá vinstri: Geiri gítar, Sindri söngur, Andrea bakrödd, Heisi trommari og Teitur bassaleikari. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.