Fréttablaðið - 24.10.2008, Side 12

Fréttablaðið - 24.10.2008, Side 12
 24. október 2008 FÖSTUDAGUR LAUGARDAGUR 25. OKTÓBER 2008 Í nýrri bók, The End of Food, er fjallað um hrun matvælaiðnaðarins og matarmenningar heimsins. Er okkur þá óhætt að gagnrýna opinbert vald auðstéttarinnar? Njóttu laugardagsins til fulls. Tryggðu þér áskrift á mbl.is eða í síma 569 1100. VÍSINDI Þjóðarspegillinn, félagsvís- indaráðstefna Háskóla Íslands, verður haldinn í níunda sinn í dag. Á ráðstefnunni, sem er vettvangur fyrir háskólamenn til að kynna rannsóknir sínar fyrir öllum sem heyra vilja, verður í ár meðal ann- ars hægt að hlýða á erindi um einkavæðingu íslensku bankanna, um kaupréttarsamninga fyrir stjórnendur fyrirtækja, og um áhrif hugmyndafræði á Evrópu- stefnu Sjálfstæðisflokksins. Það eru félags- og mannvísinda- deild, félagsráðgjafardeild, hag- fræðideild, laga- deild, sálfræðideild, stjórnmála- fræðideild og viðskiptafræði- deild HÍ sem að ráðstefnunni standa og fara fyrirlestrarnir fram í Lögbergi, Háskólatorgi og Odda í dag, föstu- dag, frá kl 09.00 til 17.00. „Sá mikli fjöldi fyrirlestra sem í boði er í ár er til vitnis um fjöl- breytt og öflugt rannsóknarstarf á sviði félagsvísinda hér á landi,“ segir Friðrik H. Jónsson, forstöðu- maður Félagsvísindastofnunar og aðalskipuleggjandi Þjóðarspegils- ins. Öll erindin sem flutt eru á ráð- stefnunni eru birt í bókum sem koma út í dag. Friðrik bendir á að það sé einmitt það sem geri Þjóðar- spegilinn að svo mikilvægum vett- vangi; hann haldi til haga á prenti því sem íslenskir félagsvísinda- menn eru að fást við á hverjum tíma. - aa Félagsvísindaráðstefnan Þjóðarspegillinn haldin í níunda sinn: Einkavæðing bankanna skoðuð FRIÐRIK H. JÓNSSON STRASSBORG, AP Kínverski andófs- maðurinn Hu Jia fær Sakharov- verðlaunin í ár. Þessi verðlaun eru mannréttindaverðlaun Evrópu- sambandsins, en Hu situr í fang- elsi í Kína. Kínversk stjórnvöld hafa ítrek- að hótað því að fái hann verðlaun- in muni það skaða samskipti Kína og Evrópusambandsins. „Hu Jia er einn þeirra sem í raun standa vörð um mannréttindi í Alþýðulýðveldinu Kína,“ sagði Hans-Gert Pöttering, forseti Evrópu þingsins. Þingið valdi Hu úr hópi þriggja manna, sem helst komu til greina við úthlutun verð- launanna. Hinir tveir eru Abbe Appolinaire Malu-Malu frá Nígeríu og Alexander Kosúlín frá Hvíta-Rússlandi. Pöttering segir að með vali sínu á Hu sendi Evr- ópuþingið frá sér „merki um ótví- ræðan stuðning við alla þá sem styðja mannréttindi í Kína“. Hu hefur talað opinskátt um mannréttindabrot í Kína og tók saman upplýsingar um handtökur og ofsóknir gegn öðrum mannrétt- indafrömuðum. Hann var í apríl dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi, sakaður um að hafa ætlað að trufla framkvæmd Ólympíu- leikanna. „Að veita slíkum glæpa- manni verðlaun er íhlutun í laga- legt fullveldi Kína og algerlega öndvert við upphaflegan tilgang þessara verðlauna,“ segir Qin Gang, talsmaður kínverska utan- ríkisráðuneytisins. - gb