Fréttablaðið - 31.10.2008, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 31.10.2008, Blaðsíða 2
2 31. október 2008 FÖSTUDAGUR Tómas, óttast þú ekki að fá hníf Abrahams í bakið? „Nei, það eina sem ég óttast er að fá fljúgandi Hollending í bakið.“ Tómas Hermannsson er útgefandi hjá forlaginu Sögum sem gefur út skáld- söguna Hnífur Abrahams eftir Óttar M. Norðfjörð. Útgáfuréttur sögunnar hefur nú verið seldur til Hollands. Við þurfum 70 blóðgjafa á dag Við skorum á þig að koma og gefa blóð. Taktu með þér vin, vinnufélaga eða ættingja og gerðu heimsókn í Blóðbankann að fastri venju. Vertu hetja – gefðu blóð! EFNAHAGSMÁL Síðan efnahags- kreppan skall á þjóðinni hafa ráð- herrar þjóðarinnar nefnt ýmsar mögulegar leiðir til að koma til móts við almenning. Ljóst er að fáar þeirra verða færar fyrir þessi mánaðamót og munu því ekki koma fólki til góða strax. Í neyðarlögum sem samþykkt voru 6. október kvað á um að Íbúðalánasjóður gæti tekið yfir húsnæðislán hjá fjármálastofnun- um. Reglugerð um málið hefur ekki verið gefin út enn og þetta er því ekki orðið að veruleika. Sú ráðstöfun var ekki síst hugsuð til að verða fjármálastofnunum úti um lausafé og breytir hag almenn- ings ekki mikið. Um þau lán gilda þó reglur sjóðsins eftir að hann hefur tekið þau yfir. Viðskiptaráðherra hefur gefið út tilmæli til ríkisbankanna um að þeir beiti sömu úrræðum og Íbúðalánasjóður fyrir þá sem lenda í greiðsluerfiðleikum. Bönk- unum er hins vegar í sjálfsvald sett hvort þeir fara eftir þeim. Tilmæli ráðamanna hafa áður verið hunsuð, til að mynda inn- heimta sumir bankarnir enn seðil- gjöld þrátt fyrir áeggjan við- skiptaráðherra um að leggja þau af í byrjun þessa árs. Frysting myntkörfulána er komin í gagnið og þurfa menn að semja við banka sína þar um, gegn gjaldi. Í umræðum um efnahagsmál á Alþingi 15. október sagði Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráð- herra að leiðir yrðu skoðaðar til að koma til móts við þá sem hafa verðtryggð lán. Um það hefur verið skipaður starfshópur sem á að skila af sér 15. nóvember. Alls- endis er óvíst hver niðurstaðan er; hvort verðtrygging verður afnumin eða vaxtabætur hækkað- ar, svo dæmi séu nefnd. Ljóst er að það snertir almenning ekki um þessi mánaðamót. Ríkisstjórnin hefur, að frum- kvæði félagsmálaráðherra, sam- þykkt tillögu til lagabreytingar á atvinnuleysistryggingalöggjöf. Þær gera fyrirtækjum kleift að lækka starfshlutfall starfsmanna og er hugsað til að sporna gegn uppsögnum. Viðkomandi fær þá tekjutengdar atvinnuleysisbætur fyrir það starfshlutfall sem skerð- ist. Þessar breytingar bíða sam- þykktar Alþingis og munu því ekki koma til framkvæmda fyrir þessi mánaðamót. Kjördæmavika var á þinginu í síðustu viku og því engir þingfundir. Aðrar breytingar, líkt og hækk- un stýrivaxta í 18 prósent, virka hins vegar af fullum þunga þessi mánaðamót. kolbeinn@frettabladid.is Fá úrræði eru kom- in til framkvæmda Ýmis úrræði sem ráðherrar hafa nefnt sem lausnir vegna kreppunnar eru ekki enn komin til framkvæmda og nýtast almenningi ekki um þessi mánaðamót. Stýrivaxtahækkun í 18 prósent hefur hins vegar strax áhrif. GREIÐSLUBYRÐI Hætt er við að margir lendi í erfiðleikum nú um mánaðamótin vegna efnahagsástandsins. Þær aðgerðir sem ríkisstjórnin hefur boðað almenningi til aðstoðar eru fæstar komnar í gagnið. