Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.10.2008, Qupperneq 18

Fréttablaðið - 24.10.2008, Qupperneq 18
F A B R I K A N Dvöl athvarf í Kópavogi Reynihvammi 43 // Kópavogi // sími 554 1260// dvol@redcross.is // www.redcross.is/dvol Markmiðið með starfsemi Dvalar er að rjúfa félagslega einangrun, draga úr fordómum, auka lífsgæði, efla andlega, líkamlega og félagslega vellíðan þeirra sem glíma við geðraskanir. Athvarfið er öllum opið og koma gestir í athvarfið á eigin forsendum. Fyrir marga hefur það verið mikið gæfuspor að heimsækja Dvöl. Opið er virka daga kl. 9-16 (10-16 á fimmtudögum) og kl. 11-14 á laugardögum. Á laugardögum er gestum boðið upp á léttan hádegisverð þeim að kostnaðarlausu. Dvöl er samstarfsverkefni Kópavogsdeildar Rauða kross Íslands, Kópavogsbæjar og Svæðisskrifstofu um málefni fatlaðra á Reykjanesi. JÓLAHLAÐBORÐ Í IÐUSÖLUM Jólahlaðborð fyrirtækja. Bókið sem fyrst. Nánari upplýsingar á idusalir.is Iðusalir | Lækjargata 2 a - Iðuhúsinu | s: 517 5020 - idusalir@idusalir.is w w w . i d u s a l i r . i s „Náttúrulækningafélag Íslands brýst fram aftur með glæsilega endurkomu í heilsumenningu höf- uðstaðarins með Krúsku, verslun og veitingastað þar sem úrval til- búinna aðalrétta, meðlætis, eftir- rétta, súpa, salata og heimabak- aðs brauðs býðst gestum til að taka með heim eða borða á staðn- um,“ segir Helga Mogensen, mat- gæðingur og rekstrarstjóri hinn- ar heillandi Krúsku sem opnar á Suðurlandsbraut 12 í dag. „Það vill svo skemmtilega til að þegar ég fékk fyrst áhuga á breyttum lífsstíl og heilsufæði, rétt tæplega tvítug, sótti ég alla fræðslu til Náttúrulækningafé- lagsins, enda voru þar frumkvöðl- ar og leiðandi menn á því sviði. Í þá daga var talað um „grænu bylt- inguna“ en í takti og tíðaranda þjóðfélagsins nú er rétti tíminn til að efla þá byltingu og útfæra enn betur með því að huga að heilsumenningu í víðara sam- hengi með því að hugsa heild- rænt. Þannig gerum við okkur sjálfum gott með ferskum mat- vörum, um leið og við eflum bændur og ræktun í landinu og varðveitum náttúruna í stóru samhengi,“ segir Helga sem aftekur að hollur heimtökumatur þurfi að vera dýrari kostur. „Á tímum sem þessum, þegar mörgum líður illa, er tilhneiging til að næra sig verr en annars, en í Krúsku munum við stilla verði í horf, í anda þess sem er að gerast, þannig að allir geti hlúð að sér.“ Helga segir áhuga landsmanna á hollustufæði fara vaxandi og greinileg vakning sé hjá fjöl- skyldufólki. „Enda heyrir maður börn spyrja hvort þau geti fengið lífrænt sælgæti í dag,“ segir Helga hláturmild, en hún verður einmitt með sætar og bráðhollar kræsingar í Krúsku, ásamt því að selja úrval fylgihluta og vottaðra lífrænna afurða til matseldar. „Við notum ekki hvítt hveiti, hvítan sykur, aukaefni eða erfða- breytt hráefni í okkar matseld og segjum sannleikann um innihald í framleiðslu. Þannig munum við stuðla að lífrænni ræktun á Íslandi og viljum verða leiðandi í þróun og framleiðslu á hollum, góðum mat, og munum leggja okkar af mörkum til fræðslu almennings með námskeiðahaldi og fræðandi heimasíðu,“ segir Helga sem vitaskuld býður einnig upp á krúsku. „Krúska er latneskt heiti yfir mulið hveiti sem náttúrulífsmenn á öldum áður elduðu eftir ákveðn- um hefðum og notuðu í morgun- korn sem minnir á nútíma múslí. Ég hef staðlað hina fornu upp- skrift og gert hana nútímalegri, og vitaskuld verður krúsku að finna í Krúsku.“ Opnunartími er frá 11-19.30 virka daga og 11-16 á laugardög- um. thordis@frettabladid.is Lífrænt, létt og ljúffengt Matur, sem gerir manni gott í munni, maga, sál og sinni, býðst nú þar sem veisluborðin svigna undan freistandi og bráðhollum heilsukrásum í Krúsku, glampandi nýrri matsölu NLFÍ á Suðurlandsbraut. MATSELD.IS er skemmtileg vefsíða þar sem má finna alls konar uppskriftir og umsagnir um hina ýmsu veitingastaði. Þeir sem luma á góðri uppskrift geta líka sett hana á vefinn og deilt henni með öðrum. 800 g ný ýsuflök 2 stk. laukur 4 geirar hvítlaukur 100 g smjör 1 stk. sæt kartafla 2 stk. íslenskar gulrætur ½ stk. rautt chili 1 stilkur sellerí 4 kvistar ferskt timjan 1 tsk. karrí 1 tsk. kóríander 3 msk. spelt 100 ml kókosmjólk Salt og hvítur pipar eftir smekk. 6 stk. íslenskir tómatar 1 box ferskt spínat 8 stk. spínat-lasagnablöð 1 bolli rifinn gouda-ostur 50 g rifinn parmesan-ostur Ýsan beinhreinsuð og forsoðin í saltvatni í 2 mín. Kartaflan skorin í teninga og forsoðin í saltvatni þar til hún er orðin mjúk. Fínt saxaður laukur, hvítlaukur, chili, sellerí og gulrætur brúnað í smjöri, karrí og kóríander-dufti hrært saman við ásamt soðnu kartöfluteningunum. Spelti stráð yfir til að þykkja. Kókosmjólk bætt út í pottinn og fiskinum hrært saman við. Kryddað með salti og pipar. Tómatar skornir í sneiðar og raðað ásamt plokkfisknum, spínatinu og lasagna-blöð- unum lagskipt í eldfast form, osti stráð yfir og bakað í ofni við 180° C í 20 mín. Helga Mogensen matgæðingur er hugmyndasmiðurinn á bak við Krúsku. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA UPPSKRIFT STEINS Plokksfisklasagna FYRIR 4-6 Miðvikudaga og laugardaga Hringdu í síma ef blaðið berst ekki

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.