Fréttablaðið - 18.10.2008, Side 21

Fréttablaðið - 18.10.2008, Side 21
Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 „Ég fékk bílinn alveg óvænt í brúðargjöf frá mínum heittel- skaða,“ byrjar Ellý þegar forvitn- ast er um bílinn hennar. „Ég var reyndar búin að fíflast með að ég vildi fína morgungjöf. Svo vorum við á leið til sýslumanns að ná í veðbókarvottorð og þar átti að loka eftir hálftíma. Maðurinn vildi endilega koma við á bílasölu, sýndi mér þar bíl og spurði hvernig mér litist á hann. Ég sagði eins og var að mér þætti hann ekkert fallegur. Þá keyrði hann að þessum bíl sem stóð hinu megin á planinu. Ég kol- féll fyrir honum eins og skot og hann var keyptur á innan við klukkutíma. Við skruppum til sýslumannsins á meðan verið var að ganga frá pappírunum.“ -Ánægð með hann? „Já, ég elska bílinn. Þetta er sportbíllinn sem mig dreymdi alltaf um. Ég fíla allt við hann. Hann er hraðskreiður og með upphituð og færanleg sæti þannig að ég get bókstaflega lagað þau að mér.“ -Eyðir miklu? „Ég læt það allt vera. Ætli hann fari ekki með svona 12 á hundraði.“ -Hvaða árgerð? „2007 og keyrð- ur 4000 kílómetra. Bara rétt til- keyrður. Ég er að vinna í bakaríi og fer á bílnum í vinnuna. Oft er spurt hvort starfsmaður í bakarí- inu sé virkilega á þessum bíl.“ Ekki er hægt að sleppa Ellý án þess að spyrja hvort hún tengist söngkonunni ástsælu Ellý Vil- hjálms. „Nei, en ég kynntist henni því pósturinn ruglaði okkur svo oft saman. Svo hét pabbi minn Vil- hjálmur Hjálmarsson eins og menntamálaráðherrann og það var komið með boðskort og meira að segja málverk til hans,“ svarar hún hlæjandi. Spurð hvort nafninu fylgi falleg söngrödd segir Ellý hljæjandi? „Nei, ég er rammfölsk. Þó kemur fyrir að ég taki lagið ef ég er ein í Chryslernum en ég hrelli ekki fólk með því að syngja fyrir það.“ gun@frettabladid.is Þetta er sportbíllinn sem mig dreymdi alltaf um Hún býr í blokk í Breiðholtinu, vinnur í bakaríi, ber þekkt nafn og ekur um á æðislegum sportbíl. Ellý Vilhjálmsdóttir á Chrysler Crossfire sem hún fékk í morgungjöf frá manninum sem hún giftist 08.08.08. „Oft er spurt hvort starfsmaður í bakaríinu sé virkilega á þessum bíl,“ segir Ellý Vilhjálmsdóttir brosandi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA SKÍÐAFERÐIR hafa lengi verið vinsælar hjá Íslend- ingum og tímabært fyrir þá sem ætla utan að renna sér í vetur að fara að hefja skipulagningu. Express ferðir bjóða til dæmis upp á ferðir til Davos í Sviss, Ischgl í Austurríki og Oberstdorf í Þýskalandi í janúar og febrúar. Tilboð! Kínverskt heilsute ásamt hágæða handgerðu tesetti Gamalt verð -30% afsláttur Frí heilsuráðgjö f innifalin Skeifunni 3j · Sími 895 8966 mánudaga - föstudaga 10-18 laugardaga og sunnudaga 10-16Opið TILBOÐ VIKUNNAR Dugguvogi 2 / s: 557 9510 / www.patti.is Opnunartími : Mánudaga - Föstudaga frá 9 til 18 og Laugardaga frá 11 til 16 Patti lagersala verð áður 219.900 kr.129.900,- aðeins Sofaset t 3+1+1 ÁRMÚLA 42 - SÍMI 553 4236 BÍLSKÚRS OG IÐNAÐARHURÐIR • Hurðir til á lager • Smíðað eftir máli • Eldvarnarhurðir • Öryggishurðir

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.