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM ÚTIVIST „Hér er allt á syngjandi kafi í æðislegum snjó. Þetta er meiri snjór en nokkurn tímann var hérna allt árið í fyrra. Svæðið er ísbjarnarfrítt og gæti ekki verið betra,“ segir Viggó Jónsson, umsjónarmaður skíðasvæðisins í Tindastól við Sauðárkrók, sem verður opnað í dag klukkan tólf í fyrsta sinn í vetur. Skíðasvæðið á Ólafsfirði er líka opið og færðin góð. Þar hefur ekki sést eins gott færi í mörg ár. Þykk- ur og jafnfallinn snjór yfir öllu. Á Ísafirði er gert ráð fyrir að allt verði komið á fullt í dag og allar brekkur opnar. Dalvíkingar voru fyrstir til þennan veturinn og opnuðu sitt skíðasvæði í Böggvisstaðafjalli um síðustu helgi. Þar hefur verið opið síðan og ekkert sem bendir til þess að lokað verði í bráð. Akureyringar opna sín svæði um helgina. Gert er ráð fyrir að Andrésarbrekka og barnabrekk- an Töfrateppið í Hlíðarfjalli verði opnaðar á laugardaginn. Ekki geta þó allir landsmenn skellt sér á skíði um helgina. Lítið hefur snjóað á Austurlandi í vetur og lítil von til að skíðasvæðin í Oddsskarði og Stafdal verði opnuð í bráð. Í Bláfjöllum hafa brekkur ekki enn verið opnaðar. - hhs Frábært skíðafæri er víða um land og mörg skíðasvæði opin: Allt á syngjandi kafi í snjó LYFTURNAR Í BÖGGVISSTAÐAFJALLI Góð skíðastemning var á Dalvík um liðna helgi enda snjórinn nægur. KONGÓ, AP Uppreisnarherforinginn Laurent Nkunda, sem situr um borgina Goma í austanverðu Kongó, vill nú viðræður við ríkisstjórn landsins um vopnahlé í héraðinu. Nkunda segir að stjórnarhermenn hafi barist við hlið hútúa frá Rúanda gegn tútsum í héraðinu. Hann krefst þess að hútúarnir afvopnist og láti af ofsóknum gegn tútsum, sem eru þar í minnihluta. Hútúarnir flúðu til Kongó frá Rúanda árið 1994 í kjölfar þjóðarmorðsins, þar sem hútúar myrtu um hálfa milljón tútsa. „Það er óviðunandi að stjórnarhermenn berjist við hlið þjóðarmorðingja,“ segir Nkunda. Stjórnin í Kongó neitar þó öllum ásökunum um að hafa stutt tútsa í þessum átökum. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hvetur Nkunda til að virða vopnahlé sem gert var í ársbyrjun. Óttast er að borgarastyrjöld brjótist út á ný á þessu svæði, eins og var á árunum 1996 til 2002 þegar nokkur nágrannaríki flæktust inn í átökin. Nkunda barðist á sínum tíma með tútsum í Rúanda sem stöðvuðu þjóðarmorðið og náðu völdum í Rúanda. Nkunda gekk síðan til liðs við uppreisnarmenn í Kongó sem steyptu af stóli Mobutu Sese Seko einræðisherra árið 1997. - gb Uppreisnarforingi í Kongó sakar stjórnvöld um að berjast með tútsum: Vill viðræður um vopnahlé ÖNGÞVEITI Sameinuðu þjóðirnar eru með herlið í Goma, en uppreisnarmenn sitja um borgina. FRÉTTABLAÐIÐ/AP DÓMSMÁL Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð héraðsdóms um áframhaldandi farbann yfir Litháa sem dæmdur hefur verið fyrir árás á lögreglumenn í miðborg Reykjavíkur í janúar. Maðurinn var í héraðsdómi dæmdur í 60 daga fangelsi, skilorðsbundið. Ríkissaksóknari áfrýjaði dómnum til Hæstaréttar, til refsiþyngingar, þar sem málið er nú. Um var að