Fréttablaðið - 25.10.2008, Síða 53

Fréttablaðið - 25.10.2008, Síða 53
LAUGARDAGUR 25. október 2008 33 Allt frá árinu 1982 hafa Tónlistar- dagar Dómkirkjunnar verið fastur liður í menningarlífi Reykjavíkur á haustdögum. Það er Dómkórinn og stjórnandi hans, Marteinn H. Frið- riksson dómorganisti, sem standa fyrir Tónlistardögunum. Um er að ræða röð tónleika þar sem meðal annars er frumflutt nýtt verk sem er sérstaklega samið fyrir Tónlist- ardagana. Oftast hafa verið samin kórverk fyrir Dómkórinn, en þess eru einnig dæmi að samin hafi verið orgelverk. Að þessu sinni hefjast Tónlistar- dagarnir með hefðbundnum hætti með tónleikum í Dómkirkjunni á laugardag 25. október kl. 17. Þar frumflytur Dómkórinn kórverkið Aeterna lux divinitas eftir gest Tónlistardaganna, Huga Guð- mundsson tónskáld, en auk þess verður flutt kór-, einsöngs- og orgeltónlist eftir tékkneska tón- skáldið Petr Eben sem lést fyrr á þessu ári en hann samdi á sínum tíma verk fyrir Dómkórinn. Auk Dómkórsins og Marteins tekur Anna Sigríður Helgadóttir altsöng- kona þátt í þessum tónleikum. Dag- inn eftir, sunnudaginn 26. október, verður verk Huga endurflutt í hátíðarmessu á kirkjuvígsludegi Dómkirkjunnar en henni er að vanda útvarpað á Rás 1 í Ríkis- útvarpinu. - pbb Tónlistardagar Dómkirkjunnar TÓNLIST Hugi Guðmundsson tónskáld hefur samið verk fyrir Dómkórinn. Stefán Máni vék af braut slorsins og verbúðanna eftir Hótel Kali- forníu og skautaði inn á braut hráslagalegra og einfaldra krimma. Það var stuð á honum í nýrri braut, sumum þótti nóg um ofbeldið, kvenfyrirlitninguna og einfaldan stíl en hann náði meiri athygli, hitti hvella og háværa nótu í borðinu. Nýja sagan hans, Ódáðahraun, er af sama toga, spíttsalinn og ofurtöffarinn Óðinn er ekki bara að murka lífið úr skítseiðum í efnadreifingunni, hann er tekinn að snúast fyrir háttsetta menn og lendir á þeirri braut í föðurleit, eins og Jafet forðum. Hér er allt á yfirborðinu, orð- færið einfalt og svo mikill svali á síðunum að stundum er eins og hinn snarhenti höfundur sé að skrifa skopstælingu á töffara- skapnum. En það er hann ekki – svo þá er tímabært að hafa áhyggjur. Stefán Máni er efnilegur höf- undur, hann er fylginn sér í text- anum, veður hroðann og elginn hiklaust og ætlar sér að ná landi á íslenska örmarkaðinum. Vonandi tekst honum það og nær þá í leið- inni að hrinda burt samkeppnis- aðilum í þessari tegund af „pulp“- litteratúr sem hér á árum áður voru bundinn við Nýtt úrval. Þetta er rislítill skáldskapur, klisjukenndur og sniðinn að and- legum þörfum þeirra sem sækja mesta draslið úr fjölþjóðlega kvikmyndaiðnaðinum. Og fyrr en síðar vonar þessi lesandi að Mán- inn rísi úr þessu rosalega svaði sem hann sullast nú í. Páll Baldvin Baldvinsson Máninn á rosaferð BÓKMENNTIR Ódáðahraun eftir Stefán Mána JPV útgáfa ★ Suddalegt klisjusafn BÓKMENNTIR Stefán Máni heldur áfram á braut hins ofursvala töffarakrimma. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Laugardagur 25. október 2008 ➜ Tónleikar 14.00 Kammertónleikar í Norræna húsinu Nemendur Tónlistarskólans í Reykjavík flytja verk eftir Atla Heimi Sveinsson, Jón Ásgeirsson, Anton Reicha, J.S. Bach og fleiri. Aðgangur ókeypis. 14.00 Söngfélagið Sálubót og Jónsi verða með tónleika í Fella- og Hólakirkju. 16.00 Afmælistónleikar Kórs Átthagafélags strandamanna Tónleikar verða haldnir í Langholtskirkju, Sólheimum 13. 17.00 Kammermúsík Eyjólfur Eyjólfsson tenór flytur tónlist eftir Beethoven, Schubert og Reynaldo Hahn í Kirkjuhvoli, safnaðarheimili Vídalínskirkju í Garðabæ. 17.00 Tíbrá Barítónsöngvarinn Jón Svavar Jósefsson og píanóleikarinn Ástríður Alda Sigurðardóttir verða með tónleika í Salnum, Hamraborg 6 í Kópavogi. 21.30 Gítar Islancio spila á Græna Hattinum, Hafnarstræti 96, Akureyri. ➜ Síðustu Forvöð Hvaðan koma þær – hvert fara þær Guðmunda Kristinsdóttir sýnir verk í Reykjavík Art Gallerý, þar sem konur leika aðalhlutverkið. Opið 14.00-17.00. Sýningin stendur til 26. okt. ➜ Uppákomur Gerum okkur dagamun Í tilefni af fyrsta vetrardegi býður Reykjavíkurborg borgarbúum upp á fjölskyldudagskrá. Víða verður boðið upp á skemmti- og fræðsludagskrá. Nánari upplýsingar á www.reykjavik.is. Með ráð undir rifi hverju Minjasafnið á Akureyri verður með dagskrá í tilefni af fyrsta vetrardegi. Aðgangur er ókeyp- is og opið kl. 14.00-16.00. Minjasafnið á Akureyri, Aðalstræti 58. ➜ Tungumálavika Ítalska sendiráðið í Ósló og ítölsku- kennarar við Háskóla Íslands standa fyrir ítalskri tungumálaviku 20.-26. okt. 11.00 Rithöfundurinn Carlo Lucarelli verður með upplestur í Te og Kaffi í Bókabúð Máls og Menningar, Laugavegi 18. ➜ Málþing Ábyrgð, vald og þjóð Reykjavíkur- Akademían stendur fyrir málþingi í Háskólabíói frá kl. 12.00-14.00. Fundarstjóri er Viðar Hreinsson. Hin ómissandi ættfræði Ættfræði- félagið ReykjavíkurAkademían og Þjóðskjalasafn Íslands standa fyrir málþingi kl. 13.00-16.00, í húsnæði ReykjavíkurAkademíunnar, Hringbraut 121. Tengsl upplýsinga og rómantíkur í íslenskri hugmyndasögu Félag um átjándu aldar fræði heldur málþing í fyrirlestrasal Þjóðarbókhlöðunnar, Arngrímsgötu 2, kl. 13.00-16.30. ➜ Sýningar Orð Guðs Sex listamenn opna sýn- ingu kl. 15.00 í Listasafninu á Akureyri, Kaupvangsstræti 12. Málþing um sýn- inguna verður haldið sama dag í Ketilhúsi kl. 13.00 þar sem þátttak- endur kynna hana og taka á móti fyrirspurnum. ➜ Ljósmyndasýningar Þorsteinn H. Ingibergsson og Bragi J. Ingibergsson sýna ljósmyndir í Frímúrarahúsinu að Ljósatröð 2, Hafnarfirði. Sýningin er opin á laugardög- um frá 14.00-17.00 og stendur til 8. nóv.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.