Fréttablaðið - 31.10.2008, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 31.10.2008, Blaðsíða 18
18 31. október 2008 FÖSTUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRAR: Björn Ingi Hrafnsson bih@markadurinn.is og Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Emilía Örlygsdóttir emilia@frettabladid.is og Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Jón Kaldal jk@frettabladid.is og Þorsteinn Pálsson thorsteinn@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Margir kasta grímunni í kreppunni. Sjónvarpsstöð Baugsfeðga gerði þriðjudaginn 28. október skoðanakönnun um Davíð Oddsson. Niðurstöður voru kynntar svo, að 90% vildu Davíð burt. Þegar að var gáð, höfðu aðeins 40%, 800 af 2.000, svarað, svo að könnunin var ómarktæk vegna lágs svarhlutfalls. Í raun var niðurstaðan, að 36% (90% af 40%) vildu Davíð burt. Það er minna en búast mátti við eftir látlausar árásir Baugsmiðla á Davíð. Útrásarmenn reyna að kenna Davíð um eigið verk: Þeir stofnuðu til óhóflegra skulda. Að sjálfsögðu er meginskýringin á ástandinu hér hin alþjóðlega lánsfjárkreppa, sem á upptök sín í ríkisafskiptum af bandarískum húsnæðismarkaði. En kreppan skellur af þunga á Íslendingum, af því að bankarnir hér uxu hraðar og söfnuðu meiri skuldum en svo, að ríkissjóður og seðlabanki fengju að gert. Deila má um, hvort skipan peningamála á Íslandi hin síðari ár hafi verið heppileg. En henni er ekki um að kenna. Nýsjálendingar búa við sömu skipan peningamála. Bankar þeirra hafa ekki steypst um koll. Yfirtöku Glitnis er ekki heldur um að kenna. Óðs manns æði hefði verið að lána Glitni stóran hluta gjaldeyrisforða Seðlabankans gegn lökum veðum og engri tryggingu fyrir framtíðar- lausn. Ákvörðun ríkisstjórninnar reyndist rétt: Næstu daga eftir yfirtökuna snarversnaði ástandið erlendis. Ekki má heldur gleyma því, að skuldatryggingarálag á íslensku bankana var löngu fyrir fall þeirra orðið svo hátt, að hinn alþjóðlegi lánsfjármarkaður taldi þá bersýnilega gjaldþrota. Tveir menn bera mesta sök. Gordon Brown fór ruddalega fram, þegar hann beitti lögum um hryðjuverkavarnir gegn íslenskum bönkum. Sérstakur tryggingasjóð- ur ábyrgist innstæður í þeim eftir samevrópskum reglum. Ef sjóðurinn nægir ekki ásamt erlendum eigum bankanna til að gera upp við erlenda innstæðueig- endur, þá ber íslenska ríkinu engin lagaleg skylda til að bæta við hann og skuldsetja með því komandi kynslóðir. Jón Ásgeir Jóhannesson er síðan sá útrásarmaður, sem safnaði ásamt hirð sinni mestum skuldum í íslenskum bönkum, auk þess sem hann beitti fjölmiðlum sínum gegn hinum fáu, sem mæltu varnaðarorð. Íslenska þjóðveldið féll, þegar jafnvægið raskaðist og 39 goðorð urðu að stórgoðorðum í höndum fimm fjölskyldna. Borgarastríð skall á, uns leita varð til Noregs- konungs 1262 um frið og aðföng. Árið 2004 raskaðist jafnvægið hér á svipaðan hátt. Þrír auðmannahópar áttu bankana, stærstu fyrirtækin (viðskiptavini bankanna) og fjölmiðlana. Margir auðjöfranna eru mætir menn. En þá vantaði aðhald. Þegar Davíð Oddsson skynjaði hættuna og ætlaði með fjölmiðlafrumvarpi að tryggja dreifingu valds og eitthvert aðhald, synjaði forseti Íslands því staðfest- ingar. Vinstrisinnar klöppuðu fyrir forsetanum af sama kappi og hann fyrir útrásarmönnum. Áræðnir