ræða árás á fjóra óeinkennisklædda lögreglumenn sem voru við fíkniefnaeftirlit á Laugaveginum.Tveir þeirra voru fluttir á sjúkrahús, annar með heilahristing. - jss Lögregluárásin í miðbænum: Árásarmaður enn í farbanni SKOÐANAKÖNNUN Fylgi við Vinstri- hreyfinguna grænt framboð mælist meira en fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýjum þjóðarpúlsi Gallups sem ríkisútvarpið birti í gær. Vinstri grænir eru samkvæmt könnuninni næststærsti stjórn- málaflokkurinn, með 27 prósenta fylgi en fylgi Sjálfstæðisflokksins mælist 26 prósent og minnkar fylgi hans um 5 prósent frá síðustu könnun. Samfylkingin nýtur mests fylgis íslenskra stjórnmálaflokka en 31 prósent sögðust myndu kjósa þann flokk ef gengið yrði til kosninga nú. Þá mælist Framsókn- arflokkurinn með 10 prósenta fylgi og Frjálslyndi flokkurinn með 3 prósent. Könnunin var gerð 29. september til 26. október síðastlið- inn og var úrtakið tæplega 6.000 manns. - ovd Nýr þjóðarpúls Gallup: VG upp fyrir Sjálfstæðisflokk VINNUMARKAÐUR Jóhanna Sigurðar- dóttir, félags- og tryggingamála- ráðherra, hefur skipað Magnús Pétursson, fyrrum forstjóra Landspítala, til þess að gegna embætti ríkissáttasemj- ara til næstu fimm ára. Magnús tekur við starfinu á morgun, 1. nóvember, af Ásmundi Stefánssyni sem í haust ákvað að hætta sem ríkissáttasemjari. Ásmundur vinnur nú fyrir forsætisráðuneytið við samræm- ingu aðgerða vegna kreppunnar. „Þetta starf leggst ljómandi vel í mig,“ segir Magnús og bætir við að nóg sé af viðfangsefnum fram undan þótt menn séu að hugsa um aðra hluti þessa dagana. - ovd Mörg spennandi verkefni: Magnús ríkis- sáttasemjari MAGNÚS PÉTURSSON BANDARÍKIN, AP Vonir bandarískra stjórnvalda, um að samningur við Íraksstjórn um áframhaldandi dvöl bandaríska herliðsins takist áður en stjórnarskipti verða í Bandaríkjunum, hafa dvínað mjög. Írakar vilja að gerðar verði breytingar á samningsdrögum, sem Bandaríkjastjórn getur ekki fallist á. Írakar vilja fá víðtækari völd yfir bandaríska herliðinu í Írak, auk þess sem Írakar vilja ekki ákvæði um að bandarískt herlið geti verið áfram í Írak til bráðabirgða eftir að samningstími rennur út í árslok 2011. - gb Bandaríkjaher í Írak: Íraka vilja ekki semja við Bush SUÐUR-KÓREA, AP Blindir nuddarar í Suður-Kóreu fögnuðu sigri þegar dómstóll úrskurðaði þeim í vil í óvenjulegri kjaradeilu. Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að lög, sem banna öðrum en blindu fólki að fá starfs- leyfi sem nuddarar, brjóti ekki í bága við stjórnarskrá landsins. Í nærri heila öld hafa nuddarar í Suður-Kóreu flestir verið blind- ir og segja þeir þessa starfsgrein nánast þá einu sem þeir geta stundað í landinu. Árið 2006 voru sett lög sem staðfesta þetta skipulag, en þau lög voru kærð til stjórnarskrár- dómstóls sem nú hefur hafnað kærunni. - gb Óvenjuleg kjaradeila: Blindir nuddar- ar fagna sigri Amfetamínmenn áfram inni Þrír karlar voru í dag úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald til 13. nóvember að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þeir eru grun- aðir um aðild að ætlaðri framleiðslu fíkniefna í Hafnarfirði. DÓMSTÓLAR SPURNING DAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.