Fréttablaðið - 31.10.2008, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 31.10.2008, Blaðsíða 56
GÓÐAN DAG! Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík Akureyri Heimild: Almanak Háskólans SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 512 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 512 5313, fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is EF BLAÐIÐ BERST EKKI: 512 5060 VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 512 5000 BAKÞANKAR Bergsteins Sigurðssonar Sem betur fer þurfum við ekki að halda sönsum til að líkam- inn sinni grunnskyldum sínum; hjartað heldur áfram að slá og lungun að draga andann jafnvel þótt við missum meðvitund. Þá ríður hins vegar á að skrúfa ekki fyrir súrefnið. JÚ, ástandið er slæmt – en ekki endilega jafn slæmt og það sýn- ist. Sjúklingurinn hefur vissulega orðið fyrir nokkuð svæsinni eitr- un, sem helgast aðallega af óreglusömu líferni undanfarin ár. Hann er ungur og hvatvís. Af stráksskap gelgjuáranna innbyrti hann talsvert magn af bragðgóðri ólyfjan, sem í stað þess að brotna niður í líkamanum og hverfa í gegnum svitaholur, safnaðist upp í innvortis kaunum. UTANAÐKOMANDI þrýsting- ur virðist hafa orðið til þess að graftarkýlið sprakk. Eitrið vellur nú úr því og líkaminn keppist við að hreinsa það úr kerfinu. Því fylgja jafnan einkenni á borð við ákafan sviða, niðurgang og sótt- hita, sem þegar verst lætur getur valdið tímabundnu óráði. Við slík- ar aðstæður er brýnt að koma í veg fyrir að sjúklingurinn rasi um ráð fram og kasti allri fyrir- hyggju fyrir róða; það myndi bæta gráu ofan á svart. SÓTTIN getur vissulega enn unnið talsvert tjón áður en hún gengur niður. Því er fyrir mestu að grípa til ráðstafana til að lág- marka skaðann og koma í veg fyrir að sjúklingurinn bíði varan- leg örkuml. Mikilvægt er að hinn kranki liggi fyrir meðan hann er hvað veikastur og safni kröftum. Hann verður að öllum líkindum nokkuð rýrari þegar hann kemst aftur á lappir og talsvert máttfar- inn til að byrja með. Það vinnur hins vegar með honum að hann er ungur að árum, var hraustur fyrir og vel á sig kominn. Með viðeig- andi endurhæfingu og réttu hug- arfari hefur hann því alla burði til að endurheimta fyrri styrk að fullu og verður jafnvel heil- brigðari en áður. GERUM þó ekkki lítið úr alvöru málsins. Þótt ágætar líkur séu á að sjúklingnum batni steðjar að honum ein alvarleg hætta sem gæti riðið honum að fullu: Kreddu- fast sjúkralið af gamla skólanum, sem tók ekki hvorki mark á sjúk- dómseinkennunum né brást við þegar ljóst var hvert stefndi, og heldur fast í þá bábilju að blóð- taka sé líklegust til árangurs. SPAKLEGAST væri að skipta út gamla sjúkraliðinu sem fyrst. Áður en það teygir sig í arsenikið. Eftir atvikum Tveggja manna herbergi á kr. 5.000 nóttin Uppbúið rúm í svefnpokaplássi kr. 2.000 nóttin Gesthús Dúna Gesthús Dúna - Suðurhlíð 35 - 105 Reykjavík Pantanir: 588-2100 / duna@islandia.is Reykjavík Faxafen 12 S. 533-1550. Keflavík Hafnargata 25 S. 421-3322 www.utivistogsport.is OPIÐ VIRKA DAGA 10 – 18 LAUGARD. 11 – 16 Í dag er föstudagurinn 31. október, 305. dagur ársins. 9.09 13.11 17.13 9.03 12.56 16.48
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.