auðmæringar töldu sér eftir þetta alla vegi færa. Sá gæðingur, sem kapítalisminn getur verið beislaður, breyttist í ótemju. En lausnin nú er hvorki að auka ríkisvaldið né flytja það til útlanda, heldur að veita auðmönnum nauðsynlegt aðhald, um leið og kraftar þeirra eru nýttir öllum til góðs. Jafnvægið raskaðist HANNES HÓLMSTEINN GISSURARSON Í DAG | Fjármálakreppan SPOTTIÐ Hvenær drepur maður mann? Vísir segir frá því að skólameistari Flensborgarskóla, Einar Birgir Stein- þórsson, hafi sent starfsmönnum skólans bréf fyrr í þessum mánuði þar sem hann hvetur þá til að fara sér að engu óðslega í umræðum um efnahagsástand þjóðarinnar. Freyja Auðunsdóttir íslenskukennari, sem hefur meðal annars það verk með höndum að kynna nem- endum Íslandsklukkuna sagði að í bréfinu væru viðtakend- ur sérlega hvattir til að hafa varann á ef vangaveltur um sökudólga fara að ná flugi. Freyja sem segist ekki hika við að nota dæmi úr bók- inni til að skoða atburði líðandi stundar ætti að staldra við í 17. kafla ef nemendur fara að tala um orðaskak Björgólfs Thors og Seðlabankans. Þar segir Jón Hreggviðsson meðal annars „hvenær drepur maður mann og hvenær drepur maður ekki mann?“ Gat til helvítis veldur misskilningi Síðan mættu þeir sem eru að hjóla í bresk yfirvöld læra ýmislegt af Jóni þessum en hann dó ekki ráðalaus þegar útlend- ingar reyndu að gera lítið úr honum. Danir komu fram við hann af bölvaðri óvirðingu, meðal annars vegna þjóð- ernis kappans. Sögðu þeir Íslendinga alla vera litla djöfla. Jón kvað það mikinn misskilning sem líklegast væri tilkominn af því að það væri gat til helvítis á landinu, uppi á Heklu. Og ef menn legðu eyrun við gatið mætti jafnvel heyra dönsku upp um það. Ekki hægt með þessa hraðbanka Starfsmönnum í Ráðhúsi Reykja- víkur hefur borist tilkynnt um að hraðbanka SPRON í ráðhúsinu hefði verið lokað. Ástæðan ku vera sú að hann hefur verið rekinn með tapi í nokkur ár. Mikið agalega er orðið erfitt í bankageiranum, meira að segja hraðbankarnir lognast út af. jse@frettabladid.is Opið virka daga kl. 8:00 til 18:00 www.velaland.is VESTURLANDSVEGUR VAGNHÖFÐI VÉLALAND HÚSGAGNA- HÖLLIN TANGARHÖFÐI BÍlDSHÖFÐI H Ö FÐ A B A K K I REYKJAVÍK Vélaland - VAGNHÖFÐA 21 Sími 577-4500 Vélaland sérhæfir sig í tímareimum. Komdu í Vélaland og fáðu ráðgjöf um skiptingu á tímareim. Vélaland skiptir fljótt og vel um tímareimina fyrir þig, á föstu verði. Fáðu ráðgjöf um tímareimaskipti Er tímareimin komin á tíma? Fast verð hjá Vélalandi Skoðaðu fast verð hjá Vélalandi. Hringdu núna í síma 577-4500 og pantaðu tíma. Verðdæmi um tímareimaskipti: Nissan Patrol 2,8 dísil Árgerð 1992-2000 Heildarverð, varahlutur og vinna: 34.606 kr. Toyota Land Cruiser 90 3,0D Árgerð 1997-2002 Heildarverð, varahlutur og vinna: 34.427 kr. Toyota Corolla 1,6 bensín Árgerð 1997-2001 Heildarverð, varahlutur og vinna: 34.212 kr. VW Golf 1,6AEE bensín Árgerð 1997-2006 Heildarverð, varahlutur og vinna: 36.213 kr. Ford Focus 1,6 bensín Árgerð 1998-2005 Heildarverð, varahlutur og vinna: 39.958 kr. Sjáðu hvar við erum. Hringdu núna í síma 577-4500 og pantaðu tíma. Ó hætt er að fullyrða að ekki hafi allir fagnað ákaft þegar Seðlabanki Íslands tilkynnti óvænt um helmingshækk- un stýrivaxta sinna. Margir höfðu átt von á