Fréttablaðið


Fréttablaðið - 25.10.2008, Qupperneq 28

Fréttablaðið - 25.10.2008, Qupperneq 28
 HEIMILISHALD ROALD EYVINDSSON ● heimili&hönnun ELDAVÉLAR - INNBYGGINGAROFNAR - HELLUBORÐ - VIFTUR - HÁFAR - UPPÞVOTTAVÉLAR - KÆLISKÁPAR - FRYSTISKÁPAR B ETRI STO FA N Askalind 3 • 201 Kópavogur • Sími: 562 1500 Mán. - föst.kl. 10-18 Laugardaga kl. 11-16 OPIÐ www.friform.is Westinghouse INNRÉTTINGATILBOÐ SEM ÞÚ MÁTT EKKI MISSA AF 25% AFSLÁTTUR AF RAFTÆKJUM, ÞEGAR ÞAU ERU KEYPT MEÐ INNRÉTTINGU ! KAUPAUKI Pottasett fyrir spanhellur ( verðmæti kr. 20.000 ) Þegar þú verslar við okkur fyrir a.m.k. kr. 500.000 færð þú vandað STÁLPOTTA- SETT í kaupbæti. NÚ ER LAG AÐ GERA GÓÐ KAUP. NOTAÐU TÆKIFÆRIÐ OG NÝJA INNRÉTTINGIN VERÐUR TILBÚIN TÍMANLEGA FYRIR JÓL. ELDHÚS BAÐ FATASKÁPAR ÞVOTTAHÚS 25% AF ÖLLUM NETTOLINE INNRÉTTINGUM TIL 15. NÓVEMBER NÝ VEFSÍÐA - VELKOMIN 24/7 Eva Björk Guðmundsdóttir, vöru- stjóri á einstaklingssviði Sjóvár, gerði nýlega upp íbúð í Kópavogi. Þegar því verki var lokið með til- heyrandi hamagangi langaði hana í eitthvað fallegt á auðan vegg og varð spegill eftir hönnuðinn Sigga Anton fyrir valinu. „Ég var fyrst að spá í að kaupa málverk en hef lítið vit á mynd- list og var ekki viss hvernig verk myndi passa inn í íbúðina. Þá var ég svolítið hrædd um að ég myndi fá leið á því, sérstaklega ef það væri mjög litríkt.“ Spegilinn fékk Eva í versluninni Módern en hann kallast Lucio Mir- ror. Á bak við hann er lýsing sem gerir upplifunina af honum mis- munandi eftir árstíðum. „Nú þegar farið er að rökkva lýsir hann upp vegginn en yfir sumarið spegl- ast sólargeislarnir í honum,“ lýsir Eva. Spegillinn trónir yfir borðstofu- borðinu og þar sem borðstofan, eld- húsið og setustofan eru í sama rými er speglunin í honum margvísleg. „Það er því lítil hætta á því að ég fái leið á speglinum og finnst mér hann nánast virka eins og síbreyti- legt málverk,“ segir Eva glaðbeitt. „Ég get líka haft hann misáberandi. Ef mig langar til að hann njóti sín sem mest lýsi ég hann upp en ef ekki dempa ég lýsinguna.“ - ve Síbreytileg speglun ● Spegill eftir hönnuðinn Sigga Anton fékk heiðurssess á heimili Evu Bjarkar Guðmunds- dóttur í stað málverks. Spegillinn er lýstur að aftan og er speglunin margvísleg. É g hef eins og fleiri þurft að endurskoða lífshætti mína og neyslu- mynstur undanfarið. Hef þó kosið að einblína frekar á allt það já- kvæða í eigin lífi heldur en að leggjast í eymd og volæði. Horft til þess hversu frábæran eiginmann ég á, góða vini og vandamenn, bíl og þak yfir höfuðið (sem ég verð þó sjálfsagt enn að borga af þegar inn á elliheimilið er komið). Svo hef ég verið að gramsa í gömlum kössum og komist að því að í þeim leynast oft fjásjóðir sem létta lundina. Ég fann til dæmis kassa fullan af leikfangakörlum um daginn og í stað þess að henda innihaldinu eða gefa fékk ég þá hugmynd að stilla þeim eins og listaverki upp á vegg. Áður hefði ég hugsanlega keypt málverk á raðgreiðslum, en hef afráðið að fara ekki út í svoleiðis fjárfestingar í bili. Hins vegar hefur mér ekki enn tekist að sannfæra eiginmanninn um ágæti þessarar hugmyndar þannig að karlarnir 73 og farartæki bíða betri tíma. Svo dustaði ég rykið af kvikmyndasafninu mínu og þessa dagana eru svarthvítu Universal hryllingsmyndirnar í sérstöku uppáhaldi. Þar hljóta óprúttnir auðkýfingar eins og Drakúla og Victor Frankenstein makleg málagjöld fyrir að leika almúgann grátt. Ekki er verið að bíða eftir aðstoð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins heldur gripið beint til heykvíslanna og kveikt í höllum vondu karlanna. Varla er til betri aðferð til að fá útrás fyrir inni- byrgða gremju. Auk þess felst hagsýni í því að njóta þess sem maður á. Ég get síðan þakkað tengdaföður mínum það snilldarráð að safna saman nokkrum gömlum Séð og heyrt blöðum og lesa í öfugri röð. Þannig enda allir blóðugir skilnaðir með fallegri giftingu og öreigar verða aftur ríkir. Útrásarvíkingarnir, rúnir mannorði sínu og auðæfum, hljóta upp- reisn æru og endurheimta ríkidæmi sitt. Íslenska þjóðin losnar undan hryðjuverkastimplinum og erlendis þykir aftur svalt að vera Íslendingur, Dönum til sárrar gremju. Fjársjóðir leynast víða ● Forsíðumynd: Arnþór Birkisson tók mynd á heimili Karitasar Pálsdóttur Útgáfufélag: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, s. 512 5000 Ritstjórar: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is, Emilía Örlygs- dóttir emilia@frettabladid.is Auglýsingar: Hlynur Þór Steingrímsson s. 512 5439 Útlitshönnuður: Kristín Agnarsdóttir kristina@frettabladid.is. Eva Björk fjárfesti frekar í spegli eftir Sigga Anton en málverki. F R É T TA B L A Ð IÐ /V A L L I 25. OKTÓBER 2008 LAUGARDAGUR2
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.