Kínverskur andófsmaður fær mannréttindaverðlaun Evrópusambandsins: Sendir ótvíræð merki til Kína HU JIA Situr í fangelsi í Kína, sakaður um að hafa ætlað að trufla framkvæmd Ólympíuleikanna í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/AP SKIPULAGSMÁL „Fyrst og fremst teljum við þarna vegið að útivist- arsvæðinu í dalnum og Elliðaán- um sjálfum,“ segja sjö íbúar við Stekkjarbakka sem mótmæla fyrirhugaðri slökkvistöð í Elliða- árdal. Fram kom hjá Jóni Viðari Matthíassyni slökkviliðsstjóra í Fréttablaðinu 1. júní síðastliðinn að ítarlegar rannsóknir lægju að baki staðarvali fyrir slökkvistöð. Andstaða við slökkvistöðina kom fram strax á kynningarfundi í lok maí. Jón Viðar sagði í Fréttablað- inu að tekið væri tillit til þátta á borð við aðgang að stofnbraut- um, breytingar á þjónustusvæð- inu, íbúamynstur og fjölgun útkalla umfram fjölgun íbúa. „Við teljum að öryggi dalsins og þeirra íbúa sem eru á okkar þjónustuvæði sé best fyrir komið með slökkvistöð á þessum stað,“ sagði slökkviliðsstjórinn í sumar. Áðurnefndir sjö íbúar í Stekkj- arbakka segja Elliðaárdalinn vera dýrmæta náttúruperlu og útivistarsvæði og undrast að reisa eigi þar slökkvistöð sem eigi heima í atvinnu- og iðnaðar- hverfi. Af byggingunni verði sjónmengun þar sem hún muni verða þrjár hæðir og blasa við úr öllum dalnum. Þá verði hljóð- mengun vegna hávaða frá síren- um auk annarra óþæginda og ónæðis sem starfsemin skapi. „Fólk fer í Elliðaárdalinn til að komast frá skarkala borgarinnar og njóta náttúrulegra hljóða eins og fuglasöngs og niðarins í ánni,“ benda sjömenningarnir á og biðla til stjórnar slökkviliðs höfuð- borgarsvæðisins og sveitarfélag- anna sem að slökkviliðinu standa að endurskoða staðarvalið. „Það eru algerlega breyttir tímar á Íslandi í dag og það myndi gleðja borgarbúa að sjá að stjórn- málamenn endurmeti þetta mál og sýni okkur að ný gildi með aukinni áherslu á velferð fjöl- skyldna og barna séu í fyrir- rúmi.“ Frestur til að skila inn athuga- semdum við nýju slökkvistöðina í Elliðaárdal rennur út föstudag- inn 31. október. Stjórn slökkvi- liðsins tók bréf sjömenninganna fyrir á síðasta fundi sínum og vísaði erindi þeirra til umsagnar hjá skipulagsráði Reykjavíkur. gar@frettabladid.is Telja nýja slökkvistöð eyðileggja Elliðaárdal Íbúar við Elliðaárdal mótmæla eindregið byggingu slökkvistöðvar í dalnum. Vegið sé að útivistarsvæðinu og Elliðaánum. Slökkviliðsstjóri sagði í Fréttablað- inu í sumar að Elliðaárdalur væri besti kosturinn út frá öryggissjónarmiðum. DEIISKIPULAGIÐ Ný slökkvistöð á að vera neðan Stekkjarbakka sem verður færður 40 metrum neðar í Elliðaárdalinn. Gert er ráð fyrir að byggingin verði allt að fimmtán metra há. Uppdrætti má sjá á vef skipulagssviðs Reykjavíkur, skipbygg.is. ELLIÐAÁRDALUR ELLIÐAÁR NÝ SLÖKKVISTÖÐ NÝR STEKKJARBAKKI STEKKJARBAKKI HÖFÐABAKKABRÚ FRÉTTABLAÐIÐ 1. JÚNÍ Í sumar var greint frá íbúafundi vegna slökkvistöðvarinnar.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.