auknu aðhaldi í peningamálastefnunni í kjölfar tilkynningar um formlegar viðræður við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn (IMF), en svo rosaleg hækkun kom illa við íslenskt viðskipta- og athafnalíf, sem hefur mátt þola svo mörg áföll síðustu daga og vikur. Auk þess var stutt síðan Seðlabankinn hafði lækkað vextina nokkuð ríflega, einkum með þeim augljósu rökum að aðstæður í þjóðarbúskapnum væru gjörbreyttar, samdráttur væri þegar orð- inn nokkur og eftirspurn og væntingar hefðu hríðfallið. Nokkuð almennur stuðningur hefur verið hér á landi við þá ákvörðun að leita á náðir Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Flestum ber saman um að aðrir kostir hafi tæpast verið fyrir hendi. Í rökstuðn- ingi fyrir vaxtahækkuninni vísaði bankastjórn Seðlabankans til samkomulagsins við IMF og sagði að í því fælist beinlínis að fyrir staðfestingu þess skuli Seðlabankinn hafa hækkað stýrivexti í 18 prósent. Enn fremur var vísað til þess að við hrun bankakerfisins og harkalegar ytri aðgerðir sem í kjölfarið fylgdu hafi gjaldeyris- markaður þjóðarinnar lamast á svipstundu. Frekari takmarkanir á gjaldeyrisviðskiptum væru því óhjákvæmilegar og aðhaldssamt vaxtastig sömuleiðis. Formaður bankastjórnar Seðlabankans lagði áherslu á samstöðu í máli sínu á blaðamannafundi þegar ákvörðunin var kynnt. Að allir yrðu að róa í sömu átt. Hann neitaði að upplýsa um sína per- sónulegu skoðun á vaxtahækkuninni, en vísaði þess í stað til sam- komulags IMF og ríkisstjórnarinnar. Það sjónarmið var svo ítrek- að með afgerandi hætti með sögulegri yfirlýsingu bankans í gær, þar sem trúnaði var beinlínis aflétt í þeim tilgangi að sýna fram á að samkomulag hafi orðið um slíka vaxtahækkun, jafnframt sem því var vísað á bug að ráðherrar í ríkisstjórn gætu hafa undrast vaxtahækkunina á þeim forsendum að ekkert slíkt ákvæði væri í samningsgerðinni. Hvernig ber að túlka slíkar skeytasendingar milli Seðlabanka og ríkisstjórnar? Sýna þær ekki ágreining milli aðila sem ávallt eiga að standa saman, einkum við þær aðstæður sem nú eru uppi? Er hafið ímyndarstríð um það hverjir beri ábyrgð á óvinsælum ákvörðunum? Eru einhver fordæmi fyrir fyrir slíkum yfirlýsing- um af hálfu Seðlabanka, þar sem beinlínis er sett ofan í við ráð- herra í ríkisstjórn? Málið á sér aukinheldur fleiri hliðar. Svo vill til að Seðlabankinn er sjálfstæður samkvæmt lögum. Hann fer með ákvörðunarvald í peningamálum og á hvorki að taka við fyrirskipunum frá alþjóða- stofnunum né stjórnmálamönnum. Í samþykkt bankastjórnar er skýrt kveðið á um starfsreglur um undirbúning, rökstuðning og kynningu ákvarðana í peningamálum. Er yfirlýsing Seðlabankans til marks um að farið hafi verið á svig við þau lög? Telur bankinn að hann hafi fengið bein tilmæli frá ríkisstjórn eða alþjóðastofn- un? Til yfirlýsinga hvaða ráðherra er hann að vísa með yfirlýsingu sinni? Svara við þessum spurningum og fleirum hlýtur að vera að vænta á næstu dögum. Ef það er rétt, sem margt bendir til, að bankastjórar Seðlabankans fari ekki lengur með stjórn peninga- mála, væri hyggilegt að fá það formlega á hreint sem allra fyrst. Deilt er um ákvörðun um hækkun stýrivaxta. Voru lög brotin? BJÖRN INGI HRAFNSSON SKRIFAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.